Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2020, Qupperneq 9

Skessuhorn - 13.05.2020, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 9 LANDBÚNAÐAR K L A S I N N Lumar þú á lausn? Viðskiptahraðall fyrir nýjar lausnir í landbúnaði, haftengdum iðnaði og smásölu. Umsóknarfrestur til 15.júní Laugargerðisskóli, Snæfellsnesi auglýsir eftir starfsfólki Við óskum eftir: Mátráði til að sinna mötuneyti skólans. Um er að ræða 85% starf. Hlutverk matráðar er m.a. að bjóða upp á næringarríkt og hollt fæði á skólatíma í samræmi við manneldismarkmið. Sjá um aðföng, þrif á eldhúsi og matsal, útbúa matseðla og stýra starfsemi eldhússins í samráði við skólastjóra. Við óskum eftir samstarfsliprum einstaklingi hvort heldur sem er karli eða konu. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á því að vinna með fólki á öllum aldri og hafa ánægju af samskiptum við börn og unglinga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 13. ágúst 2020. Íþróttakennara í 9 kennslustundir, viðkomandi þarf að • hafa réttindi baðvarða. Afleysingakennara í 6 mánuði frá miðjum ágúst til miðs • febrúar 2021. Um er að ræða um 50% stöðu um- sjónarkennara yngri deildar skólans. Starfsfólk skólans sinnir bæði starfi og eða kennslu í • leik– og grunnskóladeild. Við leikskóladeild Laugargerðisskóla óskum við eftir: Deildarstjóra í 80-100% starf.• Leikskólakennara í 100% starf.• Starfsmanni á leikskóla í 40% starf.• Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Ingveldur Eiríksdót- tir í síma 768-6600, 435-6600 og í tölvupósti, skolastjori@ laugargerdisskoli.is Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn til skólastjóra á rafrænu formi með upplýsingum um náms- og starfsreynslu. Umsóknarfrestur er til 22. maí 2020. SK ES SU H O R N 2 02 0 Í síðustu viku héldu félagar í Lions- klúbbi Akraness fund í húsakynn- um Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands á Akranesi. Búið var að opna sjúkrahúsið fyrir gestakomum, en fundir klúbbsins hafa legið niðri síðan í mars þegar kórónaveiran kom upp. Á fundinn mættu jafn- framt forstjóri HVE og deildar- stjórar á sjúkrahúsinu en klúbbur- inn færði HVE fjögur ný tæki að gjöf. Um er að ræða þrjá monitora til vöktunar á líðan sjúklinga og eina skilvindu sem starfsfólk rann- sóknastofu notar við blóðrann- sóknir. Gjafir þessar eru að and- virði 3.470.000 krónur. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri HVE veitti gjöfunum viðtöku og færði klúbbnum kærar þakkir fyrir rausnarskap nú sem fyrr. Hún gat þess að Lionsklúbbur Akraness gaf tæki að andvirði 15 milljónir króna árin 2017-2019 og nú bætist þessi höfðinglega gjöf við þá upphæð. Benjamín Jósefsson forseti Lionsklúbbs Akraness segir að auk gjafa til HVE hafi klúbburinn á því starfsári sem nú er að líða styrkt söfnun vegna Rauðu fjaðrarinnar um 100 þúsund krónur, Björgun- arfélag Akraness um 200.000 kr, Mæðrastyrksnefnd um 150.000 krónur og gefið spjaldtölvur á Höfða fyrir 248 þúsund krónur. Þá hafa Lionsklúbbar á starfssvæði HVE gefið fæðingarrúm og lagði hver klúbbur fram 145 þúsund krónur í það verkefni. Ein helsta fjáröflunarleið Lions- klúbbs Akraness er umsýsla og leiga á ljósakrossum á leiði í Akra- neskirkjugarði á aðventunni. Benjamín segir að nú sé hafin end- urnýjun á búnaði í kirkjugarðin- um, en keyptir verða nýir krossar, lagnir og annar búnaður að and- virði rúm ein milljón króna. Þá gaf klúbburinn til alþjóðahjáparsjóðs Lions 215.000 krónur til minning- ar um félaga þeirra Ófeig Gests- son sem lést fyrir um einu ári síð- an. „Þrátt fyrir að við séum að fjár- festa í nýjum búnaði í kirkjugarð- inn er ég ánægður með hvað við í Lionsklúbbi Akraness höfum náð að leggja mörgum góðum málefn- um lið,“ segir Benjamín í samtali við Skessuhorn. mm Fulltrúar HVE ásamt Benjamín Jósefssyni forseta klúbbsins við tæki svipað þeim mónitorum sem Lionsmenn gáfu nú. Lionsmenn færðu HVE á Akranesi góðar gjafir

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.