Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 202012 Árið 2020 verður ár hagræðinga þar sem framleiðslufyrirtæki bregðast við áskorunum og krefjandi starfs- umhverfi. 88% svarenda í könn- un sem Outcome framkvæmdi fyr- ir Samtök iðnaðarins meðal stjórn- enda íslenskra framleiðslufyrirtækja segja mjög líklegt eða frekar líklegt að þeirra fyrirtæki grípi til hag- ræðingaraðgerða á þessu ári. Allir stjórnendur stórra og meðalstórra fyrirtækja í greininni segjast ætla að ráðast í slíkar aðgerðir á árinu. Niðurstöðurnar benda til þess að framhald verði á þeirri þróun sem þegar er hafin en launþegum í framleiðsluiðnaði hefur fækkað undanfarið. fækkunin var komin í 4% í október í fyrra. Þetta gæti haft umtalsverð áhrif en í framleiðslu- iðnaði starfa rétt tæplega 18 þús- und manns sem er um 9% af heild- arfjölda starfandi í landinu. Verð- mætasköpun fyrirtækja í greininni er einnig umtalsverð, eða um 8% af heildarverðmætasköpun hagkerf- isins. Í svörum stjórnenda í fyrr- greindri könnun kemur m.a. fram rík þörf fyrir að bæta verði starfs- kilyrði iðnfyrirtækja. Í könnuninni voru stjórnendur framleiðslufyrirtækjanna beðnir um að meta helstu áskoranir í þeirra rekstri. Spurt var um launakostn- að, aðgengi að mannauði, sveiflur í efnahagsmálum og starfsumhverfi, skatta og opinber gjöld, aðgengi að lánsfjármagni og vöxtum, opinbert eftirlit og löggjöf og aukna áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Hver áskorun er metin á skalanum 1 til 5, þar sem 1 er mjög lítil áskorun og 5 er mjög mikil áskorun. Launa- kostnaður er sú áskorun sem flest- ir stjórnendanna sögðu vera mjög mikla um þessar mundir. Meðal- tal svara við launakostnað hér á landi er 4,55 af 5 og er sá þáttur sem stjórnendur framleiðslufyrir- tækja telja mesta áskorun um þess- ar mundir. Skattar og opinber gjöld meta svo stjórnendur næstmestu áskorunina í rekstri. mm Töluverð sveifla hefur verið á ol- íuverði á heimsmarkaði frá síðustu áramótum. Heimsmarkaðsverð á bensíni var nú í byrjun febrúar komið niður um ríflega 11% mið- að við áramótaverðið. Að teknu til- liti til veikingar krónunnar gagn- vart bandaríkjadal þá er lækkun- in um 10%. Listaverð bensíns hér á landi hefur á sama tíma aðeins lækkað um 1,2%. félag íslenskra bifreiðaeigenda (fÍb) vekur máls á hækkun álagningar olíufélaganna og ekki síst því að bensínverð á landsbyggðinni er miklu hærra en á höfuðborgarsvæðinu þar sem sam- keppni er hörðust í nágrenni við Costco. bent er á að frá innkomu Costco á markaðinn hafa olíufélög- in hækkað álagningu sína á við- skiptavini sem ekki geta notfært sér lægstu verðin á höfuðborgarsvæð- inu. „Hafa verður í huga að miðað við núverandi heimsmarkaðsverð þá er innkaupsverð hvers lítra ríf- lega 24% af heildarverðinu miðað við algengasta lítraverðið hjá N1, 236,80 krónur. föst krónutölugjöld ríkisins á hvern lítra eru samanlagt 76,60 krónur sama hvort lítraverðið er 236,80 krónur eða 198,90 krón- ur líkt og hjá Costco.“ Telja um aðför að landsbyggðinni að ræða Þá segir í frétt fÍb að innkoma Costco inn á íslenska olíumark- aðinn hafi valdið straumhvörfum. „Olíufélögin hafa öll lækkað verð á nokkrum bensínstöðvum á höfuð- borgarsvæðinu. Á átta stöðvum er í boði lægra verð á bensíni sem er frá 3,20 krónum til 5,1 krónum dýrara en lítraverðið hjá Costco. Að auki bjóða sex stöðvar lítraverð sem er frá 10,90 krónum til 20,90 krón- um dýrara en hjá Costco. Lands- byggðin hefur ekki notið góðs af þessari samkeppni olíufélag- anna við Costco. Lægstu verð- in utan höfuðborgarsvæðisins eru um 30 krónum hærri en það ódýr- asta hjá Costco. Algengustu verð- in eru 37,90 krónum hærri en hjá Costco. frá innkomu Costco hafa olíufélögin hækkað álagningu sína á viðskiptavini sem ekki geta not- fært sér lægstu verðin á höfuðborg- arsvæðinu. Meðalálagningin fór úr tæpum 43 krónum á lítra 2017 í ríflega 48 krónur árið 2019. Þess- ar tölur eru uppreiknaðar með vísi- tölu neysluverðs og án virðisauka- skatts. Upp úr vasa neytenda er þetta um 6,20 krónum hærra verð á hvern lítra.