Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2020, Page 14

Skessuhorn - 13.05.2020, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 202014 Bjarnheiður Hallsdóttir var fyrir helgi endurkjörin formaður Sam- taka ferðaþjónustunnar til næstu tveggja ára. Bjarnheiður var kjör- in formaður SAF á vormánuð- um 2018 og segir ekki annað hafa komið til greina en að gefa kost á sér áfram. „Það má eiginlega segja að um leið og ég byrjaði hafi stóru krísurnar skollið á ferðaþjónustuna, hver á eftir annarri,“ segir Bjarn- heiður og hlær. „Krónan var orðin það sterk árið 2018 að það var farið að bíta verulega og var það eigin- lega fyrsta áskorunin mín sem for- maður SAF,“ útskýrir hún. Ári eft- ir að Bjarnheiður var kjörin for- maður varð WOW air gjaldþrota með tilheyrandi höggi fyrir ferða- þjónustuna. „Þá voru vinnudeilur og verkfallsaðgerðir sem beindust að ferðaþjónustunni í fyrravor líka, auk þess sem Boeing Max flugvél- ar Icelandair voru kyrrsettar. Okk- ur þóttu þetta allt svo stórir og miklir atburðir, enda miklar krís- ur í venjulegum skilningi. En í dag setur maður þetta í allt annað sam- hengi og við myndum glöð skipta á núverandi ástandi og krísum fyrri ára, ef það væri í boði,“ segir Bjarn- heiður. Berjast gegn ólöglegri starfsemi Samtök ferðaþjónustunnar eru hagsmunasamtök sem hafa það hlutverk að standa vörð um hags- muni ferðaþjónustunnar í land- inu en ferðaþjónustan hefur vax- ið mjög hratt síðustu ár. „Laga- og reglugerðaumhvefið, sem og upp- bygging grunninnviða, hefur ekki alveg haldið í við vöxt greinarinn- ar. Það hefur verið að mörgu að hyggja í þeim málum og komum við frá SAF inn með ákveðið aðhald til stjórnvalda. Við höfum sýn á at- vinnugreinina sem löggjafarvaldið hefur ekki og þegar það eru lögð fram frumvörp eða slíkt komum við með ábendingar og athugasemd- ir. Við höfum til að mynda mikið verið að berjast fyrir því að ólögleg starfsemi í ferðaþjónustunni verði stöðvuð, til dæmis svört gististarf- semi og svo ekki síður allar þessar erlendu rútur og erlenda starfsfólk sem oft stunda félagsleg undirboð og skekkir þar með samkeppnis- stöðuna,“ útskýrir Bjarnheiður. Gæta þess að fyrirtæki fari ekki í þrot Nú á tímum kórónuveirunnar er ljóst að ferðaþjónustan hefur feng- ið mikið högg á sig og enn á eftir að koma í ljós hverjar afleiðingarn- ar muni verða. En hvert er hlutverk Samtaka ferðaþjónustunnar í þessu ástandi? „Aðaláherslan hjá okkur er að tryggja að það lifi nógu stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja þennan far- aldur af. Það þurfa að vera fyrirtæki starfandi og tilbúin þegar eitthvað fer að gerast aftur, því það gæti gerst hratt og það væri vonlaust ef kannski 90% ferðaþjónustufyrir- tækja væru orðin gjaldþrota. Það tekur tíma að byggja upp ný fyr- irtæki og ef við erum ekki tilbúin að taka á móti ferðamönnum þeg- ar landið og markaðir opnast mun það kosta þjóðina mikla fjármuni, störf og hafa alvarlegar samfélags- legar afleiðingar. Okkar markmið er að tryggja að þau fyrirtæki sem allt benti til að hefðu blómstrað undir venjulegum kringumstæðum, verði tilbúin að hefja starfsemi um leið og það rofar til,“ svarar hún. Ánægð með aðgerðir ríkisstjórnarinnar Aðspurð segist Bjarnheiður sér- staklega ánægð með aðgerðarpakka þrjú sem ríkisstjórnin kynnti fyr- ir síðustu mánaðamót. „Við urð- um fyrir vonbrigðum með pakka tvö og ákváðum þá að herða róð- urinn og það skilaði sér. Við innan ferðaþjónustunnar erum að ég held flest mjög ánægð með pakka þrjú, þó vissulega sumt eigi eftir að út- færa. Það hafa margir nýtt sér það úrræði að segja upp starfsmönnum, þar sem ríkissjóður stendur undir stórum hluta launagreiðslna