Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2020, Side 2

Skessuhorn - 12.02.2020, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 20202 Valentínusardagurinn er á föstu- daginn og hafa Íslendingar í aukn- um mæli verið að halda upp á þennan dag. Þetta er því tilvalið tækifæri til að gera vel við þá sem maður elskar. Á morgun verður norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og víða létt- skýjað en stöku él við norðurströnd- ina. Frost 6-20 stig, kaldast í innsveit- um. Vaxandi suðaustanátt suðvest- anlands síðdegis og þykknar upp með éljum við ströndina og dregur úr frosti. Á föstudag er útlit fyrir að verði austan stormur, rok eða ofsa- veður, hvassast sunnanlands framan af degi. Víða slydda eða snjókoma, úrkomumest á Suður- og Austur- landi. Hlýnandi veður, rigning á lág- lendi sunnanlands og við austur- ströndina undir kvöld með 1-5 stiga hita, en vægt frost fyrir norðan. Tals- vert hægari vindur á landinu um kvöldið. Á laugardag er útlit fyrir að gangi í austan hvassviðri eða storm með rigningu eða slyddu, einkum sunnan- og austanlands. Hiti 1-6 stig síðdegis. Á sunnudag er spáð norðaustlægri átt með rigningu eða slyddu norðanlands og víða snjó- komu um kvöldið, annars úrkomu- lítið. Heldur kólnandi. Á mánudag verður norðanátt og snjókoma eða él á Norður- og Austurlandi, en úr- komulaust á Suður- og Vesturlandi. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns hvort lesendur eigi gæludýr. Flestir, eða 51%, eiga engin gælu- dýr. 24% eiga hund. 15% kött, 8% eiga fleiri en eina gæludýrategund og sitthvort prósentið á páfagauk eða nagdýr. Í næstu viku er spurt: Af hverju heitir 29. febrúar hlaupársdagur? Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir útskrifaðist nýverið með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykja- vík með hæstu lokaeinkunn. Sonja á þrjú ung börn, þar af eitt sem fæddist í miðju lögfræðinámi en það hægði ekki á Sonju í náminu. Sonja er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Ferðamönnum fækkar LANDIÐ: Brottfarir er- lendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 121 þúsund í nýliðnum janú- ar eða um 18 þúsund færri en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í taln- ingu Ferðamálastofu. Fækk- un milli ára nemur 13%. Er þetta annað árið í röð sem ferðafólki fækkar í janú- ar. Bretar voru fjölmenn- astir í janúar eða fjórðung- ur gesta og fækkaði þeim um 12% milli ára. Bandaríkja- menn voru næstfjölmennast- ir, 14,8% af heild, en brott- farir þeirra voru ríflega ell- efu þúsund færri en í janúar 2019 eða um 39,4% fækk- un milli ára. Fækkun Banda- ríkjamanna í janúar vegur þannig langþyngst í fækkun farþega í janúar. -mm Fangelsi fyrir sviptingarakstur SNÆF: Kona var í Héraðs- dómi Vesturlands 24. janúar sl. dæmd til 30 daga fangels- isvistar fyrir sviptingarakst- ur. Var henni gefið að sök að hafa ekið bifreið svipt öku- réttindum á Snæfellsnesvegi við Mýrar í Grundarfirði þar sem lögregla stöðvaði för hennar. Konan var fjarver- andi við þingfestingu máls- ins. Með vísan til laga þyk- ir mega jafna útivist henn- ar til játningar, enda brýt- ur sú niðurstaða ekki í bága við gögn málsnis, að því er fram kemur í dómnum. Brot hennar töldust því sönnuð. Samkvæmt sakavottorði á konan að baki sakaferil frá árinu 2012 og hefur meðal annars áður verið dæmd fyr- ir að aka svipt ökurétti. Við ákvörðun refsingar leit dóm- stóllinn til þess að hún hefði nú gerst sek um slíkt brot í þriðja sinn. Refsing henn- ar þótti því hæfilega ákveðin 30 daga