“ Á fjórða tug króna verðmunur hjá sama félagi Það munar 32,80 krónum eða 16,1% frá lægsta í hæsta bensín- verðið hjá N1. Ódýrasta lítraverð- ið er 204 krónur við Lindir í Kópa- vogi en á stærstum hluta N1 stöðva er verðið 236,80 krónur. Hjá Ób- Olís er verðmunurinn 34,50 krón- ur eða 16,2%. Ódýrast er hjá Ób við Arnarsmára Kópavogi, bæjar- lind Kópavogi og við fjarðarkaup í Hafnarfirði eða 202,20 krónur á lítra en dýrast á flestum Olís stöðv- um 236,70 krónur. Hjá Orkunni munar mest 32,70 krónum á ódýr- asta dropanum og þeim dýrasta. Ódýrast er hjá Orkunni við Dalveg í Kópavogi og við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði eða 202,10 krónur hæsta verðið hjá Orkunni er 16,2% hærra eða 234,80 krónur. Verð- munurinn hjá Atlantsolíu nær 31 krónu sem gerir 15,3%. Ódýrast er hjá AO við Sprengisand í Reykjavík og við Kaplakrika í Hafnarfirði eða 202,90 krónur en algengasta verð- ið er 233,90 krónur. Dælan er ein- göngu með stöðvar á höfuðborgar- svæðinu og þar kostar bensínlítrinn frá 209,80 til 219,80 króna.“ mm Á vegum iðnaðarráðuneytis og um- hverfisráðuneytis hefur nú ver- ið ákveðið að veita 200 milljónum króna í styrki til uppbyggingar inn- viða fyrir orkuskipti í samgöng- um. Ákvörðun ráðherranna Þór- dísar Kolbrúnar R Gylfadóttur og Guðmundar Inga Guðbrandsson- ar byggir á tillögum starfshóps sem þau skipuðu síðastliðið haust. Þetta framlag ríkissjóðs kemur til viðbót- ar við styrki sem úthlutað var á síð- asta ári, en að teknu tilliti til mót- framlags styrkþega verður fjárfest- ing í innviðum vegna orkuskipta, alls um milljarður króna á tveimur árum. Orkuskipti í samgöngum eru meginforsenda þess að Ísland geti staðið við skuldbindingar í lofts- lagmálum. „Því er jákvætt að sjá að orkuskiptin fara vel af stað hér- lendis, en á dögunum var greint frá því að aldrei hafa fleiri nýir rafbílar verið skráðir hér á landi en í janú- ar síðastliðnum. Á sama tíma hef- ur skráning á dísil- og bensínbíl- um dregist umtalsvert saman. Til marks um þetta hefur Noregur, ein þjóða í heiminum, hærra hlutfall en Ísland í nýskráningum rafbíla,“ segir í tilkynningu. Áætlað er að verja 100 milljónum króna í styrki fyrir innviði sem ætl- að er að ýta undir fjölgun vistvænna bifreiða hjá aðilum sem reka fólks- og hópbifreiðar. Aðgerðin nær til allra vistvænna bíla, hvort sem þeir ganga fyrir metani, lífeldsneyti, vetni eða rafmagni. Þá verður 70 milljónum króna varið í styrki vegna raftenginga eða hitaveitna í höfnum landsins í því skyni að ýta undir orkuskipti í haftengdri starf- semi. Loks verður 30 mi l l jónum króna varið í styrki fyr- ir hleðslu- stöðvar við g i s t i s t a ð i og veitinga- staði og er þar um að ræða fram- hald á styrk- v e i t i n g u m síðasta árs sem miðuðu m.a. að því að auðvelda orkuskipti í ferðaþjón- ustu. Styrkirnir nú koma til viðbótar við úthlutun Orkusjóðs til tveggja verkefna í fyrra. Annars vegar var úthlutað 227 milljónum króna til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslu- stöðva vítt og breitt um landið sem eru þrisvar sinnum aflmeiri en öfl- ugustu stöðvarnar sem fyrir eru hérlendis. mm Enn meiri innspýting í orkuskipti í samgöngum Helstu áskoranir í rekstri íslenskra framleiðslufyrirtækja. Ár hagræðingar hafið í íslenskum framleiðsluiðnaði Hér undir má sjá skiptingu lítraverðs á bensíni miðað við algengasta verðið hjá N1 og hjá Costco. Mynd: FÍB. Bensínverð olíufélaganna er lægst í nágrenni Costco Costco hefur mælanleg áhrif á verðlagningu olíufélaganna í nágrenninu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.