Skessuhorn - 12.02.2020, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRúAR 202028
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Á laugardagskvöldið fór fram í Rík-
issjónvarpinu fyrra undanúrslita-
kvöld Söngvakeppni sjónvarps-
stöðvanna. Fimm lög kepptu og
komust tvö þeirra beint áfram í úr-
slitakeppni. Annars vegar var það
Almyrkvi í flutningi hljómsveitar-
innar Dimmu en hins vegar lagið
Klukkan tifar, sem þær Ísold Wil-
berg Antonsdóttir og Helga Ingi-
björg Guðjónsdóttir frá Akranesi
fluttu saman. Eins og þær stöllur
sögðu í viðtali í Skessuhorni í lið-
inni viku, ætla þeir alla leið með lag
sitt, og vissulega eru þær nú skrefi
nær því markmiði. Seinni fimm
lögin verða flutt næsta laugardag,
en þá verða tvö lög til viðbótar
send áfram í úrslitakeppnina sem
fer fram á hlaupársdag, 29. febrúar
næstkomandi.
mm
Dansbyltingin „Milljarður rís“
fer fram í Frystiklefanum í Rifi
föstudaginn 14. febrúar klukkan
12.15-13.00. Þetta er í áttunda sinn
sem viðburðurinn er haldinn hér á
landi þegar fólk á öllum aldri kemur
saman og dansar fyrir heimi þar sem
allir, óháð kyni og kynhneigð, njóta
sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.
„Það er óhugnanleg staðreynd
að ein af hverjum þremur konum
um heim allan verður fyrir kyn-
bundnu ofbeldi einhvern tím-
ann á lífsleiðinni, það er um ein
milljón kvenna! Við mjökumst
þó hægt í rétta átt og það verður
ljósara með hverju árinu sem líð-
ur að ofbeldi í garð kvenna verð-
ur ekki lengur liðið. Í ár verður
kastljósinu beint að stafrænu of-
beldi, sem er sívaxandi vandamál
sem Ísland og önnur lönd hafa
verið sein að grípa til aðgerða
gegn,“ segir í tilkynningu.
Í ár er Milljarður rís haldinn
á eftirfarandi stöðum: Hörpu
í Reykjavík, félagsheimilinu
Herðubreið á Seyðisfirði, Foss-
hótel á Húsavík, á Egilsstöðum,
í félagsheimilinu á Hólmavík, á
Selfossi, í Frystiklefanum í Rifi,
í Vestmannaeyjum og í Hofi á
Akureyri. Tónlistarstjóri við-
burðarins er sem áður DJ Mar-
geir.
mm
Hildur Guðnadóttir tónskáld
braut á mánudagsnóttina blað
í sögu íslenskrar kvikmynda-
gerðar þegar hún varð fyrst Ís-
lendinga til að hljóta hin eftir-
sóttu Óskarsverðlaun. Verðlaun-
in eru lokapunktur á ótrúlegri
vegferð Hildar á liðnum misser-
um, en hún hefur nú auk Óskars-
verðlauna hlotið Emmy, Bafta,
Golden Globe og Grammy fyrir
kvikmyndatónlist sína. Þessi síð-
ustu verðlaun fær hún fyrir tón-
list í myndinni Joker, en auk þess
hefur hún verið verðlaunuð fyr-
ir tónlist í sjónvarpsþáttunum
Chernobyl.
Fjölmargir brugðust við og
sendu Hildi heillaóskir, með-
al annarra forseti Íslands og
menntamálaráðherra. Árangur
hennar hefur hlotið heimsathygli
og ljóst að hróður landsins berst
út með svo glæsilegum árangri
sem raun ber vitni í tilfelli Hild-
ar Guðnadóttur kvikmyndatón-
skálds. mm
Hrönn Eyjólfsdóttir verður fulltrúi
Fjölbrautaskóla Vesturlands í Söng-
keppni framhaldsskólanna 2020.
Nemendafélag skólans stóð fyrir
undankeppni á dögunum þar sem
sex keppendur tóku þátt. Það voru
þau Sigríður Sól Þórarinsdótt-
ir, Garðar Snær Bragason, Fann-
ar Björnsson, Ingibergur Valgarðs-
son, Björgvin Þór Þórarinsson og
Hrönn, sem bar að lokum sigur úr
býtum með flutningi sínum á lag-
inu Maybe. Mun hún því keppa
fyrir hönd FVA í Söngkeppni fram-
haldsskólanna sem haldin verður
á Akureyri laugardaginn 18. apríl
næstkomandi.
kgk
Ísold og Helga.
Almyrkvi og Klukkan
tifar komust áfram
Hrönn Eyjólfsdóttir. Ljósm. FVA.
Hrönn keppir fyrir FVA
Fyrst Íslendinga til að
hljóta Óskarsverðlaun
Dansað gegn ofbeldi á föstudaginn
Svipmynd frá sambærilegum viðburði í Hörpunni í Reykjavík. Ljósm. UN Women.