Skessuhorn - 12.02.2020, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 2020 25
úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála kvað 23. janúar síð-
astliðinn upp úrskurð í máli sem
snertir breytingar á íbúðarhúsinu
Egilsgötu 6 í Borgarnesi, en hús-
inu var fyrir nokkrum árum breytt
í þrjár stúdíóíbúðir á neðri hæð og
eina íbúð á efri hæð og þar er rekið
gistiheimili. Í úrskurði nefndarinn-
ar segir: „Felld er úr gildi ákvörðun
byggingarfulltrúans í Borgarbyggð
frá 2. apríl 2019 um að samþykkja
umsókn um byggingarleyfi til að
breyta húsnæði á lóð nr. 6 við Eg-
ilsgötu í þrjár stúdíóíbúðir á neðri
hæð og eina íbúð á efri hæð.“
Mál þetta á sér allnokkra forsögu
en það var fyrirtækið Ikan ehf., sem
er til húsa við Egilsgötu 4, sem
krafðist þess að ákvörðun bygging-
arfulltrúa Borgarbyggðar um breyt-
ingar á húsinu við Egilsgötu 6 yrði
felld úr gildi. Tengja steyptar tröpp-
ur húsin saman. Í niðurstöðu nefnd-
arinnar segir: „Er ekki útilokað að
kærandi eigi lögvarinna hagsmuna
að gæta vegna hins kærða bygging-
arleyfis og hefur honum áður verið
játuð kæruaðild á þeim grundvelli
fyrir nefndinni vegna sömu breyt-
inga, svo sem rakið er í málavaxta-
lýsingu.“ Þá segir jafnframt: „Að
framangreindu virtu uppfyllir hið
kærða byggingarleyfi ekki áskilnað
11. gr. mannvirkjalaga um að bygg-
ingarleyfi sé í samræmi við bygg-
ingarreglugerð.“
Framangreint mál úrskurðar-
nefndar um umhverfis- og auð-
lindamál er númer 24/2019. mm
Bændasamtökin, í samstarfi
við Búnaðarsamtök Vestur-
lands, boða til þriggja funda
sem hér segir: Vegamótum
á Snæfellsnesi í dag, mið-
vikudaginn 12. febrúar kl.
13.30, Þverholtum á Mýr-
um (bústjórahúsinu) í kvöld,
miðvikudaginn 12. febrú-
ar kl. 20.30 og í fjárhúsun-
um á Hesti fimmtudaginn 13.
febrúar kl. 13.00.
„Guðrún Tryggvadóttir, for-
maður Bændasamtakanna mætir á
fundina en þeir eru fyrst og
fremst hugsaðir sem óform-
legir spjallfundir þar sem
vonandi sem flestir tjá hug
sinn varðandi landbúnaðinn,
hvort heldur sem er varðandi
vandamál hans eða tækifæri.
Þá má ætla að væntanlega
uppstokkun félagskerfisins
beri á góma,“ segir í tilkynn-
ingu frá BÍ og Búnaðarsam-
tökum Vesturlands. mm
Lengi vel voru pandabirnir í út-
rýmingarhættu en þökk sé alþjóð-
legu verndunarátaki á síðustu ára-
tugum hefur þessum dýrum fjölg-
að. Árið 2016 var ástand panda-
birnastofnsins endurmetinn á
Rauða lista IUCN og stofninn
var færður upp frá „í útrýminga-
hættu“ yfir í „viðkvæmur.“ Heim-
urinn virðist elska pöndur og marg-
ir fylgjast vel með gleðifréttum eins
og þeim sem komu frá hollenskum
dýragarði nýlega þegar myndir
náðust af tveimur pöndum í sínum
fyrstu ástaratlotum saman. Í tvö ár
hafði hópur líffræðinga, dýragarða-
starfsfólks og kínverskir pönduráð-
gjafar unnið saman að því að kynna
pöndurnar Wu Wen og Xing Ya
fyrir hvor annarri. Þegar stund-
in rann upp var spenna í loftinu en
sérfræðingar, almenningur og fjöl-
miðlar fögnuðu kátt þegar allt gekk
loksins vel hjá pöndunum.
Ég tel að það sé margt líkt með
pandabjörnum og Íslendingum.