fangelsisvist. Engan sakarkostnað leiddi af rann- sókn og málarekstri. -kgk Hótel Hafnar- fjall til sölu HVALFJ.SV: Hótel Hafn- arfjall hefur verið auglýst til sölu. Hótelið er sem kunn- ugt er staðsett við þjóðveg 1 skammt sunnan Borgar- ness. Alls er húsið 661 fer- metri að stærð á tveimur hæðum með 22 herbergj- um, 41 fermetra stúdíóíbúð, 50 manna veitingasal, eld- húsi, starfsmannaaðstöðu og öðru sem við kemur hótel- rekstri. Fimm smáhýsi hafa verið reist við hótelið á síð- ustu árum. Ásett verð er 195 milljónir króna. -kgk Veðurhorfur Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir iðn- aðarráðherra hefur kynnt í ríkis- stjórn áform um að fá fyrirtæk- ið Fraunhofer / Ecofy til að fram- kvæma úttekt á samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi, með sérstakri Pen ingas te fnu- nefnd ákvað í síð- ustu viku að lækka vexti bankans um 0,25 prósentu- stig. Meginvext- ir bankans, jafnan kallaðir stýrivextir, verða því 2,75%. Hafa vextir bank- ans aldrei verið lægri frá því verð- bólgumarkmiðið var tekið upp árið 2001. Stýrivext- ir hafa lækkað um 1,75 frá því í maí í fyrra. Merki eru um að hagvöxtur síðasta árs hafi ver- ið heldur meiri en áður var talið. Horfur fyrir þetta ár og það næsta versna hins vegar samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans. Þar er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði aðeins 0,8% í ár, en í nóvemberspá var búist við 1,6% hagvexti á árinu. Lakari horfur eru fyrst og fremst reknar til erfiðrar stöðu útflutn- ingsatvinnugreina og versnandi fjármögnunarskilyrða innlendra fyrirtækja, að því er fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá því á miðvikudag. Verðbólga minnkaði hratt eft- ir því sem leið á síðasta ár og var komin í verðbólgumarkmið á síð- asta fjórðungi ársins. Hún hélt áfram að minnka í janúar og var 1,7%. Hefur verðbólga ekki mælst lægri frá því haustið 2017. Undir- liggjandi verð- bólga hef- ur minnkað sömuleiðis og er við mark- miðið, sem og flestir mæli- kvarðar verð- bólguvænting- ar. Ný spá ger- ir ráð fyrir að verðbólga verði minni en spáð var í nóvember og verði undir markmiði megin- hluta spátímans. „Taumhald pen- ingastefnunnar, eins og það er mælt með raunvöxtum bankans, hefur því heldur aukist frá síðasta fundi nefndarinnar. Hækkun vaxtaálags á lánsfjörmögnun fyrirtækja hefur aukið taumhaldið enn frekar,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar. kgk úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál vísaði 30. janúar sl. frá kæru Akraneskaupstaður sem kærði þá ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 11. júní 2019 að fyrirhugaðar framkvæmdir við breikkun Vestur- landsvegar um Kjalarnes skuli háð- ar mati á umhverfisáhrifum. Að dæmi Akraneskaupstaðar fóru síð- an önnur sveitarfélög á Vesturlandi sem kærðu niðurstöðu Skipulags- stofnunar. Ákvað úrskurðarnefndin (úUA) að slá kærunum saman í eina niðurstöðu, enda byggðu þær allar efnislega á sömu rökum. Vegagerð- in áformar eins og kunnugt er að breikka um 9 km kafla Vesturlands- vegar um Kjalarnes milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Felur framkvæmdin í sér breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarveg- um, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. úrskurðarnefnd um umhverf- is- og auðlindamál segir orðrétt í rökstuðningi með ákvörðun sinni: „Verður því að líta svo að sveitar- félög þau sem um ræðir verði að eiga lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins til að geta átt að því kæru- aðild. Í samræmi við almennar reglur stjórnsýsluréttarins um að- ild að kærumálum verður og við það að miða að þau verði að eiga sérstaka einstaklingsbundna hags- muni tengda hinni kærðu ákvörð- un.