á upp- sagnarfresti. Það er kannski undar- legt að tala um uppsagnir sem já- kvæðar, en í ljósi ástandsins og erf- iðrar lausafjárstöðu fyrirtækjanna er nauðsynlegt að hægt sé að segja upp fólki án þess að fyrirtækin sitji eftir með kostnað við uppsagnar- frestinn og fari því jafnvel á haus- inn. Það er mikilvægt að muna að þetta eru ekki uppsagnir sem bein- ast að persónum starfsmanna held- ur var fólki aðeins sagt upp af þeim sökum að fyrirtækin geta ekki stað- ið undir launakostnaði eins og er. Það er að sjálfsögðu markmiðið að ráða þetta sama fólk aftur til starfa þegar starfsemi kemst aftur í gang,“ segir Bjarnheiður. Íslendingar dropi í hafið í stóra samhenginu Hvernig sér Bjarnheiður sumarið á Íslandi? „Það sveiflast dag frá degi verð ég að segja. En ég hreinlega „Ferðaþjónustan mun koma okkur upp úr þessu aftur“ Rætt við Bjarnheiði Hallsdóttur formann Samtaka ferðaþjónustunnar veit ekki hvernig þetta sumar mun verða,“ svarar hún en bætir því þó við að hún sé bjartsýn fyrir sumr- inu. „Ég er sérstaklega bjartsýn á að ferðaþjónustan fari fyrr af stað en við höldum. Ég finn það sterkt, bæði hér heima og um allan heim, að fólk finnst orðið tímabært að skoða hvernig hægt sé að koma öllu af stað aftur. Ég er viss um að það verði ekki allt opnað á einu bretti, það verður gert hægt, en ég held það fari að gerast fljótlega.“ Íslendingar hafa verið hvatt- ir til að ferðast innanlands í sum- ar og þannig sýna ferðaþjónust- unni stuðning. En eru Íslending- ar nógu margir til að geta komið fyrirtækjum í ferðaþjónustunni til bjargar? „Nei, innanlandsmarkað- urinn er bara dropi í hafið miðað við þann stóra hóp sem ferðaþjón- ustan er vön. Við erum að tala um kannski 200 þúsund manns miðað við tvær milljónir. Það er vitað mál að starfsemi ferðaþjónustunnar um allt land verður skert í sumar, stóru hótelkeðjurnar halda bara hluta hótelanna opnum. Það er ekki enn orðið ljóst hvernig opnun á ýmissi afþreyingu kemur til með að vera, þar spilar inn í bæði kostnaður og sóttvarnarreglur. En það eru mörg smærri ferðaþjónustufyrirtæki, fjöl- skyldufyrirtæki sem ekki eru með starfsfólk á launaskrá, sem gætu lif- að af innanlandsmarkaðnum í sum- ar. Íslendingar gætu kannski orð- ið eins og plástur á sárið fyrir þá. En innanlandsmarkaðurinn er því miður ekki að fara að bjarga þessari atvinnugrein. Svo má ekki gleyma öllum þeim fjölmörgu ferðaþjón- ustufyrirtækjum sem eingöngu hafa þjónað erlendum ferðamönnum, svo sem þær fjölmörgu ferðaskrif- stofur, sem skipuleggja pakkaferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Þau fyrirtæki hafa litla sem enga möguleika á innanlandsmarkaðn- um og eru því verkefnalaus, með- an þetta ástand varir,” svarar Bjarn- heiður. Veskið opnara í Disneylandi Spurð hvað við þurfum að gera til að bjarga ferðaþjónustunni í gegn- um þetta tímabil segir hún mikil- vægt að fyrirtækin geti lagst í dvala og fái svigrúm til að vera í friði á meðan ástandið varir svo þau get- ið farið á fullt um leið og birtir til. „Mörg fyrirtæki eru að reyna að halda sér gangandi í sumar en það er vitað mál að þau geta það ekki öll. Við sjáum hótelin til dæmis vera að bjóða ýmis tilboð og pakka núna. En það er vitað mál að þetta er ekki sjálfbær verðlagning til langs tíma en getur kannski dugað til að halda lífi í hlutunum, til að fá eitthvað upp í fastan kostnað,“ segir Bjarnheiður og bætir því við að ekki megi horfa fram hjá því að tugþúsundir Íslend- inga hafa misst vinnuna að hluta eða öllu leyti síðustu vikur og því orðið fyrir tekjuskerðingu sem get- ur haft áhrif á útgjaldagetu þeirra. „Það eru ekkert endilega allir sem hafa efni á að ferðast um landið í sumar,“ segir