Skessuhorn - 12.02.2020, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 20208
Dökkklætt fólk
á ferð
VESTURLAND: Í dagbók
Lögreglunnar á Vesturlandi frá
því í vikunni sem leið er getið
ýmissa mála. Lögregla kom til
dæmis til aðstoðar ferðamönn-
um á bensínlausum bíl á Vestur-
landsvegi í Borgarfirði. Að sögn
lögreglu var talsvert um aðstoð
við ferðamenn og ábendingar
sem rekja má til þeirra. Þann-
ig var í tvígang haft samband
við lögreglu í vikunni vegna
fólks sem var á gangi utan þétt-
býlis, dökkklætt og sást því afar
illa. Annar einstaklingurinn var
norðan Borgarness á leið á hót-
el en hinn var á Akrafjallsvegi
og að líkindum að leita að meira
myrkri og norðurljósum. -mm
Féll af hestbaki
STYKKISH: Fimmtudaginn 6.
febrúar barst lögreglu tilkynn-
ing um slys í hesthúsahverf-
inu Fákaborg í Stykkishólmi.
Stúlka hafði fallið af hestbaki
og fótbrotnað. Var hún flutt til
aðhlynningar á bráðamóttöku
LSH í Fossvogi. -mm
Mikið um fíkni-
efnaakstur
VESTURLAND: Lögreglan
á Vesturlandi hafði nokkur mál
til rannsóknar í vikunni þar sem
ökumenn voru teknir próflaus-
ir og þar að auki grunaðir um
akstur undir áhrifum áfengis og
fíkniefna. Við hefðbundið um-
ferðareftirlit við Hvalfjarðar-
göng 7. febrúar var ökumaður
handtekinn og færður til yfir-
heyrslu. Annar var stöðvaður
ökuréttindalaus á akstri á móts
við Hamar, ofan við Borgar-
nes, og sá þriðji var stöðvað-
ur á mánudaginn skammt frá
Akranesi. Við eftirlit lögreglu
á sunnudaginn fundust ætluð
fíkniefni í bíl sem ekið var um
þjóðveginn skammt frá Akra-
nesi. Fólkið í bílnum var hand-
tekið og fært til yfirheyrslu. Að
sögn lögreglu eru að jafnaði
nokkur tilfelli í viku hverri þar
sem hin slæma blanda; neysla
fíkniefna og akstur, fara sam-
an. Slíkt gerist reglulega og var
nýliðin vika engin undantekn-
ing. Þá voru einnig dæmi um
að menn slyppu með skrekkinn.
Við eftirlit lögreglu við vínbúð-
ina á Akranesi síðastliðinn laug-
ardag var ökumaður mældur
með áfengi í blóði, en þó rétt
undir mörkum. Akstur hans var
því stöðvaður. Lögregla bendir
fólki á að aka ekki of snemma af
stað að morgni eftir að áfengis
hafi verið neytt að kvöldi. -mm
Mannlaus bíll
í móa
SNÆF: Að morgni sunnudags-
ins 9. febrúar barst lögreglu til-
kynning um umferðaróhapp
við Öndverðarnes á Snæfells-
nesi. Mannlaus bíll fannst þá 40
metra utan vegar og var hann
mikið skemmdur. Ökumaður
fannst ekki og er málið til rann-
sóknar. -mm
Fikt með
spreybrúsa
AKRANES: Lögreglu barst á
fimmtudaginn tilkynning um
tvo unglingsdrengi á Akra-
nesi, ca 13 ára gamla, sem
sáust fikta með spreybrúsa
og eld skammt frá bókasafn-
inu við Dalbraut. Lögregla
fór á staðinn en fann drengina
ekki. Hún bendir á að almennt
er fikt með eld og spreybrúsa
hættulegt, því þeir geta hæg-
lega sprungið í höndum við-
komandi. -mm
Ragnar og Ásgeir
gáfu endurskin
SNÆFELLSBÆR: Erla
Gunnlaugsdóttir frá Ragn-
ari og Ásgeiri ehf kom fær-
andi hendi í Grunnskóla Snæ-
fellsbæjar á dögunum. Færði
hún nemendum skólans end-
urskinsmerki að gjöf. Það var
Hilmar Már Arason skóla-
stjóri sem veitti endurskins-
merkjunum viðtöku en þeim
var svo dreift til nemenda á
öllum starfsstöðvum skólans.
