Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2020, Side 21

Skessuhorn - 13.05.2020, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2020 21 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti nýverið fyrir frumvarpi sem kveður á um bann við að setja til- teknar, algengar einnota plastvör- ur á markað. Meginmarkmið frum- varpsins er að draga úr áhrifum af notkun plasts á umhverfið og heilsu fólks og ýta undir notkun margnota vara. Meðal vara sem bannað verð- ur að setja á markað eru einnota bómullarpinnar úr plasti, hnífapör, diskar, sogrör, hræripinnar og blöð- ruprik, sem og matarílát og drykkj- arílát úr frauðplasti. Undantekn- ingar eru gerðar ef vörur flokkast sem lækningatæki. Sömuleiðis er lagt til að óheimilt verði að afhenda endurgjaldslaust einnota bolla, glös og matarílát úr plasti, sem ætluð eru undir drykki og matvæli til neyslu beint úr viðkomandi íláti. Gjaldið skal vera sýnilegt á kassakvittun. Einnota drykkjarílát sem eru með tappa eða lok úr plasti verður einungis heimilt að setja á mark- að ef lokið er áfast ílátinu á meðan það er notað. Það er gert til þess að tappar og lok endi ekki á víðavangi, heldur fylgi með flöskum alla leið í endurvinnslu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að vörur sem gerðar eru úr svoköll- uðu oxó-plasti verði bannaðar en eðli þess er að sundrast í öragnir sem eru skaðlegar umhverfi. Vörur úr slíku plasti eru nokkuð algengar, s.s. vissar tegundir plastpoka. Í frumvarpinu er kveðið á um sérstaka merkingu sem tiltekn- ar einnota plastvörur eiga að hafa um hvernig meðhöndla eigi vöruna eftir notkun og þau neikvæðu áhrif sem hún hefur berist hún í um- hverfið. Þetta á m.a. við um ýmsar tíðavörur, blautþurrkur, og bolla og glös fyrir drykkjarvörur. Í öllum tilfellum eru fáanleg- ar staðgönguvörur sem eru marg- nota eða innihalda ekki plast sem nota má í stað þeirra plastvara sem frumvarpið tekur til. Með frumvarpinu er innleidd að stærstum hluta ný Evróputil- skipun sem er fyrst og fremst beint að ýmsum algengum plastvörum sem finnast helst á ströndum. Til- skipuninni er einnig ætlað að styðja við myndun hringrásarhagkerfis og draga úr myndun úrgangs. Gert er ráð fyrir að lögin taki að stærstum hluta gildi 3. júlí 2021. mm Lögmannsstofan Málsvari fagn- ar því í tilkynningu til fjölmiðla, fyrir hönd skjólstæðinga sinna, að Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur m.a. Úrval Útsýn, Plúsferðir, Sum- arferðir og Iceland Travel Bureau, hafi fallist á kröfur skjólstæðinga lögmannsstofunnar og hafið endur- greiðslu krafna þeirra fyrir pakka- ferðir sem var aflýst. Í tilkynningu frá Málsvara segir að skjólstæðing- ar hafi lengi staðið í þrefi við fyr- irtækið um endurgreiðslu seldra ferða sem féllu niður vegna Co- vid. „Þegar við hófum innheimtu- aðgerðir voru viðbrögð Ferðaskrif- stofu Íslands á þann veg að allt útlit var fyrir að greiðslur yrðu torsóttar. Við gleðjumst því yfir að innheimta okkar skuli hafa skilað svo skjótum árangri,“ segir í tilkynningunni. Fyrir liggur frumvarp ferðamála- ráðherra sem heimilar ferðaskrif- stofum að endurgreiða viðskipta- vinum ferðir sem féllu niður með útgáfu inneignarnótna til 12 mán- aða. Frumvarpið hefur mætt mót- byr enda telja viðskiptavinir ferða- skrifstofa að þeim beri að fá endur- greitt fyrir ferðir sem þeir höfðu greitt inná, en voru aldrei farnar. Ferðaskrifstofa Íslands hefur sam- kvæmt tilkynningu Málsvara hafið slíkar endurgreiðslur. mm Þórunn Kristins- dóttir bóndi á Hálsi undir Kirkjufelli í Grundarfirði sýnir hér stolt fyrsta kið- linginn sinn þetta vorið. Þórunn er með þrjár geitur og á hún von á einum kiðlingi til viðbót- ar. Þó bústofninn sé ekki stór þá er í nógu að snúast fyr- ir hana en vorverk- in láta ekki bíða eft- ir sér. tfk Félagið Fuglavernd skorar á katta- eigendur að halda köttum sínum inni yfir varptíma fugla. „Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert. Á varptíma er því mikil- vægt að lausaganga katta sé tak- mörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur og kattakragar eru í sum- um tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni,“ segir í tilkynningu. Kettir veiða helst algenga garðfugla á borð við skógarþresti, svartþresti, maríuerl- ur, stara, snjótittlinga, auðnutitt- linga og þúfutittlinga. mm Aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að fjölga kennurum fela meðal annars í sér styrki til kennaranema og launað starfsnám þeirra. Skilyrði fyrir styrkveitingum hafa nú ver- ið rýmkuð og er námsstyrkur ekki lengur bundinn við skil lokarit- gerðar. Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjór- nenda sem tóku gildi í ársbyrjun hafa þau áhrif á fyrirkomulag kenn- aranáms að frá næsta skólaári munu allir kennaranemar hafa val um að ljúka kennsluréttindum með nýrri MT gráðu sem felur ekki í sér 30 ECTS eininga lokaverkefni ef þeir óska þess. Þá munu nemendur sem hafa meistarapróf í faggrein og inn- ritast í kennaranám einnig geta sótt um námsstyrk. Að sögn menntamálaráðherra ná styrkirnir nú til allra kennaranema á lokaári, óháð áherslum þeirra í námi, í þeim tilgangi að fjölga kennurum á Íslandi. Kennaranem- ar hafa nú val um að ljúka námi sínu án þess að skila stóru lokaverk- efni og geta nú fengið til þess styrk að ákveðnum skilyrðum uppfyllt- um. Metaðsókn var í kennaranám í fyrra en boðið er upp á fjölbreytt kennaranám við fjóra háskóla hér á landi; Háskólann á Akureyri, Há- skóla Íslands, Háskólann í Reykja- vík og Listaháskóla Íslands. mm Einnota plastáhöld bönnuð samkvæmt nýju frumvarpi Fyrsti kiðlingurinn á Hálsi Bjöllur og katta- kragar eru í sumum tilfellum betri vörn en engin. Kattaeigendur haldi köttum inni yfir varptímann Ferðaskrifstofa Íslands byrjuð að endurgreiða ferðir sem ekki voru farnar Rýmri skilyrði fyrir styrkveitingum til kennaranema

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.