hún. En er ferðaþjónusta á Íslandi þá of dýr? „Við verðum að átta okkur á að Ísland er hálauna- og háskatta- svæði í alþjóðlegum samanburði og þess vegna er ferðaþjónustan hér dýrari en víða annars staðar. En svo er það einfaldlega þann- ig að við Íslendingar erum oft til- búnari að opna veskið okkar í Dis- neylandi í Flórída en til dæmis að fara í hvalaskoðun á Íslandi, þó það megi deila um hvort sé meiri upp- lifun. Það kostar alltaf að ferðast en hér heima virðumst við ekki tilbú- in að borga jafn mikið og þegar við förum út fyrir landsteinana,“ segir hún. Ætlaði sér alltaf til Þýskalands En hver er Bjarnheiður? „Ég er fædd og uppalin á Akranesi, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólan- um á Akranesi, eins og hann hét þá. Ég fór til Þýskalands í nám tvítug, enn með stúdentshúfuna á hausn- um,“ svarar hún. En af hverju til Þýskalands? „Mig hafði dreymt um að fara þangað í mörg ár og ákvað í raun þegar ég var 15 ára að ég ætl- aði til Þýskalands,“ svarar hún. Það voru sjónvarpsþættirnir vinsælu um Derrick sem spiluðu stórt hlutverk í þeirri ákvörðun hennar. „Ég elsk- aði þessa þætti. Svo var ég alltaf að syngja í kór þar sem mikið var sungið af þýskum textum og mér þótti tungumálið ótrúlega fallegt. Ég byrjaði að læra þýsku um leið og ég gat og heillaðist bara enn meira og það kom aldrei annað til greina en að fara til Þýskalands um leið og ég gæti,“ segir Bjarnheiður. Valdi nám úr doðranti Bjarnheiður flutti til Þýskalands árið 1987 og bjó þar í sjö ár og lærði rekstrarhagfræði með áherslu á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Segir hún námsvalið hafa verið ein- skæra tilviljun. „Markmiðið var að fara til Þýskalands í nám, námsval- ið kom svo bara á eftir,“ segir hún og hlær. „Ég settist niður með risa doðrant, þá var sko ekkert internet, með námsframboði og valdi bara það sem mér fannst hljóma best.“ Á þessum tíma var ferðaþjónusta á Ís- landi engin til að tala um svo hvað var það við þetta nám sem heill- aði? „Ég hafði aðeins ferðast sjálf og fannst þetta heillandi heimur. Ætli það sé ekki bara ástæðan fyrir þessu vali. Ég var líka alveg ákveð- in í að hætta og fara í eitthvað ann- að ef mér líkaði þetta nám ekki, en það kom ekki til þess.“ Samhliða náminu starfaði Bjarnheiður fyrir þýskt ferðaþjónustufyrirtæki sem seldi ferðir til Íslands. Eftir að hún snéri heim á ný árið 1994 hélt hún þeirri vinnu áfram í þrjú ár til við- bótar. Árið 1997 ákvað hún ásamt íslenskum skólabróður sínum að stofna eigið ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi og stofnuðu þau þá Kötlu Travel. Selur Þjóðverjum Íslandsferðir Í dag rekur Bjarnheiður annars vegar fyrirtækið Katla Travel, sem er staðsett í Þýskalandi og selur Þjóðverjum einstaklingsferðir til Íslands, og hins vegar Katla DMI, sem er staðsett í Reykjavík og sér um að skipuleggja hópa- og ein- staklingsferðir fyrir þýskar ferða- skrifstofur. En eins og fyrr segir var fyrirtækið Katla Travel fyrst stofn- að árið 1997, nokkru áður en ferða- þjónusta varð stór atvinnugrein á Ís- landi og má því segja að Bjarnheið- ur hafi verið frumkvöðull í ferða- þjónustu á Íslandi. „Þjóðverjar hafa verið tryggir ferðamenn hér. Það hefur verið hægt að kaupa Íslands- ferðir í Þýskalandi í áratugi,“ seg- ir Bjarnheiður. En hvernig sér hún sumarið fyrir sér hjá Kötlu Tra- vel og Kötlu DMI? „Það stoppaði náttúrulega allt 15. mars. Þá voru þeir sem voru staddir hér á landi kallaðir heim af þýskum stjórn- völdum og síðan þá höfum við ekki gert annað en að afbóka. Starfsfólk- ið okkar er komið á hlutabótaleið- ina og vinnur ekki mikið þessa dag- ana og það er ekki hægt að segja að verkefnin séu mjög