Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 20202 Á sunnudaginn gengur Góa í garð sem þýðir að þá er konudagur- inn. Við hvetjum alla karlmenn til að gera vel við konurnar í sínu lífi þennan dag og gleðja þær með einhverjum hætti. Á morgun er spáð norðaustanátt 13-20 m/s á norðanverðu landinu og snjókoma. Útlit er fyrir heldur hægari vindi sunnanlands og yfir- leitt úrkomulaust. Hiti nálægt frost- marki. Á föstudag er útlit fyrir norð- austan 8-15 m/s og él, en aust- lægari átt syðst á landinu og snjó- koma eða slydda. Hiti verður áfram í kringum frostmark. Á laugardag er spáð norðlægri átt með lítils- háttar éljum norðanlands og stöku él verða á suðausturlandi. Þurrt og bjart veður í öðrum landshlutum. Kólnandi veður. Á sunnudag verð- ur hæg vestlæg átt og léttskýjað en lítilsháttar él vestanlands. Frost 2-10 stig. Á mánudag má búast við suðlægri átt með éljum eða snjó- komu, en bjartviðri norðaustantil á landinu. Áfram frost um allt land. Í síðustu viku spurðum við lesendur á vef Skessuhorns hvort þeir vissu af hverju 29. janúar héti hlaupárs- dagur. Flestir, eða 64% lesenda vissu rétt svar sem er; „því dagarnir á eft- ir hlaupa yfir einn vikudag.“ 25% töldu þetta nafn vera af því konur hafi mátt hlaupa og biðja um hönd manna. 5% þeirra sem svöruðu töldu þetta vera daginn sem Haribo hlaupið var fyrst sett á markað. 3% héldu að þetta hafi verið dagurinn sem stærsta hlaup 17. aldar varð í Skaftá og 3% svöruðu því að þetta hafi verið almennur útihlaupsdagur í Rangárþingi. Í næstu viku er spurt: Á Landsvirkjun að lækka raf- orkuverð til stóriðju? Á laugardaginn komu Skallagríms- konur með Geysisbikarinn í Borg- arnes eftir 17 stiga sigur á KR í úr- litaleik. Skallagrímskonur eru Vest- lendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Lést eftir fall úr stiga AKRANES: banaslys varð á Akranesi síðastliðinn fimmtu- dag þegar kona á fertugs- aldri féll úr stiga. Að sögn lög- reglu var sambýlismaður henn- ar uppi á þaki þegar konan fór upp í stigann. Hún missti takið á leiðinni niður, féll aftur fyrir sig og lenti á höfðinu. Hún lést á sjúkrahúsi rúmum sólarhring síðar. -kgk Fyrirtækjaþing framundan BORGARBYGGÐ: Atvinnu-, markaðs- og menningarmála- nefnd borgarbyggðar boðar at- vinnurekendur til fyrirtækja- þings í Hjálmakletti, þriðjudag- inn 25. febrúar nk. kl. 08:30 – 11:00. „Yfirskrift þingsins er „Samtal við atvinnulífið“ og er markmið þess að standa að op- inni umræðu um atvinnumál og atvinnuuppbyggingu í borgar- byggð, bera kennsl á sóknar- færi og hvernig hægt sé að há- marka ávinning þeirra,“ segir í tilkynningu. „fundargestum gefst tækifæri til að koma sín- um skoðunum, sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri. borg- arbyggð hvetur atvinnurekend- ur og/eða forsvarsmenn fyrir- tækja í sveitarfélaginu að skrá sig til þátttöku og hafa áhrif. Unnt er að skrá þátttöku með því að senda tölvupóst á amm@ borgarbyggd.is,“ segir í tilkynn- ingu. -mm Ekið á mann á gangbraut AKRANES: ekið var á mann þar sem hann gekk yfir gang- braut við dvalarheimilið Höfða á Akranesi rétt upp úr hádegi á þriðjudag í liðinni viku. Öku- maður stöðvaði för sína til að hleypa manninum yfir gang- brautina. Maðurinn gekk af stað þegar bifreið sem kom úr gagn- stæðri átt var ekið á manninn á litlum hraða, að sögn lögreglu. Maðurinn kenndi sér eymsla í mjöðm og höfði og var flutt- ur á sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar. Þar kom í ljós að hann var brotinn á mjöðm. -kgk Bæjarstjórn í beinni STYKKISH: frá því er greint á heimasíðu Stykkishólmsbæjar að til standi að hefja upptökur og beinar útsendingar frá fund- um bæjarstjórnar á næstunni. bæjarstjórn hefur samþykkt að upptökur og útsendingar funda hefjist að loknum breytingum á Ráðhúslofti en þar stendur til að færa fundaraðstöðu bæj- arstjórnar og auka skrifstofu- rými. „Stefnt er að því að vinna við breytingarnar hefjist í þess- um mánuði, í samræmi við fjár- hags- og fjárfestingaráætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2020 og samþykkt bæjarstjórn- ar á framkvæmdunum. eru því vonir bundnar við að beinar út- sendingar bæjarstjórnarfunda geti hafist í mars- eða aprílmán- uði.