Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2020, Blaðsíða 65

Víkurfréttir - 16.12.2020, Blaðsíða 65
smíðarnar voru nú eiginlega bara aukavinna, sem ég stundaði aðal- lega yfir veturinn. Ég var bóndi í Merkinesi, með skepnur sem þurfti að hugsa um og svo stundaði ég sjóinn á hverju sumri og langt fram á haust. Ég var nú orðinn einn á í lokin. Á vorin stundaði ég refa- og minkaveiðar fyrir hreppinn, alveg frá Reykjanestá að Stafnesi. Aðalvinnan var náttúrlega veiðiskapur, bæði til sjós og lands. Til að ná árangri í veiðimennsku verður maður að gjörþekkja háttalag dýrategundarinnar sem maður er að spreyta sig við hverju sinni. Það gildir ekki sama aðferðin við þorskinn og refinn, góði minn.“ Hinrik tekur upp úr vasa sínum stóran, rauðan tóbaksklút og snýtir sér hressilega, sannkölluð hrepps- stjórasnýta það. Um leið og hann brýtur klútinn vandlega saman segir hann hvatlega: „Hefur þú heyrt þessa?: Lífs mér óar ölduskrið er það œrinn vandi, að þurfa að róa og þreyta við þorska á sjó og landi.“ Refurinn vitur „En refurinn er vitur skepna. Hann hefur mannsvit eða meira. Þefskynið og heyrnin eru með ólíkindum. Að vissu leyti ber ég virðingu fyrir rebba og oft átti ég bágt með að skjóta hann. Einu sinni lá ég við greni í Haugsvörðugjá, hérna upp í hrauninu. Ég var búinn að vinna læðuna en rebbi hafði góðar gætur á mér og gætti þess alltaf, ef ég hreyfði mig, að láta vindinn standa af mér. Þó hann sæi mig ekki sagði þefskynið honum til um hvar ég var staddur. Ég var búinn að reyna öll ráð sem ég kunni þegar mér datt í hug að fara úr utanyfirflíkunum, buxunum og peysunni, og breiða það á stein sem þarna var. Ég læddist svo upp í vindinn góðan spöl, fór síðan í langan krók aftan að honum og náði honum þannig – en hljóðlega varð ég að fara. Sama skeði aftur, löngu seinna, við greni hjá selinu hérna fyrir innan, rétt upp af vötnunum, en þar var landið miklu flatara svo ég komst hvergi í skjól eða hvarf frá rebba. Ég fer því niður í Hafnir og bið Þorbjörn Ben. að hjálpa mér að plata refinn. Ég segi Bjössa nákvæm- lega hvert hann eigi að fara og geng úr skugga um að rebbi bíði enn á sama stað. Meðan kauði beinir allri athyglinni að Bjössa læðist ég aftan að honum og kemst í skotfæri og hleypi af. En hvað skeður? Byssan klikkar í fyrsta og eina skiptið. Rebbi heyrði klikkið og tók á rás. Hann hljóp í seilingarfjarlægð frá mér. Ég hafði nægan tíma til að setja annað skot í byssuna en ég fékk mig ekki til að skjóta hann, greyið. Já, sérviskan tekur stundum af manni ráðin.“ Nælonsokkar eini skaðinn Þegar Hinrik segir veiðisögur gerir hann það með tilheyrandi látbragði og spennu. Spennan dvínar þegar hann heldur áfram. „Ég tók marga yrðlinga í fóstur. Þeir gengu hér lausir og léku sér á túninu og í eldi- viðarhlaða hér framan við húsið en sváfu í kjallaranum. Einn fylgdist alltaf með þegar náð var í kýrnar, hann lét sig aldrei vanta. Annar átti það til, þegar krakkarnir voru að hoppa í París, að leggjast á stein- völuna sem notuð var og verja hana með kjafti og klóm. Eitt sinn var hér í heimsókn prestur utan af landi. Hann hafði gengið út á hlað til að viðra sig. Þegar mig fór að lengja eftir honum gekk ég út og sá hann á hnjánum framan við viðarhlaðann. Ég geng til hans og spyr: „Hvað er að séra minn?“ Klerki bregður en rís á fætur og segir graf alvarlegur: „Ég er handviss um að ég sá tófu hlaupa inn í hlaðann.“ Yrðlingarnir gerðu aldrei skaða hér, ef frá eru taldir nokkrir nælonsokkar. Refurinn lifir af fræjum, fuglum og hræjum. Ef sérstaklega hart er í ári eiga þeir það til að leggjast á fé en ekki nærri allir. En því miður er það ástæðan fyrir því að talið er nauðsynlegt að eyða honum – en hann drepur aldrei meira en hann étur hverju sinni. Nú eru teknir við þessu starfi ungir og bráðflinkir menn. Síðastliðið ár náðu þeir 70 refum – en minkurinn, það helvíti, er algjör ófreskja og vargur í öllu líf- ríki. Ég þjálfaði þrjá hunda, sem ég átti, til að vinna á honum. Ég vil helst ekki tala um minkinn, svo svakalegur er hann.“ Aldrei átt bíl Nú tekur Hinrik sér málhvíld og endurtekur nefítökuna, nákvæmlega eins og fyrr. „Já, góði, ég hef aldrei átt bíl eða tekið bílpróf, svo þetta voru miklar göngur, alveg frá Reykjanesi og að Stafnesi – og hjálparsveitirnar voru heldur ekki á eftir manni í þá daga þó ég þyrfti að liggja á greni í tvo, þrjá sólarhringa í einu.“ – Hafðirðu byssuna með þér á sjóinn? „Ó já, já, ég fór aldrei byssulaus í róður. Selur, hnýsa eða höfrungur var góð búbót og nýmeti. En það er sérstök list að skjóta höfrunginn. Það verður að hitta hann eiginlega um leið og hann snertir sjóinn úr stökkinu. Þá er hann fullur af lofti og flýtur. Annars sekkur hann eins og steinn. En það er ljúffengt af honum kjötið. Einu sinni var ég að koma sunnan úr röst þegar ég rekst á höfrungavöðu út af Berginu. Og hvað heldurðu? Ég náði því að skjóta tvo. Þá var nú völlur á karli og hver einasta fjölskylda í Höfnum fékk eins mikið kjöt og hún vildi. Maður varð að nota hvert einasta tækifæri sem gafst til að afla matar. En aldrei hef ég skotið rjúpuna, eins og hún var gæf hér í hrauninu stundum.“ Fyrst og fremst veiðimaður „Já, góði minn. Ég er fyrst og fremst veiðimaður. Það er mitt eðli og kannski stundum tækifærissinni,“ segir þessi aldna kempa að lokum og hlær við. Það hvarflaði að mér á heimleiðinni hvort Davíð Stefánsson hefði haft Hinrik í huga þegar hann orti: Betra er að fylla bóndans sæti í byggðum þeim, sem hjartað ann, en reika einn um rökkvuð stræti rændur sínu eftirlæti, í ónáð við sinn innri mann. Viðtal: Pálmi Viðar Myndir: Páll Ketilsson Vilhjálmur Hinrik Ívarsson var fæddur 12. ágúst 1899. Hann lést 24. janúar 1994. Viðtalið birtist í jólablaði Víkurfrétta árið 1987. „Núna smíða ég bara eftirlíkingar af áttæringum, nákvæmar eftirlíkingar sko, með rá og reiða – og eftirspurnin er sú sama og áður. Ég er að byrja á þeim sjötugasta og fjórða. Ég er jafn lengi að smíða hvern bát núna og þá stóru áður.“ Sendum þér og þínum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár // 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.