-þa
Aflatölur fyrir
Vesturland
1.-7. febrúar
Tölur (í kílóum) frá
Fiskistofu:
Akranes: 4 bátar.
Heildarlöndun: 53.074 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF: 31.109
kg í fjórum róðrum.
Arnarstapi: Engar landanir í
vikunni.
Grundarfjörður: 8 bátar.
Heildarlöndun: 322.868 kg.
Mestur afli: Sigurborg SH:
71.331 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 15 bátar.
Heildarlöndun: 556.024 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
140.866 kg í sjö löndunum.
Rif: 15 bátar.
Heildarlöndun: 831.371 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
140.163 í tveimur róðrum.
Stykkishólmur: 6 bátar.
Heildarlöndun: 145.637 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
133.489 kg í tveimur löndun-
um.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Rifsnes SH - RIF: 77.317
kg. 4. febrúar.
2. Tjaldur SH - RIF: 77.179
kg. 6. febrúar.
3. Þórsnes SH - STY: 76.633
kg. 6. febrúar.
4. Sigurborg SH - GRU:
71.331 kg. 3. febrúar.
5. Hringur SH - GRU:
67.358 kg. 4. febrúar.
-kgk
Byggðarráð Borgarbyggðar legg-
ur til að gengið verði til samninga
við Þórdísi Sif Sigurðardóttir í starf
sveitarstjóra Borgarbyggðar. Verð-
ur tillagan lögð fyrir sveitarstjórn
á fundi á morgun, fimmtudaginn
13. febrúar. Þórdís Sif er fædd og
uppalin í Borgarnesi. Hún flutti til
Reykjavíkur til að fara í framhalds-
skóla en kom svo aftur í Borgar-
byggð til að hefja nám við Háskól-
ann á Bifröst árið 2001. Hún lauk
þar BS gráðu í viðskiptalögfræði
árið 2004 og fór þá að starfa sem
fyrirtækjalögfræðingur. Hún fór í
Háskóla Reykjavíkur og lauk þar
ML gráðu í lögfræði árið 2012 og
tók þá við um tíma sem sviðsstjóri
lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst.
Árið 2013 flutti hún til Ísafjarð-
ar þar sem hún gerðist bæjarritari.
Hún hefur verið starfandi bæjar-
stjóri Ísafjarðarbæjar frá því í síð-
asta mánuði.
Borgarbyggð
spennandi samfélag
„Það hefur alltaf blundað í mér
að flytja aftur heim. Mig langar
að komast á æskuslóðirnar aftur
og takast á við krefjandi verkefni,“
segir Þórdís í samtali við Skessu-
horn. Aðspurð segist hún spennt
fyrir nýja starfinu enda sé Borg-
arbyggð spennandi sveitarfélag.
„Borgarbyggð er sveitarfélag sem
hefur mörg tækifæri og það verð-
ur gaman að taka þátt í að láta þau
tækifæri verða að veruleika,“ segir
Þórdís. Þá segir Þórdís Sif reynslu
sína og þekkingu af bæjarstjórnar-
málum á Ísafirði án efa hjálpa henni
í nýja starfinu.
Margir möguleikar
En hver verða fyrstu verkefni Þórdís-
ar í Borgarbyggð? „Fyrstu dagarnir
fara í að kynnast sveitarfélaginu bet-
ur; starfsfólki, sveitarstjórnarfólki og
stofnunum. Ég mun koma mér inn í
verkefni eins og Brúin til framtíðar,
markaðsstefnumótun og skipulags-
mál,“ segir Þórdís og bætir því við
að mestu máli skiptir að sveitarstjóri
byrji á að eiga gott samtal við sveit-
arstjórnarfólk, starfsmenn sveitar-
félagsins og aðra íbúa. „Svo eru alltaf
áskoranir hjá öllum sveitarfélögum
sem þarf að takast á við eins og að
auka íbúðarhúsnæði og laða til sín
fleira fólk. Að þessu verkefni koma
allir íbúar, með því að búa saman til
gott samfélag, með iðandi mannlífi
og menningu, verður Borgarbyggð
enn eftirsóknarverðari staður til að
búa í og starfa. Það er svo margt gott
við Borgarbyggð svo möguleikarn-
ir eru margir, nýtum þá. Ég hlakka
til að takast á við þetta verkefni með
ykkur,“ segir Þórdís Sif að endingu.
