Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 2020 25
Sverrir Arnar friðþjófsson hóf
störf sem kandídat á heilsugæslu
HVe í borgarnesi í síðustu viku.
Hann verður þar starfandi næstu
tvo mánuðina. „Ég er bara búinn að
vera í borgarnesi í þrjá daga en líst
rosalega vel á þetta,“ segir Sverr-
ir Arnar í samtali við Skessuhorn.
Aðspurður segist hann hafa ákveð-
ið snemma að verða læknir. Hann
leit mjög upp til afa síns, sem var
bæklunarlæknir og ákvað sem ung-
ur piltur að feta í fótspor hans og
leggja lækningarnar fyrir sig. Nú á
Sverrir stutt eftir af náminu. Hann
þarf að ljúka kandídatsárinu og eftir
það tekur sérhæfingin við, en hann
stefnir á heimilislækningar. Þessi
vegferð er ástæða þess að hann er
nú fluttur í borgarnes til skamms
tíma, ásamt Tönju Sól Valdimars-
dóttur kærustu sinni og syni þeirra
emil, sem er sex og hálfs mánað-
ar gamall. „Við búum í lítilli kandí-
datsíbúð sem er í sama húsi og
heilsugæslan. Þar verðum við næstu
tvo mánuðina í 45 fermetrum. Það
verður bara kósi og ég held að þetta
verði skemmtileg reynsla fyrir okk-
ur öll,“ segir Sverrir.
„Heyrt góða hluti“
Á kandídatsárinu starfar verðandi
læknir í fjóra mánuði við almenna
heilsugæslu. Þeim tíma má deila á
tvo staði eða verja honum öllum
á þeim sama. Sverrir kaus að taka
tvo mánuði í Reykjavík og tvo á
landsbyggðinni. Þar gat hann val-
ið um flestar heilsugæslur lands-
ins, en hvað varð til þess að hann
ákvað að fara í borgarnes? „Ég hef
heyrt mjög góða hluti um heilsu-
gæsluna hér og að hér sé vel haldið
utan um hlutina, skemmtilegt fag-
fólk og gott svæði. Ég ákvað því að
láta vaða og prófa að koma hingað,“
segir Sverrir. „Mér líst mjög vel á
þetta, miðað við hvernig þetta fer af
stað. borgarnes er lítill staður þar
sem allir þekkja alla og mér finnst
gaman að koma inn í svona þétt
samfélag,“ segir hann. „Skjólstæð-
ingarnir sem leita til mín sjá strax
að ég er nýr og margir spyrja hver
ég er og svona. fólk vill kynnast
manni. Þetta er miklu persónulegra
en til dæmis að starfa í heilsugæslu
í miðbæ Reykjavíkur þar sem mað-
ur er alltaf að sjá ný og ný andlit og
öllum í rauninni sama hver maður
er,“ segir Sverrir og brosir.
Ljósmyndar
í frístundum
Að loknu kandídatsárinu tekur við
sérhæfing. Sverrir stefnir á að verða
heimilislæknir og segir markmiðið
að starfa að minnsta kosti að hluta
til sem slíkur á landsbyggðinni að
náminu loknu. „Margir læknar
taka mánuð í Reykjavík og mánuð
úti á landi. Mig langar dálítið að
prófa það og kynnast hinum ýmsu
heilsugæslum landsins. Ég gæti al-
veg hugsað mér að taka vaktir hér í
borgarnesi, mér líst mjög vel á þetta
svæði. fólkið er skemmtilegt, hér
er fallegt og stutt í enn fleiri falle ga
staði til að taka ljósmyndir á,“ seg-
ir hann og brosir, en ljósmyndun
er einmitt helsta áhugamál Sverris.
„Við fórum einmitt að skoða okkur
um fyrsta daginn, fórum niður að
bryggju. Þar sá ég eitt lítið fallegt
ský sem sveif svona yfir Hafnarfjall-
inu og fannst það fallegt myndefni.
