Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 20208 Datt af baki BORGARBYGGÐ: Maður féll af hestbaki á Mýrum síð- astliðinn miðvikudag og slas- aðist á baki og hálsi við fall- ið. Sjúkrabíll var sendur eftir manninum úr borgarnesi en maðurinn var fluttur á Akra- nes þar sem læknir athugaði með líðan hans. -kgk Of hratt á Innnesvegi AKRANES: Lögregla vakt- aði umferð og fylgdist með umferðarhraða um Innnes- veg á Akranesi milli kl. 16 og 17 á fimmtudaginn, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 km/klst. Að sögn lögreglu kemur á óvart hve margir aka enn of hratt um þennan veg- arkafla. 155 bílar fóru þenn- an spöl þessa klukkustund sem lögregla vaktaði hann og af þeim voru 22 kærð- ir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 56 km/ klst., eða nálægt tvöföldum hámarkshraða. -kgk Umferðarlaga- brot í óveðrinu VESTURLAND: Lög- regla segir koma á óvart að allnokkrir hafi verið staðn- ir að umferðarlagabrotum á föstudaginn þegar óveðr- ið gekk yfir landið. Í hádeg- inu á föstudag voru fimm kærðir fyrir of hraðan akst- ur um Ketilsflöt á Akranesi, þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Mesti hraði var 51 km/klst. og meðalhraði brot a var 44 km/klst. Þá voru nokkrir stöðvaðir úti á þjóð- vegi fyrir of hraðan akstur, til dæmis einn sem var grip- inn á 110 km/klst. og annar sem var að tala í símann und- ir stýri þegar veðrið var hvað verst. -kgk Valt næstum GRUNDARFJ: Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni við Mjósundsbrú í Snæfells- nesi á sunnudag með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum. Litlu munaði að bíllinn ylti, að sögn öku- manns, sem tilkynnti sjálfur um óhappið. enginn slasað- ist og kvaðst maðurinn sjálf- ur ætla að fara og sækja bíl- inn daginn eftir. -kgk Datt í tröppum SNÆF: Slys varð í Ólafs- vík um kl. 13:00 á mánudag þegar kona á fertugsaldri féll í útidyratröppum og nið- ur á gangstétt. Hún kenndi sér meins á hægri fæti og var flutt með sjúkrabíl til að- hlynningar hjá lækni. -kgk Laus hross í myrkrinu HVALFJ.SV: Tilkynnt var um laus hross á Vesturlands- vegi við fiskilæk kl. 22:30 á mánudagskvöld. Höfðu þau sloppið úr girðingu. Vitað var um eiganda hrossanna og brugðist við, en lögregla segir atvikið engu að síð- ur stórhættulegt. Stórgrip- ir geti skapað mikla hættu í umferðinni og sérstaklega í myrkrinu. -kgk Sviptur og dópaður BORGARNES: Lögregla stöðvaði för ökumanns við Olís í borgarnesi laust fyr- ir kl. 18 á mánudag. Reynd- ist hann aka sviptur öku- réttindum. fíkniefnapróf sem framkvæmd var á vett- vangi gaf jákvæða svörun við neyslu kókaíns og am- fetamíns. Maðurinn viður- kenndi neyslu amfetamíns, var handtekinn og færður á lögreglustöð og gert að gefa blóðsýni. Við leit í bifreið- inni fannst ætlað amfetamín. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Vesturlandi. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 8.-14. febrúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 43.609 kg. Mestur afli: eskey Óf: 31.271 kg í fjórum róðrum. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 7.261 kg. Mestur afli: Tryggvi eð- varðs SH: 7.261 kg í einum róðri. Grundarfjörður: 9 bátar. Heildarlöndun: 409.497 kg. Mestur afli: Runólfur SH: 78.316 kg í tveimur löndun- um. Ólafsvík: 17 bátar. Heildarlöndun: 389.387 kg. Mestur afli: bárður SH: 80.353 kg í fimm róðrum. Rif: 16 bátar. Heildarlöndun: 554.039 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 109.579 kg í tveimur lönd- unum. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 93.814 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 81.293 kg í tveimur löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 68.032 kg. 11. febrúar. 2. Tjaldur SH - RIF: 62.796 kg. 11. febrúar. 3. Runólfur SH - GRU: 62.593 kg. 10. febrúar. 4. Örvar SH - RIF: 60.984 kg. 11. febrúar. 5. Rifsnes SH - RIF: 60.560 kg. 9. febrúar. -kgk „Það þýðir ekkert að vera að hugsa um veð- urspá, bara að fara,“ segir friðþjófur Sæv- arsson, skipstjóri á netabátnum Saxhamri SH í Rifi. „Það er bara búið að vera snarvit- laust veður alla þessa vertíð. Aflinn hefur samt verið ágætur að undanförnu og mað- ur kvartar ekki undan því,“ segir friðþjófur. Meðfylgjandi mynd var tekin á sunnudag en þá var aflinn 14 tonn úr róðrinum. af Hyundai hefur bæst í hóp þeirra fólks- og sendibifreiða frá bL sem bílaverkstæði Hjalta við Ægisbraut á Akranesi þjónustar samkvæmt samningi við bL. „Um er að ræða allar ábyrðarskoðanir og ábyrgð- arviðgerðir auk almennra verkefna sem eigendur Hyundai geta leitað eftir í stað þess að þurfa að gera sér sérstaka ferð til Hyundai á Íslandi í Garðabæ. Auk Hyundai annast bílaverkstæði Hjalta ábyrgðarskoð- anir og -viðgerðir á Dacia, Isuzu, Nissan, Renault og Subaru f.h. bL á Vesturlandi,“ segir í tilkynningu. mm úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfuknattleik fóru eins og kunnugt er fram á laugar- daginn. Karlalið Stjörnunnar og kvennalið Skallagríms hömp- uðu bikar, Stjarnan eftir sigur á Grindavík og Skallagrímur á KR. Heiðar Lind Hansson sagnfræð- ingur og grúskari benti á áhuga- verða staðreynd: „Það er skemmti- legt að nefna að þjálfarar karlaliðs Stjörnunnar og kvennaliðs Skalla- gríms, sem hömpuðu bikarameist- aratitlum í Laugardalshöllinni, eru allir úr borgarfirði! Arnar Guð- jónsson aðalþjálfari Stjörnunn- ar er úr Reykholtsdalnum, Hörð- ur Unnsteinsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar er frá borgarnesi líkt og Guðrún Ósk Ámundadóttir að- alþjálfari Skallagríms og Atli Aðal- steinsson aðstoðarþjálfari Skalla- gríms sem einnig eru úr Nesinu,“ skrifaði Heiðar Lind sem óskar sigurvegurunum innilega til ham- ingju. mm Um liðna helgi létu smábændur í Stykkishólmin framkvæma fóstur- talningu í ánum sínum. Þegar slíkt verk er unnið hjálpast allir að, en talið var í 13 fjárhúsum á laugardaginn og endað í veislukaffi hjá Kristínu ben. sá Ágætur afli þrátt fyrir erfiða tíð Borgfirskir þjálfarar á verðlaunapalli Smábændur létu gera fósturtalningu Bílaverkstæði Hjalta þjónustuaðili Hyundai á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.