Skessuhorn


Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 19.02.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. febRúAR 2020 11 KONUDAGURINN SK ES SU H O R N 2 02 0 KONUDAGURINN 2020 15% afsláttur af öllum dömu ilm- og snyrtivörum. Auk sértilboða. Staðarhaldari og veiðivörður Stangaveiðifélag Reykjavíkur óskar eftir staðarhaldara og veiðiverði fyrir Langá á Mýrum sumarið 2020. Um er að ræða tvíþætt hlutverk: • Veiðivarsla. Hafa eftirlit með veiðimönnum og fyrirbyggja veiðiþjófnað. Sjá til þess að settum veiðireglum sé framfylgt. • Staðarhald í Langárbyrgi, veiðihúsi Langár. Taka á móti veiðimönnum og tryggja að upplifun þeirra sé eins og best verður á kosið. Viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum, hafa bíl til umráða og kostur er að hann sé áhugamaður um stangaveiði en ekki skilyrði. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á svfr@svfr.is. Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar 2020. Á þriðjudagskvöldið í næstu viku hefur verið boðað til stofnfund- ar svæðissamtaka foreldra grunn- skólabarna á Akranesi og í Hval- fjarðarsveit. „Vinnuheiti okkar á nýju félagi er AK-HVA foreldra- samtökin. Það eru stjórnir for- eldrafélaga grunnskólanna þriggja á svæðinu sem standa að stofn- un þessara samtaka með stuðn- ingi Heimilis og skóla. Hugmynd um stofnun félagsins kom upp á fulltrúafundi í stjórn Heimilis og skóla. Leitað var viðbragða skóla- stjórnenda sem tóku vel í að styðja við stofnun félagsins. Tilgangur- inn með því að stofna AK-HVA er að búa til vettvang fyrir foreldra- samtal á svæðinu. Samtökin munu styðja við það foreldrastarf sem fyrir er í skólunum og standa fyr- ir ýmis konar fræðslu fyrir okkur foreldra um forvarnir, menntun, eineltismál og fleira,“ segir Tinna Steindórsdóttir á Akranesi í samtali við Skessuhorn. Hún hefur ásamt fleirum komið að undirbúningi að stofnfundi félagsins og hvetur alla foreldra grunnskólabarna á Akra- nesi og í Hvalfjarðarsveit til að mæta og láta sig málefnið varða. Hluti af sama samfélagi Tinna segir að foreldrasamtök í grunnskólunum þremur séu mis- jafnlega virk. „Á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit eru þrír grunn- skólar. Þar eru foreldrafélögin mis- virk, ýmist foreldrafélög fyrir allt skólastigið eða árgangafélög. Okk- ar markmið er að fá foreldra og starfandi félög þeirra til liðs við okkur og efla almennt foreldra- starf. Það getur snúið að fræðslu vegna til dæmis forvarna, upplýs- inga um hvernig má greina merki um ný og hættuleg fíkniefni, ein- eltismál og fjölmargt fleira. Þá get- ur félagið verið tengiliður milli foreldra og skóla. Markmiðið hlýt- ur því að vera að að búa til öfl- ugt tengslanet foreldra, bæði inn- an skólanna þriggja, en einnig brúa bilið á milli þeirra þar sem krakk- arnir okkar tilheyra allir sama sam- félaginu og munu flestir fara í sama framhaldsskóla að grunnskóla- göngu lokinni,“ segir Tinna. Heimilin mega ekki vera eyja í samfélaginu Tinna segir að rannsóknir sýni að foreldraþátttaka skipti sköpum þegar kemur að forvörnum, þ.e. að foreldrar þekki ekki bara vini barna sinna, heldur foreldra þeirra einnig. „Á ensku er talað um að það þurfi allt þorpið til þess að ala upp barn. Við höfum heimili, skóla og samfélag og það er hlutverk okk- ar foreldranna ekki síður en skól- anna að brúa bilið milli skóla og heimilis, en um leið samfélagsins sem við búum í. Stundum finnst mér heimilin svolítið eins eyjur í samfélaginu. Við einbeitum okk- ur að okkar eigin börnum eins og eðlilegt er, en gefum okkur ekki endilega tíma til þess að vinna að velferð og umhverfi allra barna í samfélaginu. Staðreyndin er hins vegar sú að börnin okkar eru hluti af þessu samfélagi eins og við og það hlýtur að vera allra hagur að við þau fullorðnu leggjum okkar af mörkum til þess að gera þetta samfélag eins öruggt og eflandi og við getum og það er hægt að gera á svo margan hátt, t.d. með því að leggja sig eftir að kynnast öðrum foreldrum eða taka þátt í að virða bekkjarsáttmála og svo framvegis. Mitt mat er að hér á svæðinu séu kjöraðstæður til að byggja upp öfl- ugt foreldrastarf og nýju félagi er ætlað að efla tengslin milli okkar foreldranna svo við getum hald- ið saman utan um krakkana okkar. Við þurfum að þekkjast og félagið verður vettvangur til að kynnast, miðla reynslu og tala okkur sam- an.“ Komin með alheiminn í vasann Tinna segir í rauninni sorglegt nú á tímum mikillar tölvu- og síma- notkunar, hvað fólk talar lítið sam- an. „Við erum komin með hundr- að nýjar aðferðir til þess að tengj- ast og tala saman en samt er ein- hvern veginn mun erfiðara að ná til fólks. Þegar ég var að alast upp kom internetið ekki fyrr en eftir að ég varð unglingur. Þá þekktust for- eldrar okkar krakkanna og allir vissu dálítið um alla svo það veitti manni ákveðið öryggi og aðhald. Í dag eru börnin okkar komin með „alheim- inn í vasann“ áður en þau fá fullorð- instennur og eru bara að alast upp í gjörólíkum heimi. börnin okkar búa eiginlega í tveimur ólíkum heimum, sem eru daglegi heimurinn og snjall- heimurinn. Snjallheimurinn þeirra breytist svo hratt og ef við foreldr- arnir ætlum að halda í við þau og halda utan um þau þá skiptir gríð- arlega miklu máli að við tölum sam- an og hjálpumst að við að upplýsa og fræða hvert annað um það sem er efst á baugi hjá krökkunum okkar. Það er okkar von að foreldrasamtal- ið rjúki í gang hérna á svæðinu. fólk hefur mikið að gera og það geta ekki allir verið virkir í foreldrastarfi og við erum ofsalega þakklát fyrir flotta sjálfboðaliða. en allir ættu að geta tekið þátt í foreldrasamtalinu og við fögnum öllum sem leita til okkar með spurningar og ábendingar og munum svo sannarlega gera okkar til þess að koma þeim á framfæri og halda umræðunni á lofti. Við höf- um bara þetta eina tækifæri til að ala upp börnin okkar og félagið verð- ur vonandi kærkomið tækifæri til að mynda tengingu, miðla og læra af öðrum.“ Stofnfundur AK-HVA verð- ur þriðjudaginn 25. febrúar á sal brekkubæjarskóla á Akranesi. Hefst fundurinn klukkan 19.30. bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri Heimilis og skóla, og Heiðrún Janusardóttir forvarnarfulltrúi munu flytja erindi um gagnsemi og forvarnargildi for- eldrasamstarfs. boðið verður upp á kaffi og köku til að fagna og munu nemendur frá skólunum þremur sjá um skemmtiatriði. mm Tinna Steindórsdóttir. Akranes og Hvalfjarðarsveit: Boðað til stofnfundar svæðissamtaka foreldra grunnskólabarna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.