Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 20206
Fundur um
kvótamál
ÓLAFSVÍK: Laugardaginn 22.
febrúar klukkan 14 til 16 verð-
ur fundur á veitingastaðnum
Skerinu í Ólafsvík undir yfir-
skriftinni, Gerum Ísland heilt á
ný – kvótann heim. Ögmundur
Jónasson, fyrrum alþingismaður
,stýrir fundinum, en inngangs-
erindi flytur Gunnar Smári eg-
ilsson, blaðamaður. Þetta er
fjórði fundurinn í fundaröð um
þetta málefni og hafa fyrri fund-
ir allir verið vel sóttir, í Reykja-
vík, á Akranesi og í Þorlákshöfn.
fundurinn er öllum opinn og
eru allir velkomnir. -fréttatilk.
Bakkað á mann
STYKKISH: bakkað var á
mann í Stykkishólmi á þriðju-
dagsmorgun í liðinni viku. At-
vikið átti sér stað á bílastæðinu
fyrir utan bónus um tíuleytið.
Maðurinn gekk aftur fyrir bíl
sem verið var að bakka á bíla-
stæðinu. Ökumaður bílsins sá
manninn ekki og bakkaði yfir
hægri fót hans. Maðurinn slapp
með minniháttar meiðsli, en
kenndi sér eymsla í fæti eftir at-
vikið og fall í jörðina. -kgk
Lífleg viðskipti
í janúar
VESTURLAND: Á Vestur-
landi var 53 samningum um
húsnæði þinglýst í janúarmán-
uði. Þar af voru 23 samningar
um eignir í fjölbýli, 19 samn-
ingar um eignir í sérbýli og ell-
efu samningar um annars konar
eignir. Heildarveltan var 2.062
milljónir króna og meðalupp-
hæð á samning 38,9 milljón-
ir króna. Af þessum 53 voru 18
samningar um eignir á Akra-
nesi. Þar af voru ellefu samn-
ingar um eignir í fjölbýli, sex
samningar um eignir í sérbýli
og einn samningur um annars
konar eign. Heildarveltan var
1.236 milljónir króna og með-
alupphæð á samning 68,7 millj-
ónir króna. Það er Þjóðskrá Ís-
lands sem tekur þessa tölfræði
saman. -mm
Undir áhrifum í
brjáluðu veðri
HVALFJ.SV: Lögregla var
kölluð að umferðaróhappi
undir Akrafjalli í hádeginu á
föstudaginn. Ökumaður hafði
þar misst bíl sinn út af veg-
inum. eftir að lögregla kom
á vettvang vaknaði grunur
um að ástand ökumanns væri
ekki í lagi. er hann grunaður
um ölvun við akstur og akstur
undir áhrifum ávana- og fíkni-
efna. -kgk
Umferðarmál
áberandi
VESTURLAND: Umferð-
armál voru áberandi hjá Lög-
reglunni á Vesturlandi und-
anfarna viku. fjarlægð voru
skráningarnúmer af allnokkr-
um bifreiðum, sem ekki höfðu
verið færðar til aðalskoðunar.
Þeirra á meðal klippti lögregla
númer af bíl sem hafði ekki
verið skoðaður síðan 2017 og
öðrum sem var síðast skoðað-
ur 2018. Á miðvikudag voru
nokkrir ökumenn í borgarnesi
kærðir fyrir að aka með hélað-
ar rúður. fengu þeir hver um
sig 20 þúsund króna sekt fyr-
ir að skafa ekki bílrúðurnar. Á
sunnudag voru nokkrir stöðv-
aðir í borgarnesi við hefð-
bundið eftirlit sem mældust
með áfengi í útöndun, en þó
undir refsimörkum. Var þeim
gert að hætta akstri. Lögregla
sektaði allnokkra ökumenn
fyrir að vera ljóslausir að aftan
í vikunni og þá var einn tekinn
með blá númersljós, en slíkt
er óheimilt. Þá voru ökumenn
á eineygðum bílum stöðvað-
ir og töluvert af hraðamálum
eins og svo oft áður. -kgk
Árekstur í
Hólminum
STYKKISH: Árekstur varð
í Stykkishólmi þriðjudaginn
11. febrúar síðastliðinn, þeg-
ar tveir bílar skullu saman á
Stykkishólmsvegi. engin slys
urðu á fólki en báðir bílarnir
eru óökuhæfir eftir árekstur-
inn. -kgk
Ók öfugu megin
SNÆFELLSNES: Írskur
maður varð valdur að árekstri
á Snæfellsnesvegi um áttaleyt-
ið að kvöldi þriðjudagsins 11.