úti í hinum stóra heimi með 7,5
milljörðum mannfólks má segja að
ef ástand Íslendingastofnsins væri
skilgreint í þessu samhengi séum
við mögulega í útrýmingarhættu.
Ef við teljum saman alla núlif-
andi Íslendinga þá eru við rétt um
0,005% af öllu mannkyni. Það er
ekki mikið og ekki varð það betra
þegar ég skoðaði nýlega samfélags-
miðlana. Þar sá ég fólk deila frétt-
um af nýjustu fæðingartíðnitölum
og skrifa með hástöfum að frjósemi
íslenskra kvenna hefur aldrei verið
minni!
En þetta er auðvitað bara leikur
með skilgreiningar og kannski er
það best fyrir jörðina að við séum
ekki að fjölga okkur of mikið. Samt
sem áður hefur mér stundum liðið
eins og pandabirni þegar útlend-
ingar sem ég þekki kynna mig fyr-
ir öðrum útlendingum, sérstaklega
hérna í Níger. Það kemur fyrir að
þessi samtöl hljómi eins og það sé
verið að kynna sjaldgæft dýr fyr-
ir áhorfendum í sirkus: „Komið
og sjáið eina Íslendinginn í Níger,
afkomandi víkinga frá eldspúandi
eyju rétt hjá Norðurpólnum, það
eru bara þrjúhundruð og eitthvað
þúsund af þeim til í heiminum!“
Oftast brosi ég nú bara, leiðrétti
stundum algengan misskilning um
Ísland og síðan hugsa ég ekki um
þetta meira. Nýlega kom það hins
vegar upp að vinir mínir hérna
fréttu að það væri kominn ann-
ar Íslendingur til Nígers, einhver
sem væri hérna bara í stuttri vinnu-
ferð. Pöndusamlíkingin kom mér
til hugar þegar fjöldi fólks hafði
samband við mig til að segja mér
þessar spennandi fréttir og gantast
með líkurnar á að það séu tveir Ís-
lendingar í Níger! Með ákafa sögðu
þau að þau myndu gera allt sem þau
gætu til að láta okkur hittast. Ég
sagði að þetta væru auðvitað ágætis
fréttir, en ég reyndi kurteisislega að
útskýra fyrir fólki að ég hefði alveg
hitt Íslendinga áður og það væri nú
ekkert brjálæðislega nauðsynlegt
fyrir okkur að hittast, sérstaklega ef
það væri vesen fyrir alla að skipu-
leggja stað og stund. Ég hugsaði
einnig með mér að það væri örugg-
lega margt annað mun áhugaverðra
fyrir þennan landa minn að gera
hér í Níger en að hitta einhver
gaur úr Borgarnesi. En nei, sam-
eiginlegu vinir okkar voru alveg
handvissir um að það yrði að leiða
þessa tvo sjaldgæfu Íslendinga sam-
an. Líkt og fyrir Wu Wen og Xing
Ya var allt skipulagt og svo vorum
við kynntir fyrir hvor öðrum. Best
að taka það fram að blessunarlega
var enginn að ætlast til þess að við
myndum makast.
En að öllu pöndugamni slepptu
þá var alveg frábært að hitta þenn-
an Íslending, þennan Sölva Karls-
son. Við hittumst á Cap Banga eyj-
unni í ánni Níger, settumst niður
með drykk í hönd og spjölluðum
saman. Það tók okkur ekki langan
tíma að finna þessa hefðbundnu ís-
lensku tenginu, eitthvað sem flest-
ir kannast við þegar Íslendingar
hittast í útlandaferðum. Við kom-
umst að því að hann og æskuvin-
ur minn, Heiðar Lind Hansson úr
Borgarnesi og fyrrum blaðamaður
á Skessuhorni, leigðu saman hús-
næði í London fyrir einhverjum
árum. Þetta gladdi útlensku vinina
hérna alveg gríðarlega mikið enda
staðfesting á því hvað Ísland sé lítið
og krúttlegt, og að þar þekkja auð-
vitað allir alla.
