Skessuhorn - 12.02.2020, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 202024
Í síðustu viku fór fram í Bjarnalaug
á Akranesi árlegt innanfélagsmót
Sundfélags Akraness sem nefn-
ist Bárumótið. Á því keppa krakk-
ar á aldrinum 8-12 ára en á eftir er
öllum boðið til pizzuveislu. Allir
keppendur fá verðlaunapening fyr-
ir þátttökuna og stigahæsta stelpan
og strákurinn fá farandabikara sem
gefnir eru til minningar um Báru
Daníelsdóttur. „Mótið gekk mjög
vel og mátti sjá miklar framfarir hjá
38 efnilegum sundmönnum sem
tóku þátt,“ segir í tilkynningu frá
félaginu.
Bárumeistarar 2020 eru þau
Adam Agnarsson og Alexandra Ósk
Hermóðsdóttir. mm/ Ljósm. SA.
Konur í Kvenfélagi Ólafsvíkur tóku
daginn snemma 10. febrúar síðast-
liðinn til að baka sólarpönnukök-
ur. Hófust þær handa við bakstur-
inn klukkan 04:30 að morgni svo
að þær yrðu búnar í tæka tíð með
rúmlega 2200 pönnukökur sem
pantaðar höfðu verið með morgun-
kaffinu. Sólin heiðraði þó ekki bæj-
arbúa í Ólafsvík þennan mánudag
með nærveru sinni en einhverjir
dagar eru síðan hún fór að kíkja aft-
ur yfir fjöllin eftir sitt árlega vetr-
arfrí. Gekk baksturinn mjög vel
hjá þessum kátu kvenfélagskonum
sem voru búnar að baka og afgreiða
skammtinn ásamt því að ganga frá í
eldhúsinu klukkan 10:30. Tók það
um fjórar klukkustundir að baka
pönnukökurnar. Sólarpönnuköku-
baksturinn er ein stærsta fjáröfl-
un kvenfélagsins og vildu þær fá að
koma á framfæri kæru þakklæti fyr-
ir góðar viðtökur á hverju ári. þa
Sonja Lind Estrajher Eyglóardótt-
ir útskrifaðist með BA gráðu í lög-
fræði frá Háskólanum í Reykjavík
laugardaginn 1. febrúar og hlaut
hún viðurkenningu fyrir hæstu
lokaeinkunn. Sonja er búsett í
Borgarnesi ásamt manninum sín-
um, Pavle Estrajher, og börnun-
um þeirra þremur, sem eru sjö ára,
fimm ára og eins og hálfs árs. Hún
hefur síðustu ár ekið á milli Borg-
arness og Reykjavíkur til að fara í
skólann og þess á milli sinnt móð-
urhlutverkinu auk þess sem hún
hefur undanfarið unnið í verslun-
inni FOK í Borgarnesi. Þar að auki
fæddist Kristín, yngsta dóttir þeirra
hjóna, þegar Sonja var hálfnuð
með námið. „Ég lenti í raun á milli
kerfa og átti ekki rétt á fæðingaror-
lofi né auknu svigrúmi hjá LÍN svo
ég neyddist bara til að halda mínu
striki í náminu. Ég þakka fyrir að
Kristín fæddist í júní, þegar ég var
nýkomin í sumarfrí. Tveimur og
hálfum mánuði eftir að hún fædd-
ist varð ég svo bara að byrja aftur,“
segir Sonja. Hún þakkar fyrir að
eiga góða að og kom móðir hennar,
Eygló Lind Egilsdóttir, fjölskyld-
unni til aðstoðar með að hugsa um
litlu stelpuna á meðan hún var í
skólanum. „Mamma bjargaði okk-
ur alveg. Ég fór í skólann snemma
á morgnana og kom svo til baka um
hádegi. Þetta var ekki ákjósanlegt
en það var því miður ekkert annað í
boði fyrir okkur,“ segir Sonja.
„Ég setti undir mig
hausinn og hélt áfram“
Spurð hvernig það hafi gengið að
sinna fullu háskólanámi með þrjú
lítil börn, þar af eina nýfædda, seg-
ir Sonja að hún geti allavega ekki
mælt með því við neinn. „Ég bara
setti undir mig hausinn og hélt
áfram og reyndi að hugsa ekki mik-
ið um það. Ég hafði ekkert val,
nema selja húsið mitt kannski,“ seg-
ir Sonja. „Það er sérstakt að svona
sé kerfið hjá okkur. Áður en ég fór
í nám hafði ég verið á vinnumark-
aði í 15 ár en svo missir maður öll
réttindi við að fara í nám, þó maður
hafi borgað af laununum sínum í öll
þessi ár,“ bætir hún við. En hvernig
nær maður að dúxa við þessar að-
stæður? „Að segja að maður hafi
dúxað hljómar eins og maður hafi
fengið endalaust tíu í einkunn, en
það er ekkert verið að gefa marg-
ar níur eða tíur í lögfræðinni. Ég er
enginn ofurheili með tíur í öllu og
kom í raun sjálfri mér á óvart með
þessum árangri og get í raun ekkert
sagt hvernig ég náði þessu,“ svarar
hún og hlær.
Fór strax í mastersnám
Hvað tekur við hjá Sonju eftir út-
skrift? „Ég er byrjuð í masters-
námi,“ svarar hún. „Ég áttaði mig
á að ef ég myndi ekki fara í það
strax myndi ég líklega aldrei gera
það. Ég fór í fjölbraut á Akranesi
á sínum tíma en hætti svo þar og
fór að vinna og þá er bara svo erf-
itt að koma sér aftur í nám, þegar
maður er kominn á vinnumarkað,“
bætir hún við. Þá segist Sonja hafa
komið sjálfri sér á óvart með að
hafa yfir höfuð farið i lögfræðinám
en á framhaldsskólaárunum var
hún mikil listamannatýpa. „Ég fór
reyndar á þeim tíma til námsráð-
gjafa því ég vildi fá áhugasviðsmat
til að hjálpa mér að ákveða hvað ég
vildi læra. Á þeim tíma sá ég lítin
tilgang með því að vera í skóla, lík-
lega vegna þess að ég vissi ekki hvað
ég vildi vera. Námsráðgjafinn sagði
að það væri til tvær týpur af fólki, A
týpa og B týpa, og að ég væri B týpa
og það yrði því aldrei neitt úr mér!
Ég fékk því ekki þetta áhugasviðs-
mat og kannski var það þess vegna
sem ég var svona lengi að átta mig
á því að lögfræðin átti vel við mig,“
segir hún.
arg
Bökuðu 2200
sólarpönnukökur
Keppendur á Bárumótinu.
Adam og Alexandra
eru Bárumótsmeistarar
Adam Agnarsson og Alexandra Ósk
Hermóðsdóttir.
Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir útskrifaðist með hæstu einkunn úr BA námi í lögfræði.
Dúxaði í lögfræði við HR þrátt fyrir að hafa átt barn þegar námið var hálfnað:
Lætur ekki deigan síga og er byrjuð í mastersnámi