Skessuhorn


Skessuhorn - 12.02.2020, Qupperneq 22

Skessuhorn - 12.02.2020, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 202022 Gamamyndin „Hvernig á að vera klassa drusla“ eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur verður frumsýnd 3. apríl í Smárabíói í Kópavogi. Þetta er fyrsta kvikmynd Ólafar í fullri lengd en áður hefur hún gert skemmtilegar stuttmyndir. Kvik- myndin er tekin upp í Hvalfjarð- arsveit og á Akranesi og fjallar um tvær vinkonur sem ákveða að fara að vinna á sveitabæ yfir sumarið. Önnur vinkonan er þrælvön sveita- stelpa en hin er algjört borgarbarn sem varla hefur farið út fyrir höfuð- borgina. Borgarbarnið veit lítið um sveitastörfin og þegar hún hefur fengið nóg af því að vera aðhláturs- efnið í sveitinni biður hún vinkon- una um að kenna sér að vera frakk- ari og láta álit annarra ekki hafa áhrif á sig. Það hefur í för með sér spaugilegar afleiðingar. Langt ferli að skrifa „Hugmyndin kviknaði árið 2015 og eiginlega bara út frá sjálfri mér. Oft vill maður vera á ákveðin hátt en endar svo á að vera allt öðru- vísi. Maður ímyndar sér kannski að maður sé töffari en er kannski bara rosalega vandræðalegur í rauninni. Þannig var hugmyndin að þessum persónum,“ útskýrir Ólöf Birna sem byrjaði um leið að skrifa niður hug- myndir og atriði fyrir kvikmynd- ina. „Sumt í myndinni er byggt á því sem ég veit að hefur gerst en annað er bara algjör skáldskapur,“ segir hún. En hvernig er ferlið við að skrifa svona kvikmynd? „Þetta er frekar langt ferli. Fyrst skrifaði ég svona fyrstu hugmyndina og hvíldi svo verkið í nokkra mánuði og las það svo aftur yfir og gerði breyting- ar. Svona var ferlið í raun þar til ég var alveg sátt og taldi mig geta gert bíómynd úr því,“ svarar Ólöf Birna í samtali við blaðamann. Nafn myndarinnar Aðspurð segir Ólöf Birna nafn myndarinnar tengjast henni sjálfri frekar persónulega. „Þetta orð „drusla“ var oft notað um mig þegar ég var krakki, þá í þeirri merkingu að ég var oft drusluleg. Ég var kannski nýkomin úr fjós- inu á leið í jólaboð og það fannst smá fjósalykt af mér og þá var ég kölluð lítil drusla af frændfólki. Svo er þetta orð oft notað á nei- kvæðan hátt um konur. Þessi tit- ill gefur þessum neikvæðu merk- ingum eiginlega bara puttann,“ segir Ólöf Birna og hlær. „Mér finnst líka smá yfirlýsing í því að setja orðið „klassa“ fyrir framan, þá verður þetta bara jákvætt og töff, að vera klassa drusla,“ út- skýrir hún. Stækkandi kvikmyndasamfélag Ólöf Birna ólst upp á Vestfjörðum en flutti ásamt Orra, manninum sínum, á Akranes árið 2017. „Við bjuggum í bænum á meðan ég var að klára nám í Kvikmyndaskólan- um en ég var á handrits- og leik- stjórnarbraut,“ segir Ólöf Birna. Eftir námið voru þau að leita að íbúð og ákváðu að skoða húsnæði á Akranesi. „Það er mikið ódýrara að búa hér og svo þegar maður kemur hingað hættir maður alveg að sækja í bæinn. Það er allt hér sem maður þarf og samfélagið hér er mjög gott. Ég á líka marga vini hér úr kvikmyndagerðinni en það er stækkandi kvikmyndasamfélag á Skaganum,“ segir Ólöf Birna. En hver eru fyrstu skrefin að gerð kvikmyndar eftir að handritið er klárt? „Ég var heppin að ég fór að vinna við að keyra fyrir Íslands- póst á bæina í Hvalfjarðarsveit og nýtti tækifærið til að horfa eft- ir góðum tökustöðum í leiðinni,“ segir Ólöf Birna og brosir. „Svo bara fór ég að hafa samband við fólk og fékk með mér rosalega góðan hóp fólks. Þeir sem koma að myndini eru margir að taka sín fyrstu skref í kvikmyndagerð eins og ég.“ Þakklát „Ég sá alla myndina mjög mynd- rænt í hausnum á mér áður en við byrjuðum tökur. Svo það var mik- il áskorun að framkvæma þetta eins og ég sá fyrir mér. En allir þeir sem komu að þessu voru frá- bærir og myndin kom í raun mik- ið betur út en ég hafði séð fyrir mér,“ segir hún og bætir því við að hún sé þakklát hversu vel var tekið á móti kvikmyndahópnum í sveitinni. „Fólkið hér í sveit- inni á þakkir skildar, en alls stað- ar var tekið rosalega vel á móti okkur. Það voru engin vandamál og allir svo spenntir og tilbúnir að taka þátt og aðstoða. Það var eiginlega alveg sama hvað maður bað um, það voru allir tilbúnir að taka hjálpa. Eitt skipti vorum við að leita að heyvagni fyrir tökur og þá var bara spurt; „hvaða lit vil- ið þið“. Það var bara öllu redd- að og ég er ótrúlega þakklát öll- um sem komu að þessari mynd og lögðu okkur lið,“ segir Ólöf Birna að endingu. arg / Ljósm. arg og aðsendar. Ólöf Birna fékk með sér góðan hóp fólks til að vinna að gerð myndarinnar. Myndin „Hvernig á að vera klassa drusla“ frumsýnd í byrjun apríl Fyrsta kvikmynd í fullri lengd eftir Ólöfu Birnu er væntanleg í kvikmyndahús í apríl. Ljósm. arg. Við tökur á myndinni „Hvernig á að vera klassa drusla“. Í bíómyndinni eru bæði vanir leikarar og þeir sem eru að taka sín fyrstu skref. Mynd Ólafar Birnu er tekin upp í Hvalfjarðarsveit og á Akranesi. Ólöf Birna skrifaði handrit myndar­ innar og sá um leikstjórn. Myndin fjallar um vinkonur sem fara að vinna í sveit.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.