arg
Á fundi í stjórn Samtaka sveitar-
félaga á Vesturlandi síðastliðinn
miðvikudag var rætt um opinber
störf á Vesturlandi með hliðsjón af
niðurstöðum úr hagvísi sem Víf-
ill Karlsson hagfræðingur SSV tók
saman. Jafnframt var rætt um til-
lögu sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra um fjölgun opinberra
starfa á landsbyggðinni. Í tillögu
ráðherra eru Vestfirðir, Norður-
land og Austurland skilgreind sem
landsbyggð en ekki Vesturland og
Suðurland. Undir þessum lið voru
samþykktar eftirfarandi bókanir:
„Í nýjum hagvísi SSV um opin-
ber störf kemur fram að þau eru
hlutfallslega hvergi færri en á
Vesturlandi. Það skiptir mikil
máli að opinber þjónusta ríkisins
sé með þeim hætti að hægt sé að
veita íbúum allra landshluta góða
þjónustu og opinberar stofnanir
og fyrirtæki í opinberri eigu hafi
þann mannauð sem til þarf. Jafn-
framt er afar mikilvægt að rík-
ið dreifi starfsemi sinni um land-
ið og treysti með þeim hætti at-
vinnulíf um allt land. Með því
móti er stuðlað að fjölbreyttara
atvinnulífi sem og atvinnumögu-
leikum kvenna og ungs og mennt-
aðs fólks. Stjórn SSV leggur á það
þunga áherslu að nú þegar móti
stjórnvöld skýra stefnu um stað-
setningu opinberra starfa á lands-
byggðinni og þar verði sérstaklega
horft til svæða þar sem opinberum
störfum hefur fækkað undanfarin
ár og þau eru hlutfallslega færri en
í öðrum landshlutum.“
Stjórn SSV samþykkti að óska
eftir fundi með Katrínu Jakobs-
dóttur forsætisráðherra til að ræða
staðsetningu opinberra starfa á
Vesturlandi.
Er landhlutinn
ekki lengur til?
Varðandi tillögu sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra um flutning
opinberra starfa á landsbyggðina
bókaði stjórn SSV eftirfarandi:
„Stjórn SSV fagnar frumkvæði
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra um fjölgun starfa á lands-
byggðinni frá 2020 fram til 2025
og að hann og forstöðumenn þeirra
stofnana sem um er fjallað hafi sett
sér mælanleg markmið um fjölgun
starfa. Það vekur hins vegar furðu
að Vesturlands sé hvergi getið í
skýrslunni, það er engu líkara en
landshlutinn sé ekki lengur hluti af
landsbyggðinni og þar sé ekki þörf
á fjölgun opinberra starfa. Í nýj-
um Hagvísi SSV um opinber störf
kemur skýrt fram að þau eru hlut-
fallslega hvergi færri en á Vestur-
landi. Jafnframt vekur það furðu
að ekki skuli stefnt að því að efla
samstarf Matís við Landbúnað-
arháskóla Íslands, einungis tiltekið
að efla samstarf við Háskólann á
Akureyri og háskólasetur Háskóla
Íslands á landsbyggðinni.“
Stjórn samþykkti að kalla eft-
ir skýringum á þessu frá sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra.
mm
Þórdís Sif Sigurðardóttir.
Lagt til að Þórdís verði næsti
sveitarstjóri Borgarbyggðar
Telja nauðsynlegt að ríkið dreifi
störfum sem víðast um landið
Á þessu grafi má sjá starfaskiptinu ríkisins eftir landhlutum. Þrátt fyrir að á Vesturlandi búi 4,62% íbúa landsins eru ríkisstörf
þar einungis 3% af heildinni. Heimild: Hagvísir SSV.