Skessuhorn - 12.02.2020, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 2020 23
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
0
Breyting á Aðalskipulagi
Hvalfjarðarsveitar
2008-2020
Eyri Svínadal
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 12. desember
2019 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi
Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 samkvæmt 2. mgr. 36. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Í aðalskipulaginu er ekki gert ráð fyrir frekari uppbyggingu
á frístundarsvæðum en orðið er. Unnin hafa verið drög að
flokkun landbúnaðarlands þar sem land er flokkað í fjóra flokka.
Land sem breytingin tekur til er í flokki II sem telst vera gott
ræktunarland og styður nýtingu góðs landbúnaðarlands.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir
sem óska nánari upplýsinga geta haft samband við skipulags- og
umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, skipulag@hvalfjardarsveit.is
Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
0
Breyting á aðalskipulagi
Hvalfjarðarsveitar
2008-2020
Jarðstrengslagnir Vatnshamarslínu 2, Akraneslínu 2
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 12. mars
2019 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi
Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 samkvæmt 2. mgr. 36. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að Vatnshamarslínu 2 er breytt úr loftlínu í
jarðstreng á milli mastra 4 og 24.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til
staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta
haft samband við skipulags- og umhverfisfulltrúa
Hvalfjarðarsveitar, skipulag@hvalfjardarsveit.is
Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar
Krabbameinsfélag Borgarfjarð-
ar var stofnað 14. febrúar 1970 og
eru því á föstudaginn liðin 50 ár
frá stofnun félagsins. Fyrstu stjórn
félagsins skipuðu þau Aðalsteinn
Pétursson læknir á Kleppjárns-
reykjum, Valgarð Björnsson læknir
í Borgarnesi, Sigríður Guðmunds-
dóttir frá Einarsnesi, Kristín Pét-
ursdóttir frá Skeljabrekku og Hún-
bogi Þorsteinsson sveitarstjóri. Á
þeim 50 árum sem félagið hefur
verið starfrækt hefur markmiðið
verið að styrkja og styðja við bakið
á þeim sem þurfa á lyfjameðferð að
halda vegna krabbameins. „Lífslík-
ur þeirra sem greinast með krabba-
mein á lífsleiðinni hafa meira en
tvöfaldast og efla þarf því stuðn-
ing við meðferð og úrræði fyrir þá
sem lifa með afleiðingum krabba-
meinsmeðferðar. Nýtt kjörorð fyrir
krabbameinsfélagið er einnig Nýjar
áskoranir - nýjar leiðir,“ segir Anna
Dröfn Sigurjónsdóttir, formaður
Krabbameinsfélags Borgarfjarðar,
í samtali við Skessuhorn. „Hafa má
í huga að einn af hverjum þremur
greinist með krabbamein einhvern-
tímann á lífsleiðinni. Helstu fjár-
öflunarleiðir Krabbameinsfélagsins
eru félagsgjöldin og sala minning-
arkorta.“
Nýtt merki Krabba-
meinsfélagsins
Nú hefur nýtt merki, eða lógó,
Krabbameinsfélagsins litið dags-
ins ljós en það á að endurspegla þá
fjölbreyttu starfsemi sem félagið og
aðildarfélög þess standa fyrir í dag.
„Nýja merkið stendur fyrir hlutverk
félagsins; stuðning, rannsóknir, for-
varnir og málsvarahlutverk. Merkið
táknar jafnframt samstöðu og sam-
einingarkraft og getur einnig vísað
í landsfjórðungana,“ útskýrir Anna
Dröfn.
Í tilefni afmælisins verður
Krabbameinsfélag Borgarfjarð-
ar með ýmsa viðburði á afmælis-
árinu, m.a. kaffi á sjálfan afmælis-
daginn, föstudaginn 14. febrúar á
milli kl. 16 til 18 í sal Brákarhlíðar.
Þar verður happdrætti, afmæliskaka
og tónlistaratriði í boði. „Sunnu-
daginn 1. mars ætlum við að halda
Karlahlaup Mottumars í Borgar-
nesi í samstarfi við hlaupahópinn
Flandra þar sem öllum sem vilja
býðst að hlaupa fimm km. Hlaup-
ið hentar bæði reyndum hlaupur-
um og þeim sem kjósa að fara hæg-
ar yfir, hvað sem þátttakendur velja
sér. Allur ágóði af hlaupinu rennur
til Krabbameinsfélagsins. Allir þátt-
takendur fá sokkapar með skráningu
ásamt tímatökuflögu,“ segir Anna
Dröfn. Sunnudaginn 19. apríl kem-
ur Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt
fólk sem greinst hefur með krabba-
mein og aðstandendur í Borgarnes
með perluviðburð þar sem perluð
verða armbönd sem nýtast Krafti í
fjáröflun. Þá verða ýmis fræðsluer-
indi haldin á árinu.
Lykkja fyrir lykkju
Krabbameinsfélag Borgarfjarðar,
í samstarfi við Framköllunarþjón-
ustuna og Ístex, hefur einnig farið
af stað með verkefnið Lykkja fyrir
lykkju. Þar gefst fólki kostur á að
sækja band í poka til að prjóna úr
því sokka og skila svo pokanum aft-
ur með leistunum í til Framköllun-
arþjónustunnar. „Þannig er hægt að
styrkja félagið án þess að láta pen-
inga af hendi rakna. Þessir sokk-
ar verða svo settir í pakka sem af-
hentir eru á Landspítalanum þeim
á aldrinum 18-45 ára sem greinast
með krabbamein,“ útskýrir Anna
Dröfn og bætir því við að þessa
skemmtilega verkefni muni standa
yfir allt afmælisárið. „Markmiðið er
að safna að minnsta kosti 50 pör-
um af sokkum og afhenda Krafti í
lok árs.“
Þá vill Anna Dröfn minna á
að alltaf er opið fyrir nýtt stuðn-
ingsfólk í félagið og þeir sem
vilja leggja félaginu lið eða koma
ábendingum til þess geta haft
samband á netfangið: krabba-
meinsfelagborgarfjardar@gmail.
com.
arg
Krabbameinsfélag Borgarfjarðar 50 ára
Nýtt merki Krabbameinsfélagsins.
Ný stjórn Krabbameinsfélags Borgarfjarðar var kosin í lok síðasta árs. Hana skipa
f.v: Guðríður Ringsted ritari, Hafdís Brynja Guðmundsdóttir meðstjórnandi, Anna
Dröfn Sigurjónsdóttir formaður, Jómundur Hjörleifsson meðstjórnandi og Guðrún
Helga Andrésdóttir gjaldkeri.
Fyrsta stjórn Krabbameinsfélags Borgarfjarðar var skipuð Valgarði Björnssyni
lækni í Borgarnesi, Sigríði Guðmundsdóttur frá Einarsnesi, Aðalsteini Péturssyni
lækni á Kleppjárnsreykjum, Kristínu Pétursdóttur frá Skeljabrekku og Húnboga
Þorsteinssyni sveitarstjóra. Ljósm. af Tímarit.is
Sokkar sem prónaðir voru fyrir verkefnið Lykkja fyrir lykkju.
Ljósm. Anna Dröfn Sigurjónsdóttir.
Anna Dröfn og tvær vinkonur hennar fengu sér allar húðflúr af bleiku slaufunni.
Ljósm. Anna Dröfn Sigurjónsdóttir.