“ -mm Veðurhorfur Opnað hefur verið fyrir umferð um esjubraut á Akranesi á malarkafla milli Smiðjuvalla og Þjóðbrautar. Var það gert síðastliðinn miðviku- dag, 12. febrúar. Sem kunnugt er hafa fram- kvæmdir staðið yfir á götunni frá því haustið 2018. Seinni áfan- ga framkvæmdanna, frá gatnamó- tum Smiðjuvalla og Dalbrautar að hringtorginu við Þjóðbraut, átti að ljúka 1. desember síðastliðinn. Verkið hefur hins vegar tafist, meðal annars vegna viðbóta í gref- tri, fyllingu og lagnavinnu, ásamt viðbótarverkum í hitaveitu og yfir- borðsfrágangi. Auk þess tafðist verkið vegna slæmrar tíðar í desem- ber, að því er fram kemur á vef Akraneskaupstaðar. enn á eftir að malbika götuna og sinna lokafrá- gangi, svo sem við umferðareyjur, gangstéttar, umferðarskilti og flei- ra slíkt. Áætlað er að það geti tekið 10 til 15 daga. Hins vegar er veður- spá ekki hagstæð, útlit fyrir frost næstu daga og vikur og ljóst að ekki verður hægt að ráðast í þessa síðustu verkliði strax. Því hefur ver- ið tekin ákvörðun um að opna gö- tuna tímabundið fyrir umferð með malarlaginu sem fyrir er á henni, en sæta lagi og ráðast í lokafrágang götunnar þegar færi gefst. „Reikna má með því að hann gæti farið fram seinnipart aprílmánaðar, þ.e. eft- ir páska,“ segir á vef Akraneskaup- staðar. kgk Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem innleið- ir á ný ákvæði um lágmarksíbúa- fjölda sveitarfélaga, hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagn- ar. Samkvæmt frumvarpinu verður lágmarksíbúafjöldi 250 frá almenn- um sveitarstjórnarkosningum árið 2022 og 1.000 frá almennum sveit- Þórdís Kolbrún R Gylfadótt- ir iðnaðarráðherra tók á föstudag- inn á móti Köku ársins á skrif- stofu sinni í atvinnuvegaráðuneyt- inu. Í Köku ársins 2020 er rjóma- súkkulaði, saltkarmellumús og Nóa tromp. Höfundur kökunnar er Sig- urður Alfreð Ingvarsson, bakari hjá bakaríinu Hjá Jóa fel. Landssam- band bakarameistara efnir árlega til keppni um Köku ársins. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sam- eina þá kosti að vera bragðgóð, fal- leg og líkleg til að falla sem flestum í geð. Keppnin var haldin í sam- starfi við Nóa Siríus og var gerð krafa um að kakan innihéldi Nóa tromp. Kaka ársins er nú til sölu í bakaríum félagsmanna Landssam- bands bakarameistara um allt land og verður til sölu það sem eftir er ársins. mm Skagamenn biðu ekki boðanna heldur nýttu sér strax að búið væri að opna fyrir umferð um Esjubraut. Búið að opna fyrir umferð um Esjubraut Frumvarp um lágmarksíbúafjölda í samráðsgátt arstjórnarkosningum árið 2026. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frest- ur til að skila umsögn er til og með fimmtudagsins 27. febrúar 2020. frumvarpið er það fyrsta sem lagt er fram af hálfu ráðherra sveit- arstjórnarmála til að ná fram mark- miðum nýsamþykktrar þingsálykt- unar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023. „Með þingsálykt- uninni var stigið mikilvægt skref í þá átt að efla sveitarstjórnarstigið hér á landi, auka sjálfbærni sveitar- félaga og bæta enn frekar þjónustu við íbúana. Mikil áhersla er á sjálf- bærni sveitarfélaga og lýðræðislega starfsemi þeirra og að tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Stefnumörkun- in í heild sinni með þeim 11 að- gerðum sem skilgreindar eru skapa heildstæða nálgun á umrædd mark- mið og segja má að með áætluninni sé stigið þýðingarmikið skref í um- bótum á opinberri stjórnsýslu á Ís- landi,“ segir í tilkynningu frá ráðu- neytinu. efni frumvarpsins er í megin- dráttum tvískipt. Annars vegar þau ákvæði sem hafa þann tilgang að mæla fyrir um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, aðlögun að slíku ákvæði og hvernig málsmeðferð skuli háttað þegar ráðherra hefur frumkvæði að sameiningu sveitar- félaga. Hins vegar önnur ákvæði frumvarpsins sem tengjast samein- ingum sveitarfélaga, svo sem ákvæði sem skýrir heimildir sveitarfélaga til að nýta fjarfundarbúnað á fundum sínum. Þá er lagt til að sveitarfélög þurfi að móta stefnu um þjónustu- stig byggða sem eru fjarri stærri byggðakjörnum. Að auki eru lagðar til ýmsar aðrar breytingar sem hafa þann tilgang að draga úr lagahindr- unum þegar kemur að sameiningu sveitarfélaga, sem og að tryggja fjárhagslegan stuðning úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga við sameining- ar. mm Grund í Skorradal. Hreppurinn er eitt þriggja sveitarfélaga á Vesturlandi sem lög- þvinguð verða til sameiningar í síðasta lagi við næstu kosningar til sveitarstjórna. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI, Sigurður Alfreð Ingvarsson bakari, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra, Jóhannes Felixson formaður Landssambands bakarameistara og Auðjón Guðmunds- son framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Nóa Siríus. Iðnaðarráðherra tók á móti Köku ársins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.