Markmiðið næstu mánuðina verður
að ná virkilega góðri mynd af fjall-
inu, kannski þegar sólin gægist yfir
tindana,“ segir hann. „Hér er svo
fallegt landslag. Þó það sé kannski
látlaust miðað við Kirkjufell eða
marga af þessum frægustu stöð-
um landsins þá er það sam ótrúlega
fallegt,“ segir Sverrir. „Ég var ein-
mitt á fundi í morgun á heilsugæsl-
unni. Þar eru stórir gluggar og út-
sýni hér yfir allt. Sólin var að rísa,
bleikur himininn og skýin svo fall-
eg. Ég gleymdi mér alveg í smá
stund að horfa á fegurðina út um
gluggann,“ segir hann. Áhugasöm-
um ljósmyndurum er bent á fylgj-
ast má með Sverri á Instagram und-
ir notandanafninu @svarnar.
Vill gera vel
Aðspurður segir Sverrir að það sé
öðruvísi að starfa við heilsugæslu á
landsbyggðinni en í höfuðborginni.
„Nú tala ég ekki af mikilli reynslu,
bara örfárra daga, en mín tilfinn-
ing er sú að hérna úti á landi séu
harðari karakterar en Reykvíking-
arnir sem koma bara til læknis út af
einhverju kvefi,“ segir hann léttur
í bragði. „úti á landi er líka aðeins
meiri ró yfir fólki, á sama tíma og
það er almennt harðara af sér,“ bæt-
ir hann við. „Sem heimilislæknir
úti á landi tekur maður líka sjúkra-
bílavaktir og fer í útköll og vitjanir
heim til fólks. Heimilislæknar gera
það ekki í bænum. Það er dýrmæt
reynsla og tækifæri til að læra bet-
ur á útköllin, hvernig maður skipu-
leggur sig í þeim og hvernig maður
vinnur með sjúkraflutningamönn-
um, öðrum læknum, riturunum og
öllum sem að þeim koma,“ segir
hann. Væntingar hans til tímans í
borgarnesi snúa þó fyrst og fremst
að því að kynnast fólkinu. „Ég vil
læra hvernig fólk vinnur hérna og
gera mitt besta til að hjálpa mínum
skjólstæðingum. Maður vill alltaf
gera vel og leggja sig fram svo að
fólk fari ánægt heim frá lækninum,
sammála og sátt við greiningu og
meðferðir,“ segir Sverrir að end-
ingu.
kgk/ Ljósm. úr einkasafni.
Nýr vefur Dalabyggðar var sett-
ur í loftið síðastliðinn fimmtudag,
13. febrúar, og var vefsíðan kynnt
á fundi sveitarstjórnar sama dag.
Kristján Sturluson sveitarstjóri
og Jóhanna María Sigmundsdótt-
ir verkefnastjóri kynntu nýju vef-
síðuna fyrir sveitarstjórn. Þar kom
fram að aðdragandi að gerð síðunn-
ar hafi verið nokkuð langur en sam-
ið var við fyrirtækið Netvöktum um
gerð hennar árið 2018. eldri síða
sveitarfélagsins var föst í kerfi sem
hætt var að þjónusta fyrir nokkru.
Nýja síðan er töluvert aðgengilegri
en sú gamla en mikil vinna hefur
verið lögð í að yfirfara efni henn-
ar og að sögn Jóhönnu Maríu er
markmiðið að leggja áherslu á að
hafa góðar leiðbeiningar á síðunni
um hvert á að snúa sér, fremur en
að fylla hana af upplýsingum.
arg
Ný vefsíða Dalabyggðar opnuð
„Gaman að koma inn í svona þétt samfélag“
Hrörlegur kofi og þétt snjókoma. Mynd
eftir Sverri.
Sverrir Arnar Friðþjófsson, kandídat á heilsugæslunni í Borgarnesi. Ljósmyndun er helsta áhugamál Sverris. Þessa mynd tók hann fyrsta daginn eftir
að fjölskyldan flutti í Borgarnesi, af litlu skýi svífandi yfir Hafnarfjalli.