febrúar. Hann hafði snúið við
á ferð sinni og ók til baka eft-
ir vinstri vegarhelmingi og
framan á annan bíl sem kom
úr gagnstæðri átt. engin slys
urðu á fólki. Maðurinn tjáði
lögreglu að hann hefði ein-
faldlega ruglast og því ekið
bifreiðinni vinstra megin,
eins og hann er vanur frá sínu
heimalandi. -kgk
Án
endurskinsmerkja
BORGARBYGGÐ: Lög-
regla fylgdist með umferð á
Hvanneyri að morgni síðasta
miðvikudags. Lögreglumenn á
vakt gerðu athugasemd við að
börn þar voru meira og minna
án endurskinsmerkja þar sem
þau komu gangandi í skólann,
að því er fram kemur í dagbók
lögreglunnar. -kg
Leikskólar borgarbyggðar koma
vel út í þjónustukönnun Gallup
um þjónustu sveitarfélaga fyrir árið
2019. Könnunin var gerð í lok síð-
asta árs og byrjun þessa. Niður-
stöðurnar byggja á svörum 159
íbúa borgarbyggðar sem lentu í
tæplega ellefu þúsund manna til-
viljunarúrtaki íbúa 20 stærstu sveit-
arfélaga landsins.
Heilt yfir sögðust 77% svarenda
vera ánægðir með borgarbyggð
sem stað til að búa á, en aðeins 7%
kváðust óánægðir. einkum mælist
mikil ánægja með leikskóla sveitar-
félagsins, en 81% sögðust ánægð
með hana; 48% frekar ánægð og
33% mjög ánægð. Aðeins 4%
sögðust óánægð með þá þjónustu.
Skipa þessar niðurstöður leikskól-
um borgarbyggðar í fjórða sæti á
landsvísu, að því er fram kemur í
frétt á vef sveitarfélagsins.
Ánægja íbúa borgarbyggðar
með gæði umhverfisins í nágrenni
heimilis síns mældist einnig mik-
il, eða 75% á meðan 13% voru
óánægð en 12% hlutlaus. 60%
voru ánægð með þjónustu grunn-
skólanna en 20% óánægð og jafn
hátt hlutfall hlutlaust. 63% voru
ánægð með aðstöðu til íþrótta-
iðkunar en 27% óánægð. Ánægja
mælist með þjónustu við eldri
borgara í sveitarfélaginu, en 61%
svarenda kváðust ánægðir með
hana en 11% óánægðir. Þá sögðust
55% íbúa ánægðir með þjónustu
tengda sorphirðu en 29% óánægð.
59% voru ánægð með þjónustu við
barnafjölskyldur, 27% hlutlaus í
afstöðu sinni en 14% óánægð með
þjónustuna. 48% sögðust ánægð
með hvernig sveitarfélagið sinnir
menningarmálum, 13% óánægð en
39% hlutlaus í afstöðu sinni. Þeg-
ar spurt var um þjónustu við fatl-
að fólk sögðust 43% ánægð með
þjónustuna, 19% óánægð en 38%
svarenda kváðust hlutlausir í af-
stöðu sinni.
Þegar kemur að skipulagsmálum
kváðust 50% íbúa borgarbyggðar
sem svöruðu könnuninni óánægðir
með skipulagsmál almennt í sveit-
arfélaginu; 27% frekar óánægðir en
23% mjög óánægðir. Aðeins 18%
svarenda sögðust vera ánægðir með
skipulagsmálin. Hefur óánægjan
þó minnkað marktækt frá síðasta
ári og er þetta eini flokkurinn þar
sem marktækur munur mælist á
viðhorfi íbúa borgarbyggðar milli
ára.
Alls sögðust 67% svarenda hafa
haft samskipti við sveitarstjórnar-
skrifstofur borgarbyggðar und-
anfarin tvö ár. Meirihluti þeirra,
eða 57%, fannst starfsfólk sveitar-
félagsins hafa leyst vel úr erindi
þeirra, 28% illa en 15% hvorki vel
né illa. kgk/ Ljósm. úr safni.
Flestir ánægðir með að
búa í Borgarbyggð
Mikil ánægja með leikskólana en óánægja með skipulagsmál