Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2020, Síða 17

Skessuhorn - 11.03.2020, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2020 17 þessa hunda,“ segir hún. Þau segja það líka mikilvægt að velja eigend- ur vel og hika ekki við að neita fólki um hvolp haldi þau að viðkomandi geti ekki séð nógu vel um hundinn. „Maður reyndir svona aðeins að komast að því hver er að fá hvolpinn og fær til dæmis að vita um aðstæður viðkomandi og ef við erum ekki full- viss um að viðkomandi hafa nógu góða aðstöðu til að sjá um hund,“ segir Ágúst. Notar bara ásinn Ágúst fékk sína fyrstu myndavél 12 ára gamall og hefur hann ekki hætt að taka myndir síðan. „Ég hef samt aldrei verið jafn duglegur og í dag,“ segir hann. „Ég tek frekar mynda- vélina með mér út í bíl heldur en konuna,“ bætir hann við og horf- ir brosandi á Hrefnu sem segist al- veg geta tekið undir það. „Hann fer ekkert án vélarinnar,“ segir hún. Spurður hvernig vél hann eigi bros- ir Ágúst og segist að sjálfsögðu eiga ásinn. „Canon,“ segir Hrefna til út- skýringar um leið og Ágúst stend- ur upp til að ná í gripinn og ánægj- an fer ekki á milli mála þegar hann sýnir blaðmanni Canon EOS 1DX vélina sína. „Eftir að digital vélarn- ar komu hefur þetta breyst mikið. Núna er svo lítið mál að taka myndir og hann er alltaf að. Áður fyrr þegar hann var að taka í svarthvítu og sjá sjálfur um að stækka myndirnar var þetta svo mikil vinna og kostnaður,“ segir Hrefna. Ágúst segist í gegnum árin hafa átt margar myndavélar en áhuginn er svo mikill að hann hef- ur alltaf brætt úr vélunum á innan við tveimur árum. „Ég á held ég um 200 myndavélar, allt frá þessum litlu einnota sem maður keypti í Bónus innpakkaðar í plasti upp í stærri og betri vélar, já bara þessa sem ég er með hér,“ segir hann. „En ég bræði ekki úr þessari strax, þetta er skrið- dreki,“ segir hann ánægður. Skemmtilegast að mynda hunda Ágúst hefur í mörg ár séð um að taka ljósmyndir fyrir Hundarækt- arfélag Íslands og tekur myndir á öllum hundasýningum félagsins en aðspurður segir hann það líka allt- af skemmtilegast að mynda hunda. Á einni sýningarhelgi tekur hann um sex þúsund myndir. „Ég elska að taka myndir af hundum. En það er gaman að taka myndir af eiginlega öllu. Ég er mjög hrifinn af lands- lagsmyndum og ég tek líka mynd- ir af fólki og svo er alltaf gaman að ná góðum fuglamyndum,“ seg- ir Ágúst. Hann hefur í gegnum árin mikið keyrt um Borgarfjörð- inn til að taka myndir. „Landslagið hér er svo fallegt og skemmtilegt að mynda það,“ segir Ágúst sem leyfir íbúum í Borgarfirði gjarnan að njóta myndanna með að pósta þeim á Fa- cebook hóp fyrir íbúa sveitarfélags- ins. „Við vorum einu sinni að hugsa um að flytja til útlanda en ég sagðist bara ekki geta það, ég get ekki farið frá íslensku náttúrunni,“ segir Ágúst og brosir. Skurður myndarinnar mikilvægastur Hvað er það sem einkennir góða ljósmyndi? „Það er svo margt en skurðurinn skiptir mestu máli, eða myndbyggingin. Gæði ljósmynd- arinnar skipta engu máli ef skurð- urinn er ekki góður,“ svara Ágúst. „Við gætum bæði tekið mynd á ná- kvæmlega sama stað af nákvæmlega sama myndefni en þín mynd nær ekkert til fólks á meðan mín myndi strax grípa augað, þá er það bara skurðurinn,“ segir hann. En með- al þess sem Ágúst hefur gert í lífinu er að kenna á ljósmyndanámskeið- um og hefur hann því kennt mörg- um sína vitneskju bakvið góða ljós- mynd og hvernig best sé að skera myndir. Góð linsa skiptir miklu máli Þá spyr blaðamaður hvort allir geti lært að taka góða ljósmynd. „Já, ef fólk hefur þolinmæði og vill læra. Það þarf bæði þolinmæði til að læra að taka góða ljósmynd og svo þarf þolinmæði til að ná góðri mynd. Fólk þarf að vera duglegt að nota þrífót þegar það á við og vanda sig við myndatökuna,“ segir Ágúst og rifjar svo upp þegar hann tók myndir af músarindli eitt árið en rétt við bústaðinn þeirra í Mun- aðarnesi hefur músarindillinn ver- ið með hreiður. Einn daginn hvarf Ágúst út í þrjá til fjóra klukkutíma og þegar hann snéri til baka kom í ljós að hann fór ekki langt. Hann hafði þá legið úti og beðið þol- inmóður eftir rétta augnablikinu til að ná góðri mynd af fuglinum. „Þetta er lítill fugl sem erfitt get- ur verið að mynda. Sérstaklega því ég nota ekki fuglalinsu. En þetta er áskorun, maður þarf að vinna fugl- inn og það þykir mér gaman,“ seg- ir Ágúst og brosir. Aðspurður segist hann mest nota svokallaða 70-200 mm linsu til að mynda fugla en góð fuglalinsa væri til dæmis 600 mm. „En ef maður hefur þolin- mæði þarf ekki linsu sem nær svona langt. En það skiptir samt máli að nota bara gæðalinsur og ég nota bara linsur sem eru með ljósop 1,8 eða 2,8,“ segir Ágúst og útskýr- ir að í sinni vinnu sem ljósmyndari fyrir Hundaræktarfélag Íslands sé mikilvægt að hafa alltaf ljósop sem kemst svo neðarlega. „Ég er mest að mynda í dimmri reiðhöll og það er ekki hægt nema með almenni- legri linsu með góðu ljósopi. En ég líka segi alltaf við fólk að fjárfesta í góðum linsum. Vélarnar gefa sig en linsurnar ekki, þær ganga milli véla,“ segir hann. Ljósmyndir eftir Ágúst hafa birst víða en árlega gefur Hundarækt- arfélag Íslands út tvö tímarit og í hverju blaði eru um 120 myndir frá honum. Þá gefur deild íslenska fjár- hundsins út dagatal árlega þar sem myndir eru eftir Ágúst auk þess sem myndir frá honum hafa birst í dag- blöðum og jafnvel í tímaritum í öðrum löndum. arg/ Ljósm. Ágúst Elí Ágústsson Íslenskur fjárhundur á beit. Ágúst hefur í mörg ár séð um myndatökur fyrir Hundaræktafélag Íslands á sýningum. Borgarnes og Hafnarfjallið að kvöldi. Krían. Hrefna og Ágúst rækta íslenska fjár- hundinn. Borgarfjörður í haustlitum. Hæna. Hestur á beit. Álftin á ferð. Hallgrímskirkja að kvöldi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.