Það var að sjálfsögðu gaman að
vita að hann þekkti blessaða Heið-
ar, en áhugaverðast af öllu var þó að
heyra frá Sölva hvað hann væri að
gera hérna úti í Níger. Hann vinn-
ur fyrir alþjóðlegu samtökin Search
for Common Ground sem eru með
verkefni á átakasvæðum út um allan
heim, og meðal annars í Diffa hér-
aðinu hérna í Níger. Hann var að
heimsækja það svæði fyrir samtökin
sín, þau eru þar með verkefni sem
felst í því að búa til tækifæri fyrir
ungt fólk til að taka þátt í friðar-
uppbyggingu. Við heima á Íslandi
höfum kannski heyrt af þessu Diffa
svæði í fréttunum, þetta er eitt af
þeim svæðum þar sem hryðjuverka-
samtökin Boko Haram hafa komið
sér fyrir og herja nú á íbúa héraðs-
ins og nágrennis. Sölvi útskýrir fyr-
ir mér vinnuna sína og að hann hafi
lært að flest ungt fólk þarna á svæð-
inu vill alls ekki taka upp vopn eða
ganga til liðs við þessa hryðjuverka-
menn. Unga fólkið vill bara lifa sínu
venjulega lífi og flest þeirra vilja
hafa einhver jákvæð áhrif á samfé-
lagið sitt. Hans vinna er svo einmitt
að hjálpa þessu unga fólki með því
að koma í heimsókn og leiðbeina
teymi fólks við að byggja upp æsku-
lýðsstarf þarna á svæðinu.
Þegar ég spurði Sölva um framtíð
Diffa svæðisins og framtíð Nígers,
þá talaði hann um að auðvitað væru
hér erfiðleikar sem fólk væri að tak-
ast á við, og að sumir af þessum erf-
iðleikum væru mögulega ástæður
þess að samtök eins og Boko Haram
hefðu náð sér á strik hérna í landinu.
En hann sagði líka að hann hefði
fulla trú á því að með tíð og tíma
myndi heimafólki takast að leysa
úr þessum erfiðleikum. Hér væri
mikill vilji til að vinna úr þessum
átökum og finna friðsamlegar leiðir
inn í framtíðina. Það gladdi mig að
heyra hvað hann var jákvæður því
þetta fór saman við mína upplifun
af Níger, bæði landi og þjóð. Mikið
vona ég að þetta æskulýðsverkefni
muni ganga vel.
Þarna á eyjunni í ánni ræddum
við saman á meðan sólin hvarf með
litadýrð í eyðimerkurrykmökkinn
við sjóndeildarhringinn. Þarna voru
tveir menn, af sjaldgæfum stofni og
langt frá heimaslóðum, sammála um
að þeir yrðu að hvetja fólkið heima
á eldspúandi eyjunni rétt hjá Norð-
urpólnum að koma í heimsókn til
Nígers, því þetta væri alveg yndis-
legt land. Geir Konráð Theódórsson.
Sveitarfélagið Snæfellsbær hef-
ur á liðnum árum beitt sér fyr-
ir að varmadæluvæða húsnæði í
eigu sveitarfélagsins, enda jarð-
hita ekki að finna á þessum slóðum.
Eitt þessara húsa er félagsheimil-
ið Klif í Ólafsvík en þar voru fyr-
ir nokkrum árum plægð niður rör
fyrir varmadælu í fjöruna austan við
húsið. Ekki vildi betur til en svo í
vestanátt nýverið, sem fylgdi brim
og stjórsjór, að rörin losnuðu upp.
Flest þeirra hurfu á haf út, en öðr-
um skolaði á land. Í liðinni viku var
tekin sú ákvörðun að plægja hluta af
rörunum niður í vatnið við Hvalsá
og sækja með því móti nýtanlega
orku úr vatninu. Það var B.Vigfús-
son ehf. sem sá um verkið ásamt
starfsmönnum Snæfellsbæjar.
þa
Pstiill - Geir Konráð Theódórsson
Íslenskar pöndur hittast á eyju í Afríku
Íslensku pandabirnirnir í Níger; Geir Konráð og Sölvi.
Plægðu niður ný rör fyrir
varmadæluna í Klifi
Grasrótarfundir Bændasamtakanna
á Vesturlandi
Fella úr gildi byggingarleyfi