Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 2020 21
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Bæjarstjórnarfundur
1308. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjar-
þingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17:00.
Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og
kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta
á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu
Akraneskaupstaðar.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, •
mánudaginn 24. febrúar kl. 20:00.
Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, •
laugardaginn 22. febrúar kl. 10:30.
Bæjarmálafundur Framsókn og frjálsa fellur niður þessa vikuna.•
Á bókasafni Akraness var síðasta
haust ákveðið að vekja meiri athygli
á og efla starfsemi safnsins. Ákveð-
ið var að hafa fjölskyldudag alla
laugardaga þar sem boðið er upp á
ýmsa skemmtilega afþreyingu fyr-
ir allan aldur auk þess sem virkni á
samfélagsmiðlum var aukin. „Það
vildi til að síðasta haust varð tölu-
verð breyting á starfsmannahópn-
um og með nýju starfsfólki komu
fram nýjar hugmyndir og ný tæki-
færi til að gera enn betur og við
vildum nýta það,“ segir Halldóra
Jónsdóttir forstöðukona safnsins í
samtali við Skessuhorn.
Vilja auka sýnileika
safnsins
„Við tókum umræðu um starfsem-
ina hér innanhúss og hvernig við
gætum gert betur,“ segir Halldóra.
Ákveðið var að fá Símenntunarmið-
stöðina til að halda fyrir okkur nám-
skeið um samfélagsmiðilinn Instag-
ram svo skilaboð frá bókasafninu
gætu náð til stærri hóps. „Hrefna
Dan kom með námskeið fyrir okk-
ur og kenndi okkur betur á miðil-
inn. Við höfum lengi verið að nota
facebook en það eru ekkert allir
að fylgjast með þar. Við viljum ná
til sem flestra og þá þurfum við að
auglýsa okkur á sem flestum stöð-
um og vekja meiri athygli á okkur,“
segir Halldóra og bætir því við að
markmiðið sé að ná til sem flestra
í samfélaginu. „Við höfum mjög
breiðan notendahóp og þurfum að
ná til hans. Við munum ekki hætta
að auglýsa í héraðsfréttablöðum og
færa okkur alveg á samfélagsmiðla
því það er enn stór hópur fólks sem
skoðar frekar auglýsingar í blöðum.
Við viljum bara ná til sem flestra og
auka sýnileika en ekki færa okkur
annað,“ útskýrir Halldóra.
Svöfusalur tekinn í gegn
Síðasta haust voru gerðar breyting-
ar á aðstöðu fyrir unglinga á safn-
inu, þar var sett upp hengirúm sem
nokkrir geta legið í saman og les-
ið eða spjallað. Þá er nóg af inn-
stungum á unglingasvæðinu til að
hlaða síma og tölvur. „Þetta hef-
ur virkað vel og krökkunum þykir
gott að koma og henda sér í hengi-
rúmið og slaka smá á,“ segir Hall-
dóra. „Auðvitað myndi maður vilja
sjá unglingana meira á safninu en
ungt fólk hefur rosalega mikið að
gera. Þó þau taki sér pásu frá safn-
inu á meðan þessi tími gengur yfir
koma þau til okkar aftur, sérstak-
lega þau sem voru dugleg að nota
safnið sem börn,“ segir Halldóra.
Svöfusalur er salur þar sem fólk
getur komið til að vinna eða læra.
„Það eru margir háskólanemar sem
nota Svöfusalinn og geta þeir feng-
ið lykla af salnum til að geta nýtt
hann hvenær sem er, þó safnið sé
lokað,“ segir Halldóra og útskýr-
ir að lyklarnir veiti þeim aðeins að-
gengi að Svöfusal en ekki safninu
sjálfu. „Þetta hefur verið mjög vel
nýtt og við erum alltaf með um 30
lykla í gangi í einu en við getum
eiginlega ekki lánað fleiri lykla en
það.“ Svöfusalur var í byrjun mán-
aðarins tekinn í gegn, skipt var um
gólfefni og keypt ný borð og stólar.
„Við erum með steinteppi á gólf-
um og það var orðið töluvert slitið
inni í Svöfusal. Við höfðum reynt
að gera við það í nokkur skipti en
nú ákváðum við bara að setja dúk á
gólfið og það kemur mjög vel út,“
segir Halldóra.