uppbyggileg hjá okkur. Það eru reyndar þó nokkr- ir að umbóka og það er svona ljós- ið í myrkrinu fyrir okkur. Reyndar þurfum við nú að fara að huga að árinu 2021, sem við vonum auðvi- tað að verði gott ferðaþjónustuár. En það er óhætt að segja að þetta sé í fyrsta skipti á ævinni sem ég er ekki að drukkna í vinnu,“ segir hún og brosir. „Við bíðum bara eftir að allt fari af stað aftur og erum bjart- sýn á að þá gangi vel. Við erum með fastmótaða vöru sem hefur gengið vel að selja og sjáum ekki ástæðu til að óttast að þetta breyti því. Von- umst bara til að krónan verði okk- ur hagstæð svo við getum kannski boðið betra verð en áður. En Þjóð- verjar fara að ferðast um leið og það er hægt, þeir taka sumarfríin sín mjög alvarlega og eru ferðalög mjög ofarlega á forgangslistanum í þeirra neyslu,“ segir hún. Skapað milljarða í gjaldeyristekjur Bjarnheiður segist hafa orðið vör við neikvæða umræðu í garð ferða- manna á Íslandi og segir umræðuna sýna vanþekkingu og skammsýni „Ég verð stundum bara reið. Eftir hrunið var íslenska hagkerfið í rúst. En þá sköpuðust loksins skilyrði fyrir þessa atvinnugrein að vaxa hér á landi bæði þar sem krónan hrundi og svo vegna þeirrar gríð- arlegu landkynningar sem við feng- um með gosinu í Eyjafjallajökli. Þá loksins gat þessi atvinnugrein orðið alvöru gjaldeyrisskapandi grein og hefur hún tekið fram úr bæði sjáv- arútveginum og stóriðjunni og er núna stærri en báðar þær greinar til samans. Þetta er atvinnugrein sem kom okkur upp úr þeim efnahags- lega öldudal sem við lentum í eftir hrun og gerði það hratt. Ferðaþjón- ustan hefur á síðasta áratug skapað okkur þúsundir milljarða í gjald- eyristekjur og einfaldlega stórbætt lífskjör í landinu, sem hafa aldrei í sögunni verið betri. Hún hefur gert okkur kleift að greiða niður skuldir ríkisins á fádæma hraða, nánast út- rýmt atvinnuleysi og skapað þennan risastóran gjaldeyrisvaraforða sem við eigum nú og mun nýtast okk- ur vel í þeirri stöðu sem við erum í núna,“ segir Bjarnheiður. Örfáir staðir fullir af ferðamönnum „Lítil þorp og bæir sem voru við það að deyja út eru margir hverj- ir í blóma núna og er það ferða- þjónustunni að þakka. Fólk hefur í dag miklu meira val um búsetu en áður var, því ferðaþjónustan stuðl- ar að fjölbreyttri atvinnusköpun um allt land,“ segir hún og bætir við að viðhorf okkar til ferðaþjón- ustunnar þurfi að breytast. „Þeg- ar ég heyri fólk kvarta yfir því að geta ekki ferðast um eigið land því það sé fullt af ferðamönnum þá verð ég hugsi, því þetta er nefni- lega ekki rétt. Jú, það eru vissulega örfáir staðir fullir af ferðamönn- um, í nokkrar klukkurstundir á dag. Gullni hringurinn, kannski Vík í Mýrdal og Jökulsárlón. En hvað með Vestfirði og Austfirði? Þar er ekki troðfullt af ferðamönnum og ótrúlega margt fallegt hægt að sjá og gera. Ég blæs á þessa umræðu og finnst hún ósmekkleg.“ Fjöldi veitingastaða vegna ferðamanna Vegna ferðaþjónustunnar hefur ver- ið hægt að byggja upp fjölbreytta þjónustu víða um landið og auka þar með lífsgæði heimamanna og tekur Bjarnheiður sem dæmi veit- ingastaði og kaffihús sem lifa góðu lífi vegna ferðamanna. „Ef við horf- um til dæmis á Höfn í Hornafirði, þar eru held ég níu eða tíu veitinga- staðir, í þessu litla bæjarfélagi. Það er ekki af því íbúar á Höfn séu svona duglegir að fara út að borða. Ef við berum það svo saman við Akranes, töluvert fjölmennara samfélag, þá eru þjónustuframboð hér t.d. hvað varðar kaffihús og veitingastaði ekki líkt því eins fjölbreytt. Skyldi það vera af því að hingað hefur ekki komið svo mikið af erlendum ferðamönnum?