“ Nefndin hefur því að engu það sjónarmið Akraneskaupstaðar og annarra sveitarfélaga á Vesturlandi sem töldu sig vera að verja hags- muni íbúa á Vesturlandi með því að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar. Ákvörðun Skipulagsstofnun- ar um að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum hefur nú þegar tafið að Vegagerðin geta haf- ið framkvæmdir við breikkun veg- ar um Kjalarnes. Þá tefur ákvörð- un úUA nú málið enn frekar. Hins vegar ber að rifja það upp, sem fram kom í frétt Skessuhorns nýverið, að Vegagerðin ákvað strax á síðasta ári að hefja vinnu við umhverfismat framkvæmdarinnar á Kjalarnesi til að lágmarka tafir. Sú ráðstöfun var gerð til vara, yrði niðurstaða úUA sú sem nú er raunin. Enn stefnir Vegagerðin því á að fyrstu útboð vegna framkvæmda á Kjalarnesi fari fram á þessu ári. mm Úrskurðarnefnd vísaði frá kæru sveitarfélaganna Umferð um Kjalarnes síðastliðinn vetur. Ljósm. mm. Samkeppnishæfni íslenskrar stóriðju könnuð sérstaklega áherslu á raforkukostnað. Stefnt er á að úttektinni verði lokið með skýrslu til stjórnvalda fyrir lok maí á þessu ári. Slík óháð úttekt stjórn- valda á samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi hefur ekki farið fram áður, en hún er svar við þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á undan- förnum misserum að mögulega sé verið að verðleggja íslenska stór- iðju útaf markaði með háu raforku- verði Landsvirkjunar og annarra raforkusala. Í tilkynningu frá ráðuneyti iðn- aðarmála segir: „Að undanförnu hefur umræða farið vaxandi um al- þjóðlega samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi og þá sérstaklega með vís- an til raforkukostnaðar, bæði hvað varðar framleiðslu og flutning raf- orku enda er raforkukostnaður stór hluti af rekstrarkostnaði stórnot- enda raforku. Hafa í þeirri umræðu ýmsar tölur og upplýsingar verið settar fram sem ber nokkuð á milli varðandi hver er í raun samkeppn- isstaða stóriðju á Íslandi, í saman- burði við nágrannalönd. Í ljósi mik- ilvægis stóriðju og raforkusölu í ís- lensku efnahagslífi er brýnt er að fara vel yfir þessi mál og fá fram óháða greiningu sérfróðs aðila á samkeppnishæfni stóriðju, með sér- stakri áherslu á raforkukostnað.“ Fraunhofer / Ecofy hefur víð- tæka reynslu á þessu sviði og hef- ur m.a. gert samskonar úttektir fyr- ir Þýskaland og Noreg, á alþjóð- legri samkeppnishæfni stóriðju þar í landi með sérstakri áherslu á raf- orkukostnað. „Í úttektinni verður farið yfir hvaða atriði hafa áhrif á raforkukostnað stóriðju á Íslandi, hver sérstaða Íslands sé, hlutur raf- orkukostnaðar í rekstrarkostnaði, hvernig raforkukostnaður hér er samansettur og samanburður á raf- orkukostnaði og samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi við tilgreind ná- grannalönd (Noreg, Þýskaland og Kanada). Áætlaður kostnaður við skýrslu Fraunhofer / Ecofy er um níu milljónir króna. úttektin mun ná til allra fyrirtækja sem skilgreind eru sem stórnotendur raforku á Ís- landi (álver, kísilver, járnblendi og gagnaver). úttekt Fraunhofer mun byggja á upplýsingum sem fyrir- tækið mun sækja milliliðalaust til viðkomandi stóriðjufyrirtækja og orkufyrirtækja.“ mm Horft yfir iðnaðarsvæðið á Grundartanga frá Klafastaðalandi. Ljósm. mm. Stýrivextir undir þrjú prósent Peningar. Ljósm. úr safni/ mm.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.