Fjölskyldumorgnar
vinsælir
eins og fram hefur komið eru fjöl-
skylduviðburðir á bókasafninu alla
laugardaga þar sem boðið er upp
á ýmsa afþreyingu. Síðasta laug-
ardag komu Spilavinir og kenndu
gestum safnsins á ýmis skemmti-
leg spil. „Við höfum verið með alls-
konar föndur, kökuskreytingar og
fleira. Við erum að mestu bara að
gera þetta sjálfar og skiptum bara á
milli okkar laugardögum og settum
upp plan fyrir allan veturinn,“ seg-
ir Halldóra og bætir því við að fjöl-
skylduviðburðirnir hafi verið mjög
vel sóttir. Aðspurð segir hún bóka-
söfn hafa breyst mikið í gegnum
árin og þau eru ekki lengur staðir
þar sem allir sitja og lesa og bóka-
safnsverðir sussi á þá sem tala sam-
an. „fyrst og fremst viljum við að
fólk taki tillit til annarra gesta safns-
ins en það má alveg spjalla sam-
an og hafa gaman á bókasöfnum
í dag. Þeir sem vilja frið geta far-
ið inn í Svöfusal og svo eru náms-
menn venjulega með heyrnatól og
við bjóðum líka upp á eyrnatappa,“
segir Halldóra.
Fólk notar
söfnin öðruvísi í dag
er fólk enn að sækja á bókasöfn til
að leigja út bækur? „Já, útlán eru
vaxandi og á síðastliðnu ári voru
lánuðu út 41.800 safngögn, sem er
svipað og undanfarin ár. Um ára-
mót voru 1.509 lánþegar með virk
lánþegaskírteini. Jafngilda útlán
það að hver lánþegi hafi fengið lán-
aðar 27,7 bækur eða önnur safn-
gögn, yfir árið. Þá er safnið einn-
ig að lána út rafbækur og hljóðbæk-
ur á rafbokasafn.is. Hér áður þegar
það var minna um afþreyingu fyrir
fólk var mikið um að fólk væri að
koma og fá lánaðar bækur. fyrir
ekki svo mörgum árum vorum við
með starfsfólk bara í því að taka af
borðinu og raða í hillur því útlán
voru svo mikil,“ svarar Halldóra og
bætir við að bókalestur hafi breyst
síðustu ár. fyrir nokkrum árum
var fólk mikið að lesa ástarsögur
en í dag eru spennusögur vinsælli,
svo eitthvað sé nefnt. „fólk notar
bókasöfn öðruvísi í dag. Það kem-
ur til að hitta fólk, kíkja í blöðin og
fá sér kaffi. Þetta er í dag meira eins
og menningarhús eða félagsmið-
stöð. bókasöfnin verða að þróast
samhliða þróun samfélagsins ef þau
vilja lifa,“ segir Halldóra.
Á bókasafni Akraness hafa starfs-
menn verið að gera tilraun með
opnun safnsins. „Við höfum verið
að opna safnið klukkan 12 en starfs-
fólk mætir klukkan 10 til að sinna
ýmsum störfum fyrir opnun. Við
ákváðum að opna dyrnar þegar við
mætum til vinnu og þá getur fólk
komið og notað aðstöðuna þó við
veitum ekki fulla þjónustu fyrr en
klukkan 12,“ segir Halldóra.
arg
„Bókasöfnin verða að þróast í takt við breytt samfélag“
Rætt við Halldóru Jónsdóttur safnstjóra, um starfsemi Bókasafns Akraness
Hluti af starfsmannahópi Bókasafns Akraness. F.v. Tinna Rós Þorsteinsdóttir, Ásta
Björnsdóttir, Halldóra Jónsdóttir og Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir. Á myndina vantar
Hrafnhildi Maren Árnadóttur og Geirlaugu Jónu Rafnsdóttur.
Halldóra Jónsdóttir, safnstjóri Bókasafns Akraness.
Á fimmtudagsmorgun þegar blaðamaður kom við voru nýbakaðir foreldrar að
hittast á bókasafninu.
Þessi ungi drengur fór aðeins á flakk og fangaði athygli allra á safninu með að
brosa sínu breiðasta.
Þessi ungi drengur slakaði á með dótið á meðan mömmurnar spjölluðu.