Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2020, Blaðsíða 63

Víkurfréttir - 16.12.2020, Blaðsíða 63
Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og meistaranemi, hefur haft meiri tíma til að jólaskreyta meira og hún hefur verið dugleg að kaupa jólagjafir. Jóla- gjöfin sem hún óskar er svolítið sérstök. – Hvernig hefur gengið að kaupa jólagjafir? „Ég er búin að kaupa flestar jólagjafir. Mér finnst svo erfitt að vera að þessu á síðustu stundu eins og venjan er en þar sem ég er í námi þá hef ég mun meiri tíma til að sinna erindum eins og þessum. Mest hef ég keypt á netinu þar sem maður vill vera minna í búðum núna en reyni að versla allt sem ég get í Reykja- nesbæ.“ – Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? „Klárlega. Skipulagða árið mitt 2020. Allt skraut komið upp fyrir 1. des nema jólatréð, finnst það aðeins of snemmt.“ – Skreytir þú heimilið mikið? „Já, eins mikið og ég get áður en maðurinn minn fer að kvarta. Þá veit ég að ég hef farið yfir strikið.“ – Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? „Já, dóttir mín elskar að baka og við gerum lakkrís toppa og piparkökur, eitthvað sem er ekki svaka flókið. Hef ekki þolinmæði að standa yfir þessu allan daginn.“ – Hvernig sérðu desember fyrir þér í jólastemmningu í ljósi Covid-19? „Bara ágætan. Aðalatriðið er að kjarnafjöl- skyldur nái að hittast og njóta saman örugg.“ – Eru fastar jólahefðir hjá þér? „Já, ég horfi alltaf á Hobbitann og Lord of the Rings myndirnar meðan ég skreyti húsið á hverju ári. Það kemur mér í þvílíkt jólaskap og fínt að hafa eitthvað undir þegar maður er að þrífa. Við erum alltaf með jólamat heima hjá okkur og erum oftast með gesti hjá okkur. Nú verða allar stelpurnar saman, mamma kemur og systur mínar.“ – Hvernig eru fyrstu jólin sem þú mannst eftir? „Ég man eftir jólaboði hjá ömmu og afa á Faxa- brautinni. Ég man bara hvað það var gaman þegar við systurnar vorum að leika okkur og allir virkuðu svo glaðir. Afi dó svo í desember þegar ég var sex ára og jólin voru lengi vel ekki hátíðleg stund – en með tímanum lærir maður að minnast fólks með kærleika og gleði þó að þau séu ekki lengur til staðar hjá manni.“ – Hefurðu sótt messu um jóla- hátíðirnar í gegnum tíðina? „Já en ekki oft. Mér finnst kjarni jólanna vera heima með fjölskyldunni. Þegar við erum búin að opna pakkana og borða yfir okkur þá leggjumst við saman í sófann og ég fer að lesa bókina sem ég fæ í jólagjöf, yndisleg stund.“ –Eftirminnilegasta jólagjöfin? „Gunni, maðurinn minn, gaf mér veski í jólagjöf sem ég var búin að þrá í mörg ár. Fallegasta og hugljúfasta gjöf sem ég hef fengið – en best er samt að vera heilbrigður og fagna með fólkinu okkar.“ – Er eitthvað sérstakt sem þig langar í jólagjöf? „Bólusetningu fyrir Covid og samveru með fjöl- skyldu og vinum.“ –Hvað verður í matinn hjá þér á aðfangadagskvöld? „Við erum með blómkálssúpu í forrétt og ham- borgarhrygg í aðalrétt. Erum yfirleitt aldrei með eftirrétt enda allir sprungnir eftir matinn.“ Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis sendir félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Allt jólaskraut komið upp 1. desember Guðný Birna bakar lakkrístoppa og piparkökur með dótturinni á aðventunni vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár // 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.