Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2020, Side 10

Skessuhorn - 12.02.2020, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 202010 Starfshópur hefur skilað til mennta- málaráðherra tillögum um mark- mið, hlutverk, framkvæmd og fyr- irkomulag samræmdra könnunar- prófa í grunnskólum. Í tillögun- um felst umtalsverð stefnubreyting frá núverandi fyrirkomulagi sam- ræmdra prófa í grunnskólum. Lagt er til að í stað þeirra verði þróuð ný matstæki í ýmsum námsgreinum með áherslu á fjölbreytt, stutt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni. Í niðurstöðu hópsins er lagt til að nýja fyrirkomulagið verði kall- að matsferill. Áhersla verði lögð á leiðbeinandi námsmat sem komi til móts við fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám og leið- sagnarmat. Skólar og nemendur hafi valfrelsi um að nýta sér prófin með þeirri undantekningu að skól- um beri að leggja fyrir ákveðin próf í íslensku og stærðfræði. Gefa eigi kost á sveigjanlegri fyrirlögn prófa í matsferlinum. Þá leggur starfshópurinn til að skilgreindur verði námsmatsrammi sem veiti ítarlegar upplýsingar um markmið og hlutverk alls skipulagðs námsmats á mismunandi skólastig- um. Með slíkum ramma deili allir sömu sýn á tilgang námsmats og tímasetningar þess, birtingu niður- staðna og í hvaða röð ólíkir náms- þættir væru kannaðir. Góð reynsla er af notkun slíkra námsmatsramma í nágrannalöndunum. „Ég fagna tillögum hópsins og tel jákvætt að þar er samhljóm að finna með áherslum í annarri um- bótavinnu á vettvangi ráðuneytis- ins, til dæmis varðandi mikilvægi starfsþróunar kennara. Samræmt námsmat er mikilvægt verkfæri til þess að efla menntakerfið – til að hvetja nemendur og gefa þeim til- finningu fyrir því hvar þeir standa, fyrir kennara til þess að mæla ár- angur af sínum aðferðum og áherslum og fyrir skólastjórnend- ur og menntayfirvöld til þess að fylgjast með þróun mála. Við verð- um hins vegar að tryggja að mat sé gagnlegt öllum, um það ríki sátt og skilningur og að áherslur þess séu í samhengi við áherslur aðalnáms- skrár. Við viljum stuðla að skýrri og skjótri endurgjöf fyrir nemendur og kennara, tillögur hópsins geta stutt það markmið okkar,“ segir Lilja Al- freðsdóttir, mennta- og menning- armálaráðherra. mm Hafin er söfnun meðal einstak- linga, fyrirtækja og stofnana í Borgarbyggð fyrir lyftu til að setja í ferðaþjónustubíl fatlaðra í sveit- arfélaginu. Snjólaug Soffía Óskars- dóttir hefur undanfarin tvö ár leyst af við akstur á bílnum og segir hún í samtali við Skessuhorn að brýn þörf sé fyrir að koma lyftu í bíl- inn til að auðvelda aðgengi fatlaðra og aldraðra sem ferðast með hon- um jafnt að sumri sem vetri. Lyfta af þessu tagi kostar um 850 þúsund krónur með ísetningu. Soffía hefur nú hrundið af stað söfnun og fengið Kvenfélag Borgarness sem bakhjarl söfnunarinnar, en kvenfélagið legg- ur m.a. til söfnunarreikningsnúmer sem hægt er að leggja inn á. „Ég hef leyst af á þjónustubíl fyrir fatlaða undanfarin tvö ár og hef svo sannarlega fundið mikla þörf fyrir því að lyfta sé í þessum bíl til að auðvelda öllum sem bæði nota þjónustuna og veita hana. Ég hef ekið bílnum bæði að sumri sem vetri og finn vel þörfina fyrir að bíl- linn sé búinn lyftu. Til dæmis getur snjóað inn í rampinn á bílnum og verður hann þá sleipur og þar af leiðandi hættulegur. Auk þess felst mikið öryggi í að hafa lyftu, bæði fyrir farþega og bílstjóra. Þjónus- tubíllinn er frekar hár og því getur verið erfitt að komast upp í hann með góðu móti og tekið á í sumum aðstæðum. Lyfta myndi sannarlega létta öllum lífið,“ segir Soffía. Reikningur verkefnisins er: 0326- 26-3121 kt. 700169-4809 (Kvenfé- lag Borgarness) mm Hefðbundin þingstörf liggja niðri þessa vikuna enda kjördæmavika. Þingmenn flestra flokka eru því á faraldsfæti, heimsækja fyrirtæki, halda fundi, ræða við kjósendur og taka púlsinn á þjóðlífinu. Skessu- horn heyrði í morgun hljóðið í nokkrum þeirra síðastliðinn mánu- dagsmorgun. Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, var staddur á fundi í Háskólanum á Akureyri þegar Skessuhorn heyrði í honum hljóðið. „Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins ákváðu að þessu sinni að fara saman í hringferð um landið. Við landsbyggðarþingmenn teljum nauðsynlegt að allur hópur- inn skilji og skynji vel þær aðstæð- ur sem við erum að berjast fyrir rétt eins og við þurfum að vera vel inni í málefnum þéttbýlisins. Það hef- ur verið góð reynsla af þessu fyr- irtkomulagi hjá okkur,“ segir Har- aldur og bætir við að þessu sinni sé lögð áhersla á heimsóknir í lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann segir að ferð hópsins hafi byrjað með fjöl- mennum fundi í Búðardal síðast- liðinn föstudag en þaðan hafi leiðin legið um Strandir og Vestfirði, þá var farið á Sauðárkrók og víðar um norðanvert landið. Hann segir að þetta fyrirkomulag leiði þó til þess að ekki næst að heimsækja öll hér- uð á einni viku jafnvel þótt skipu- lagið sé gott, en hann segir að hóp- urinn sé stöðugt á ferðinni frá sjö á morgnana og fram á nótt. „Við stefnum á að heimsækja Akranes, Borgarfjörð og Snæfellsnes á næst- unni, en það verður þó ekki í þess- ari viku,“ bætir Haraldur við. Framsóknarfólk var sömuleiðis á faraldsfæti, en fyrsti fundur á þeirra vegum var heimsókn Lilju D Al- freðsdóttur menntamálaráðherra á Akranes síðastliðinn laugardag. Að sögn Helga Hauks Hauksson- ar framkvæmdastjóra flokksins er þétt dagskrá og fundir þingmann- anna Ásmundar Einars Daðasonar og Höllu Signýjar Kristjánsdóttur verða víða um kjördæmið. Stærsti fundur á vegum flokksins var í Borgarnesi í gærkvöldi, þar sem samgöngumál voru til umræðu. Guðjón Brjánsson þingmað- ur Samfylkingar hefur sömuleið- is verið á faraldsfæti. „Við erum á ferðinni hér í Húnavatnssýslum í dag. Er nú á akstri á leiðinni til Skagastrandar í musku og slæmu skyggni. Heimsækjum svo Blöndu- ós og fleiri staði. Við ætlum í þess- ari ferð okkar að leggja áherslu á heimsóknir til ferðaþjónustunn- ar, sprotafyrirtækja og almennt til þeirra sem eru á kafi í nýsköpun, til dæmis nýja gagnaverið á Blöndu- ósi. Á þriðjudag er svo farið víða um Snæfellsnes,“ sagði Guðjón þegar rætt var hann á mánudginn. Hann bætti við að á föstudag sé m.a. fyrirhugað að vera á ferðinni í Borgarbyggð. Lilja Rafney Magnúsdóttir þing- maður VG í kjördæminu var veð- urteppt heima hjá sér á Suðureyri þegar hringt var í hana á mánu- dagsmorgun. „Hér er í augnablik- inu ófært bæði landleiðina og með flugi. Engu að síður er hópur þing- manna flokksins á ferðinni í kjör- dæminu, en við skipulögðum bæði ferð vesturfara og austurfara þessa vikuna,“ sagði Lilja Rafney. Kol- beinn Óttarsson Proppé þingmað- ur VG var í Geirabakaríi í Borgar- nesi þegar slegið var á þráðinn til hans laust fyrir hádegi á mánudag- inn. „Við vorum á Grundartanga í morgun og erum á leið vestur á Snæfellsnes. Endum svo í Dölum í kvöld þar sem gist verður. Svo er áframhaldandi dagskrá á næstu dögum hér í kjördæminu og stefn- an svo sett á Norðurlandið þeg- ar líður á vikuna,“ sagði Kolbeinn sem var hluti af vesturfarahóps VG fólks. mm Leggja til nýja matstækni í stað samræmdra prófa Safnað fyrir lyftu í ferða- þjónustubíl í Borgarbyggð Lyfta af því tagi sem nú er hafin söfnun fyrir. Þingmenn VG ásamt Lísu Kristjáns, Hreindísi Ylfu og Leifi Gunnarssyni í Geirabak­ aríi í Borgarnesi í hádeginu á mánudaginn. Ljósm. Bjarki Hjörleifsson. Þingmenn á faraldsfæti í kjördæmaviku Haraldur Benediktsson 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis hefur ásamt fleirum verið á faraldsfæti undanfarna daga. Hér er hann staddur í verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki og ræðir við hinn aldna kaupmann Bjarna Har. Ljósm. Njáll Trausti Friðbertsson. Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra tók daginn snemma á laugardaginn. Árla morguns var hún í Reykholti og skrifaði undir rannsóknarsamning í Snorra­ stofu og klukkan 10:30 var hún mætt að Garðavöllum á Akranesi þar sem boðað hafði verið til fundar. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.