“ segir hún og bætir við að flugsamgöngur til og frá Ís- landi væru ekki jafn umfangsmikl- ar og raun ber vitni nema vegna þess að ferðamenn eru að koma til landsins. Icelandair hefur byggt upp stórt leiðakerfi með tenging- ar til bæði Evrópu og Bandaríkj- anna með Keflavík sem miðpunkt, þar sem við getum flogið beint til margra áfangastaða. „Þetta væri ekki mögulegt nema fyrir tilstilli ferðaþjónustunnar,“segir hún. Sjósund einstakt En hvað er það sem Bjarnheiður gerir þegar hún er ekki að hrær- ast í ferðaþjónustunni? „Ég syng í tveimur kórum, les mjög mik- ið, stunda líkamsrækt, geng á fjall og syndi í sjónum,“ svarar hún, en Bjarnheiður gengur á Akrafjall eins oft og tíminn leyfir. Þá hefur hún stundað sjósund í um sjö ár og er meðlimur í Sjóbaðsfélagi Akraness. Hún hafði fylgst með sjósundsfólki í eitt ár þegar hún ákvað að demba sér sjálfri í sjóinn. „Ég fór og keypti mér allar græjur áður en ég próf- aði, flestir gera þetta nú öfugt en ég var fullviss um að sjósund væri eitthvað frábært og ég hafði sko á réttu að standa,“ segir hún og bros- ir. En hvað fær mann til að fara í út í ískaldan sjó við Ísland? „Upp- lifunin,“ segir hún og brosir. „Það er einstök upplifun að gera þetta. Maður finnur mjög fljótlega hvað það er gott og endurnærandi að fara í sjóinn og hvað manni líður vel á eftir. Ég hef oft sagt að þetta sé eins og endurræsa andlegu hlið- ina, maður fer kannski útí í vondu skapi en kemur alltaf brosandi upp- úr aftur,“ segir hún. „Sjórinn gef- ur manni steinefni og svo er maður að fara út í lifandi umhverfi, nátt- úrulegan öldugang og svo er útsýn- ið stórkostlegt, sérstaklega hér við Langasand. Ég get sagt og stað- ið við það að Langisandur er lang- besti sjóbaðsstaðurinn á landinu og það er bara engu líkt að fara í sjóinn þar,“ segir Bjarnheiður. Ferðaþjónustan mun bjarga okkur Aðspurð segist hún sjálf ætla að ferðast um Ísland í sumar en von- ast þó fyrst og fremst til að þurfa að fara að sinna venjulegum verkefn- um að nýju. „Ég hef alltaf reynt að ferðast um landið okkar á sumrin. Í gegnum tíðina hafa fótboltamót oftast stjórnað áfangastöðunum,“ segir hún og brosir. Bjarnheiður á þrjá syni á aldrinum 14-29 ára og hefur í gegnum árin varið sumarfrí- um á fótboltamótum víða um land- ið. „Þetta verður öðruvísi sumar en ég mun eitthvað ferðast, ætla til dæmis í gönguferð austur á fjörð- um og örugglega fara í hvalaskoð- un,“ segir hún og bætir við að hún hafi farið í hvalaskoðun á hverju ári í mörg ár. „Það er frábært að fara í hvalaskoðun og það er eitthvað sem allir verða að prófa. En ég bíð bara eftir því að geta farið að vinna af fullum krafti aftur. Ég er viss um að það verður ferðaþjónustan sem nær okkur af stað aftur, út úr þessari kreppu. Það hefur mikið verið talað um nýsköpun og skapandi greinar og að núna þurfi að leggja áherslu á þá málaflokka, sem er bara fínt. En það tekur mörg ár að þróa nýjungar þar til þær fara að skila verðmætum og það er því ekkert nýtt að fara að bjarga okkur núna. Ferðaþjónust- an er það sem mun koma okkur af stað aftur og þess vegna verðum við að huga vel að ferðaþjónustufyrir- tækjunum okkar og starfsmönnum þeirra á meðan þetta ástand varir,“ segir Bjarnheiður að endingu. arg Í hvalaskoðun með Láka Tours í Grundarfirði. Ljósm. úr safni/ tfk. Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Katla Travel TMI og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bjarnheiður í hópi félaga sinna í Sjóbaðsfélagi Akraness. Ljósm. úr safni/ Guðni Hannesson. „Þetta er atvinnugreinin sem kom okkur upp úr þeim efnahagslega öldudal sem við lentum í eftir hrun og gerði það hratt.“ Svipmynd úr Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/gbh.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.