Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 202010
björgunarsveitir um landshlutann
stóðu í ströngu á föstudaginn þeg-
ar djúp lægð gekk yfir landið með
tilheyrandi austan roki. Að sögn
lögreglu var mest um minnihátt-
ar eignatjón af völdum óveðurs-
ins. eitt slys er bókað í landshlut-
anum að sögn lögreglu. Maður féll
fyrir utan bíl sinn á Kalmansvöll-
um á Akranesi kl. 6:50 um morg-
uninn og var talinn handleggsbrot-
inn. Lögregla var kölluð á vettvang
ásamt sjúkrabíl, sem flutti manninn
á sjúkrahús til aðhlynningar.
Mikið foktjón varð á Þórisstöðum
í Svínadal í óveðrinum, eins og sagt
er nánar frá í annarri frétt á forsíðu.
Þá fuku þakplötur við gamla bæinn
við Nýhöfn undir Hafnarfjalli.
Á Akranesi var tilkynnt um ýmiss
konar minniháttar eignatjón. Hurð-
ir fuku upp, þak fauk af skúr, hluti
af palli, tunnur og ýmislegt fleira
smálegt fauk í rokinu. Þakplötur
losnuðu og þakkantar og dæmi um
að bílrúður hafi brotnað. Sjö rúð-
ur brotnuðu í bílum við bílasöluna
bílás við Smiðjuvelli og metur bíla-
sali tjónið á um eina milljón króna.
Telur hann að vindurinn hafi rifið
með sér klaka og grjót úr nágrenn-
inu sem varð þess valdandi að rúð-
urnar brotnuðu.
einn bíll fauk af stað á Akranesi
snemma um morguninn. Kom í ljós
að gleymst hafði að setja hann í gír
eða handbremsu. Var honum ýtt
aftur í stæði og settur í gír og hand-
bremsan fest. Þá losnaði klæðn-
ing af bensíndælu við eldsneytis-
stöð N1 á Akranesi. Lögregla fór
um kl. 5:00 um morguninn og festi
stillansa sem voru farnir að hreyf-
ast ásamt húsráðanda og smiðum,
skömmu áður en óveðrið skall á.
Kaplar tóku að losna af gömlu
mastri á lögreglustöðinni á Akra-
nesi í rokinu. Að sögn lögreglu er
mastrið ekki í notkun og þyrfti helst
að taka það niður. Pottlok fauk af
heitum potti á Akranesi og tram-
pólín fauk við Grundartún þar í bæ
um tíuleytið að morgni. útsendari
Skessuhorns sá enn fremur rútu á
hliðinni við Höfðasel á Akranesi og
brotnar rúður í félagsheimili hesta-
manna á Æðarodda.
Í borgarnesi voru björgunarsveit-
armenn að festa niður grindverk,
binda tunnur og brotna fánastöng.
Gámur fauk af stað í Árdal í borg-
arfirði og hafnaði úti í á. Hurð fauk
af fjósi á Gunnlaugsstöðum í Staf-
holtstungum og þakgluggar fuku
einnig. bíll sem stóð á hlaði við bæ
í Reykholtsdal er talinn ónýtur eft-
ir að hurðir fuku af honum. Þá var
tilkynnt um þakplötur að fjúka á
fosshótel Stykkishólmi.
kgk/ Ljósm. ki.
Töluvert tjón varð á raforkumann-
virkjum í óveðrinu sem gekk yfir
landið síðastliðinn föstudag. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Rarik er
tjónið á flutningskerfinu metið á
um eitt hundrað milljónir króna.
Meðal annars brotnaði staur í
flutningslínu rafmagns frá Deild-
artungu að Húsafelli í borgarfirði.
Svo hvasst var á föstudagsmorg-
uninn að jafnvel þótt starfsmenn
Rarik væru búnir að finna hinn
skemmda staur í landi Síðumúla í
Hvítársíðu reyndist nær ómögulegt
að athafna sig við viðgerðir. Með-
fylgjandi mynd tók einar Stein-
þór Traustason vinnuvélaverktaki,
en hann mætti með sérútbúna ford
dráttarvél á svæðið. Vegna bilunar-
innar var rafmagnslaust fram eftir
degi hjá þeim sem þiggja rafmagn
frá viðkomandi flutningslínu og
skapaði það óþægindi, einkum hjá
kúm sem ekki var hægt að mjólka á
réttum tíma.
mm/ Ljósm. est
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð-
arsveitar, ásamt Slökkviliði borg-
arbyggðar, voru á föstudagskvöld-
ið kölluð til að hreinsa seltu af
spennum í tengivirki Landsnets á
brennimel og einnig í tengivirkinu á
Klafastöðum, skammt frá Grundar-
tanga. Selta í tengivirkinu á brenni-
mel varð þess valdandi að rafmagn
á línunum leysti út og mikið högg
kom á dreifikerfi Landsnets. flökt
varð á rafmagni víða um landið af
þeim sökum. Þá varð straumlaust
um tíma hjá Norðuráli og elkem
af þessum sökum. Aðstæður voru
metnar þannig að nauðsynlegt væri
að kalla slökkviliðin á svæðið til að
hreinsa seltuna til að koma í veg
fyrir frekari truflanir.
mm
Erfitt að athafna
sig í óveðrinu
Þurftu að hreinsa
seltu af tengivirkjum
Hestakerra á hliðinni í Æðarodda á Akranesi. Ljósm. mm.
Eignatjón og einn
slasaður í óveðrinu
Víða tókst ýmislegt smálegt á loft í óveðrinu.
Þakplötur losnuðu víða, hér á húsi við Höfðasel á Akranesi.
Rúta fauk á hliðina við Höfðasel.