Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2020, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 16.12.2020, Blaðsíða 18
www.hjahollu.is & /hjahollu Við þökkum kærlega viðskiptin á árinu sem senn er að líða hjá okkur í Grindavík og á Keflavíkurflugvelli. Opið er hjá okkur til hádegis á Þorláksmessu en opnunartími á milli jóla og nýárs ræðst af sóttvarnarreglum. Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári. Jólakveðja, starfsfólk Hjá Höllu. VIÐ ÓSKUM ÞÉR OG FJÖLSKYLDU ÞINNI GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI Gle ileg jól Breytt aðventa í Akurskóla Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, segir að aðventan í skólanum hafi sé öðruvísi í ár en mörg önnur ár. „Við vorum þó með uppbrotsdag í skólanum 2. desember þar sem nemendur skreyttu stofurnar sínar og tóku þátt í keppni um fallegustu jólahurðina. Við höfum fengið rithöfunda til að lesa fyrir börnin á Zoom eða Teams og það hefur verið skemmtilegt. Nem- endur okkar í 1. bekk fengu upplestur frá rithöfundum. Bergrún Íris las úr bókum sínum fyrir nemendur okkar ásamt nemendum Stapaskóla, Akurs og Holts. 4–7. bekkur fékk síðan upplestur frá Ævari vísindamanni. Þó svo að þessir frábæru höfundar hafi ekki getað heim- sótt okkur þá dóum við ekki ráðalaus og nýttum okkur tæknina. Gekk þetta mjög vel og voru nemendur mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag.“ Undanfarin ár þá hefur foreldrafélagið verið með jóla- föndur fyrir alla fjölskylduna í skólanum. Í ár bauð félagið nemendum í 7.–10. bekk upp á mandarínur og piparkökur í skólanum 2. desember og sendi svo föndurpakka heim með nemendum í 1.–6. bekk. Skemmtilegt framtak hjá foreldrafélaginu og góð lausn á þessum skrýtnu tímum að sögn Sigurbjargar. „Litlu jólin verða einnig með öðru sniði í ár en önnur ár. Við munum ekki fara öll saman í íþróttahúsið og dansa í kringum jólatréð en tré hefur verið sett upp í salnum í ár og hver og einn hópur getur komið og dansað. Þá verður helgileikurinn leikinn af nemendum í 5. bekk og tekinn upp og sendur í hverja stofu þar sem nemendur geta horft á hann. Lesin verður jólasaga og nemendur skiptast á pökkum.“ Guðmundur Hermannsson er tón- menntakennari í Heiðarskóla í Keflavík og tónlistarmaður. Hann segir jólin koma þegar jólaljósin fara upp í bænum og jólalögin byrja að hljóma í útvarpi og tónmennta- tímum. – Ertu mikið jólabarn? „Já, ég tel mig vera það. Alla vega finnst mér jólin vera yndislegur tími.“ – Fóru jólaljósin fyrr upp í ár en í fyrra? „Þau eru nú ekki enn komin upp en aðventuljósin eru komin út í glugga.“ – Skreytir þú heimilið mikið? „Nei, ég geri það nú ekki.“ – Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum? „Margar yndislegar minningar en lík- lega stendur upp úr sjokkið sem ég fékk þegar ég fékk símtal á jóladag í miðju fjölskylduboði hjá Kalla bróður þar sem mér var sagt að það væri kviknað í heimili mínu. Við hjónin rukum út og keyrðum í loftinu niður Faxabrautina og sáum blikkandi ljós slövkkviliðsbifreiðar fyrir utan íbúðina okkar og slökkviliðsmann standa í hurðagættinni sem þeir höfðu brotið upp. Ég hljóp í áttina til hans en hann kallaði og sagði mér að slaka á. Þetta væri misskilningur því það hefði rafmagnsvekjara- klukka í íbúðinni hringt klukkan sex. Hún byrjaði rólega en ef ekki væri slökkt á henni þá jókst hávaðinn og á endanum hljómaði hún eins og reykskynjari. Dóttir mín hafði stillt hana klukkan sex deginum áður til að missa örugglega ekki af jólunum og hún svo farið aftur í gang daginn eftir. Það var stillt veður og bruna- lykt í loftinu út af eldi í örnum í húsum í kring. Nágrannar heyrðu í klukkunni og hringdu á slökkviliðið. Þetta var sem betur fer talið vera löglegt útkall og tryggingar borguðu viðgerðina á útihurðinni.“ – Hvað er ómissandi á jólum? „Fjölskyldan og samvera með þeim og svo náttúrlega Nóa konfektið.“ – Hvað finnst þér skemmti- legast um jólahátíðina? „Það er svo sérstök og skemmtileg stemmning í loftinu á jólunum.“ – Bakar þú fyrir jólin og hvað þá helst? „Nei, ég baka aldrei.“ – Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? „Tja, það er nú misjafnt en ég reyni að vera tímanlega í því.“ – Hvenær setjið þið upp jólatré? „Hér áður fyrr var það alltaf gert á Þorláksmessu en núna síðastliðin ár geri ég þó fyrr en ekki á einhverjum ákveðnum degi.“ – Eftirminnilegasta jólagjöfin? „Ætli það sé ekki stóri slökkvibíllinn sem ég fékk sendan frá Bandaríkj- unum frá frænku minni sem bjó þar. Þá hef ég verið uþb. fjögurra, fimm ára.“ – Hvenær eru jólin komin fyrir þér? „Tja, þegar jólaljósin fara að koma upp í bænum og jólalögin fara að hljóma í tónmenntatímum og út- varpi.“ – Hefurðu sótt messu um jóla- hátíðirnar í gegnum tíðina? „Aldrei eða ekki svo ég muni.“ Slökkviliðið braut upp úti- hurðina vegna hávaða frá vekjaraklukku á jóladag Sendum íbúum Grindavíkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár 18 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.