Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 202030
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hver heldur þú að vinni
Söngvakeppni sjónvarpsins?
Spurni g
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Freyja Kolfinna Elmarsdóttir
„Daði freyr og Gagnamagnið“
Guðfinna Þorgeirsdóttir
„Iva“
Oddur Gíslason
„Ég held það verði Helga og
vinkona hennar“
Karen Steinsdóttir
„Iva“
Jóhanna Sverrisson
„Daði“
Unglingalandslið Íslands í keilu fór
til Katar í síðustu viku og keppti þar
á vináttuleikum við heimamenn og
fjórar aðrar þjóðir. Þjálfarateymi
í ferðinni voru Skagamennirn-
ir Skúli freyr Sigurðsson og Jón-
ína björg Magnúsdóttir. Þetta er
í tíunda skiptið sem leikarnir eru
haldnir í Doha í Katar. „Krakkarnir
borga flugið sjálfir, en fæði og hús-
næði er frítt og hver dagir endaði á
sameiginlegri ferð um borg og bý,“
sagði Jónína björg í samtali við
Skessuhorn.
Á leikunum var keppt í einliða-
leik, tvíliðaleik, liðakeppni og
Masters. „Á fimmtudeginum skellti
Skagapilturinn Jóhann Ársæll Atl-
ason í 300 leik á mótinu þegar hann
keppti í tvímenningi ásamt Stein-
dóri Mána björnssyni úr ÍR. Til að
ná fullkomnum 300 leik þarf kepp-
andi að fella 12 fellur í röð. Þessi
árangur dugði Jóhanni Ársæli til
að hafna í 5.-8. sæti á mótinu af 36
keppendum. Alls er fimm þjóðum
boðið að taka þátt, en auk heima-
manna voru keppendur frá Mexíkó
og Perú, Noregi, Svíþjóð og Ís-
landi. Sökum hefða og trúarbragða
í Katar voru einungis drengir sem
kepptu fyrir heimalandið, en stúlk-
ur frá öðrum löndum tóku engu að
síður þátt í mótinu. „300 leikur Jó-
hanns Ársæls og heimsókn Heim-
is Hallgrímssonar þjálfara á mótið
hjálpaði til við að efla baráttuand-
ann hjá öllu liðinu,“ segir Jónína
björg.
mm
Mánudaginn 10. febrúar síðastlið-
inn var í fyrsta skipti í sögu fim-
leikafélags Akraness undirritað-
ur samningur við iðkendur meist-
araflokks félagsins, en um er að
ræða iðkendur 18 ára og eldri. Í
þeim hópi eru þær Aþena Ósk ei-
ríksdóttir, Harpa Rós bjarkadótt-
ir, Marín birta Sveinbjörnsdóttir,
Sóley brynjarsdóttir, Sylvía Mist
bjarnadóttir, Valdís eva Ingadótt-
ir og Ylfa Claxton. Það voru þær
friðbjörg eyrún Sigvaldadóttir,
formaður fIMA og Þórdís Þráins-
dóttir yfirþjálfari sem skrifuðu und-
ir samninginn fyrir hönd fimleika-
félagsins. „félagið er virkilega stolt
af því að hafa þessar ungu og efni-
legu stelpur í okkar hópi og með
þennan áfanga í sögu félagsins,“
segir í frétt á vef fIMA.
Þá má geta þess að meistara-
flokkur fIMA keppti á GK mótinu
á Selfossi um liðna helgi og hafn-
aði þar í þriðja sæti. fimleikafélag
Akraness er eitt af þremur félögum
landsins sem á meistaraflokk í A
deild. kgk/ Ljósm. FIMA.
Tvö Akranesmet í sundi féllu á
Gullmóti KR sem haldið var í
Laugardalslaug um helgina. Sund-
félag Akraness sendi 31 sundmann
til keppni. Þátttaka í mótinu var
mjög góð þar sem yfir 490 kepp-
endur af landinu öllu tóku þátt.
enrique Snær Llorens setti nýtt
Akranesmet í 200 m skriðsundi í
flokki fullorðinna, en hann synti
á tímanum 2.01,79 mín. Þar með
bætti hann 15 ára gamalt met
Gunnars Smára Jónbjörnssonar um
rúma sekúndu. Guðbjarni Sigur-
þórsson setti nýtt met drengja í 50
m flugsundi á tímanum 30,42 sek.
bætti hann met Hrafns Traustason-
ar frá 2006 um tólf sekúndubrot.
fjórir keppendur Sundfélags
Akraness syntu sig inn í Superc-
hallenge í 50 m flugsundi. Það
voru Guðbjarni sem hafnaði í öðru
sæti í 13-14 ára flokki og Víkingur
Geirdal sem hafnaði í áttunda sæti.
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir og
Guðbjörgu bjartey Guðmunds-
dóttir syntu í Superchallenge í
15-17 ára flokki. Ragnheiður hafn-
aði í fimmta sæti og Guðbjörg í því
sjöunda.
Lið Sundfélags Akraness sigr-
aði í boðsundi í flokki pilta 13-14
ára. Liðið skipuðu Víkingur,
Guðbjarni, bjarni Snær Skarp-
héðinsson og Mateuz Kuptel.
Í flokki 13-14 ára stúlkna varð
boðsundsveitin í þriðja sæti í báð-
um sundum sínum, en hana skip-
uðu þær Íris Arna Ingvarsdóttir,
Auður María Lárusdóttur, Karen
Káradóttir og Aldís Thea Daní-
elsdóttir Glad.
boðsundsveit stúlkna 15 ára og
eldri vann til tveggja bronsverð-
launa, en þá sveit skipuðu þær
Lára Jakobína Ringsted, Guð-
björg bjartey Lárusdóttir, Ragn-
heiður Karen Ólafsdóttir og
Svava Magnúsardóttir.
„Sundmenn frá SA stóðu sig
gríðarlega vel og bættu sig mjög
mikið yfir helgina og marg-
ir sundmenn að stíga sín fyrstu
skref á svona stóru móti í 50 m
laug. Allir krakkar 10 ára og yngri
fengu þátttökuverðlaun fyrir sína
frábæru frammistöðu,“ segir í til-
kynningu frá sundfélaginu.
kgk/ Ljósm. Sundfélag Akraness.
Frá vinstri; Mikael Aron, Steindór Máni , Hinrik Óli og Jóhann Ársæll.
Jóhann Ársæll skellti í „300 leik“ í Katar
Samið við meistaraflokk
Boðsundsveitum Sundfélags Akraness gekk vel og sóttu þær fjölda verðlauna.
Tvö ný Akranesmet og fjöldi verðlauna
Enrique Snær Llorens og Guðbjarni Sigþórsson settu báðir ný Akranesmet á
mótinu.
Keppendur tíu ára og yngri stóðu sig með stakri prýði.
Keppendur í flokki tólf ára og yngri gerðu gott mót.