Skessuhorn - 11.03.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2020 21
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Samþykkt deiliskipulags fyrir
Skógarhverfi 4. áfanga á Akranesi.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 25. febrúar 2020
deiliskipulag fyrir Skógarhverfi 4. áfanga. Tillagan var auglýst
samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið er
samþykkt með þeirri breytingu að útfærsla gatnamóta Ketils-
flatar og Þjóðbrautar verði óháð þessu deiliskipulagi. Lagfær-
ingar eiga ekki við efnisatriði deiliskipulagsins eða hagsmuni
annarra en Akraneskaupstaðar.
Lagfæringar felast í eftirfarandi: Skipulagssvæðið er minnkað
verður 2.12 ha í stað 2.25 ha. Lóð nr. 1 er minnkuð um 38
fermetra á vesturhorni. Nýtingarhlutfall er hækkað í 0.54 til að
halda sama byggingamagni. Tölur í greinargerð eru uppfærðar
til samræmis við breytt flatarmál skipulagssvæðis og lóðar.
Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður
frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagins í B-deild
Stjórnartíðinda.
Samþykkt deiliskipulags fyrir Skógarhverfi áfangi
3B Akraneskaupstaður
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 25. febrúar 2020
deiliskipulag fyrir Skógarhverfi áfanga 3B. Tillagan var auglýst
samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið er
samþykkt með þeirri breytingu að byggingarreitur skólabygg-
ingar er minnkaður, byggingarreitur fyrir einnar hæðar bygg-
ingu er felldur út. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til
úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er
einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipu-
lagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Hvernig hefur þjónusta
bæjarins reynst þér?
Segðu okkur sögu/lýsingu af reynslu þinni af þjónustu
Akraneskaupstaðar, hvað er til fyrirmyndar og hvað má betur fara?
Akraneskaupstaður hefur ráðist í verkefni, í samstarfi við Capacent,
sem miðar að því að bæta þjónustu og skilvirkni í rekstri og starfsemi
sveitarfélagsins.
Þín skoðun, reynsla og upplifun skiptir okkur máli!
Sjá nánar á www.akranes.is/abendingagatt
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Áran, íslensku árangursverðlaunin
í markaðssetningu, var afhent í lið-
inni viku. Verðlaunin hlaut Arion
banki fyrir herferðina Arion appið
– þægilegri bankaþjónusta. Árang-
ursverðlaununum er ætlað að beina
sjónum að herferðum sem skilað
hafa framúrskarandi árangri en það
eru stjórnir ÍMARK og SÍA sem
veita þau.
Bankinn fékk verðlaunin fyrir
auglýsingaherferð þar sem kostir
Arion appsins eru kynntir og þær
fjölmörgu aðgerðir sem hægt er að
framkvæma í því viðskiptavinum
til þæginda. Sem dæmi má nefna,
greiðsludreifingu kredikorta,
tryggingar frá Verði, núlán, fjár-
málin mín þar sem viðskiptavinir
hafa fulla yfirsýn yfir tekjur og út-
gjaldaliði, stofnun sparnaðarreikn-
inga og opnun appsins fyrir yfirlit
yfir reikninga frá Íslandsbanka og
Landsbanka. mm
Það var nóg að gera hjá BB og son-
um á síðasta fimmtudag við bíla-
björgun. Við Köldukvísl á Vatna-
leið varð umferðaróhapp um morg-
uninn þar sem bíll festist í skafli
auk þess að vera ekið utan í vegr-
ið. Seinna um daginn skullu sam-
an tveir bílar sem voru að koma
úr gagnstæðri átt. Var áreksturinn
svo harður að báðir bílarnir voru
óökuhæfir og þurfti tvo kranabíla
til að fjarlægja þá. Þegar búið var
að fjarlægja þá, og snjómokstursbíll
var að fara að hreinsa veginn, vildi
ekki betur til en svo að einn öku-
maður tók framúr og ók beint inn
í skaflinn og festi bíl sinn þar. Þeg-
ar búið var að losa hann og lagt af
stað heim á leið kom útkall vegna
rútu sem hafði fokið út af í Staðar-
sveitinni. Var þá sú ákvörðun tek-
in að fara með báða kranabíla BB
Nú á tímum veiru og alls kyns vol-
æðis ber matvælaöryggi oftar á
góma. Dæmi eru um að fólk sé farið
að birgja sig upp af mat; niðursoðn-
um, frystum auk þurrvöru. Þessir
þrír félagar í Borgarnesi höfðu þó
annan háttinn á. Þeir drifu sig út í
góða veðrið um liðna helgi og tóku
til við að svíða lappir. Þar sem at-
hæfið rataði á fésbók uppskáru þeir
bæði lof fyrir framtakssemina en
einnig háð. Margir eru aldir upp
við að borða sviðalappir, súrar eða
nýsoðnar, meðan aðrir líta á þetta
sem gagnslitna aðgerð út frá mann-
eldissjónarmiðum. Bentu jafnvel á
að fljótlegra væri að biðja um mat-
araðstoð hjá kirkjunni. Á þessu væri
jú lítill sem enginn matur. Hvort
sem menn eru með eða á móti
handverki af þessu tagi er ekkert
nema sjálfsagt að menn njóti sam-
vista og geri eitthvað skemmtilegt
saman. Sviðalappasvíðingar geta
tvímælalaust flokkast undir það. Á
myndinni eru Fúsi, Sigurður Frið-
geir og Vífill. mm/ Ljósm gae
Sviðalappasvíðingar
BB og synir komu
vegfarendum til aðstoðar
og sona þangað til að koma rútunni
upp á veg að nýju. Gekk það nokk-
uð greiðlega fyrir utan óhapp sem
varð til þess að rútan varð óökuhæf
svo skilja varð hana eftir. Kom þá
önnur rúta og sótti farþegana. Eins
og sést á myndinni sem Sigurjón
Hilmarsson tók var veðrið ekki upp
á sitt besta; rok og hálka.
þa
Arion banki hlaut
árangursverðlaun