Skessuhorn - 19.08.2020, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 2020 11
Átt þú rétt
á styrk ?
Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga
Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til
fyrirtækja í útgerð.
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar
Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is
Sjómennt
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sjomennt@sjomennt.is
Þín leið
til fræðslu
Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga
og stofnana þeirra á landsbyggðinni.
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar.
Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is
Sveitamennt
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sveitamennt@sveitamennt.is
Félagið Garðyrkjuskóli Íslands hef-
ur verið stofnað. Að því stendur
fagfólk í garðyrkju sem hefur flest
verið eða er í forsvari fyrir hags-
munafélög greinarinnar, að því er
fram kemur í tilkynningu frá fé-
laginu. tilgangur þess er að standa
að faglegri og vandraðri fræðslu á
sviði garðyrkju og tengdra greina.
áhersla félagsins er að fræðsla og
formleg menntun í garðyrkju verði
í sem bestu samstarfi við atvinnu-
lífið og starfandi aðila í greininni.
Markmiðið með fræðslu og mennt-
un skuli vera að búa nemendur sem
best undir fjölbreytt störf á sviði
garðyrkju og tengdra greina, nú
eða áframhaldandi nám. Jafnframt
miði starfsemi félagsins, fræðslan
og námið að því að efla almenn-
an áhuga, þekkingu og þátttöku í
ræktun og skyldri starfsemi.
Forsvarsfólk félagsins hefur óskað
eftir viðræðum við menntamálaráð-
herra með það fyrir augum að leita
samninga um grunnnám í garð-
yrkju, með svipuðu sniði og gert
hefur verið fyrir nám á framhalds-
skólastigi svo sem í Kvikmynda-
skóla Íslands, Ljósmyndaskóla Ís-
lands, Fisktækniskóla Íslands og
tækniskóla Íslands. Ætlunin er
að halda félagsfund og bjóða starf-
andi garðyrkjufólki til þátttöku í fé-
laginu, þegar aðstæður leyfa.
Telja óeðlilegt að hafa
námið undir háskóla
Landbúnaðarháskóli Íslands varð
til árið 2005 þegar Garðyrkjuskóli
ríkisins var sameinaður Landbún-
aðarháskólanum á Hvanneyri.
Frá þeim tíma hefur nám í garð-
yrkju verið kennt við LbhÍ á fram-
haldsskólastigi, að Reykjum í Ölf-
usi. Gunnar Þorgeirsson er einn
stjórnarmanna Garðyrkuskóla Ís-
lands og formaður Sambands
garðyrkjubænda. Hann segir það
mat fagfólks í garðyrkju að garð-
yrkjunám á framhaldsskólastigi
eigi ekki heima innan veggja há-
skóla. „Okkur þykir óeðlilegt að
vista framhaldsskólanám undir há-
skóla og veltum fyrir okkur laga-
legri stöðu námsins vegna þessa.
Þetta hefur ekkert með starfsmenn
landbúnaðarháskólans að gera
eða nokkuð slíkt, bara fyrirkomu-
lag námsins,“ segir Gunnar í sam-
tali við Skessuhorn. Hann segir að
garðyrkjunámið sé í dag skilgreint
sem aðfaranám að háskólanámi,
þar sem áhersla sé lögð á akadem-
ík og undirbúning frekara náms á
háskólastigi. Nemendur útskrifist
ekki með stúdentspróf að því námi
loknu. „Við höfum haft gríðarleg-
ar áhyggjur af því að námið týnist
í hinu akademíska umhverfi. Ég
er ekki að gera lítið úr akademík,
en við verðum að halda utan um
unga fólkið sem vill læra garðyrkju
en langar ekkert endilega í frekara
nám. Þess vegna höfum við lagt
áherslu á að tengja nám í garðyrku
öðru starfsmenntanámi, þannig að
garðyrkjufræðingar útskrifist með
stúdentspróf líka, eins og til dæm-
is búfræðinemar gerta gert í dag í
samstarfi við Menntaskóla Borg-
arfjarðar,“ segir hann. „Þá stend-
ur fólki opið frekara nám að loknu
stúdentsprófi, ef það hefur áhuga á
því,“ segir Gunnar Þorgeirsson að
endingu.
kgk
Hlöðver Ingi Gunnarsson hefur
verið ráðinn sviðsstjóri fjölskyldu-
sviðs Borgarbyggðar. Sveitarstjórn
staðfesti ráðninguna á fundi sín-
um síðastliðinn fimmtudag. Hlöð-
ver var valinn úr hópi níu umsækj-
enda. Hann er með BA gráðu í
heimspeki, hagfræði og stjórnmála-
fræði frá Háskólanum á Bifröst,
MA gráðu í Evrópufræðum frá
sama skóla og diplómu í kennslu-
fræðum frá Háskólanum í Reykja-
vík og diplómu í sterkari stjórnsýslu
í endurmenntun frá Háskólanum á
Bifröst. Hann starfaði sem grunn-
skólakennari frá 2008 til 2012,
þar til hann tók við starfi deildar-
stjóra Grunnskóla Borgarfjarðar
á Varmalandi frá 2012 til 2015 og
var skólastjóri GBF í afleysingum
til eins árs. Undanfarin þrjú ár hef-
ur Hlöðver verið skólastjóri Auðar-
skóla í Búðardal.
Fullur eftirvæntingar
„Ég er mjög spenntur að taka við
nýju starfi. Ég hef náttúrulega
taugar og tilfinningar til Borgar-
fjarðar, eins og ég hef til Dalanna.
En mér finnst ég pínu vera að koma
heim,“ segir Hlöðver í samtali við
Skessuhorn. „Ég er mjög spenntur
bæði að vinna aftur með öllu þessu
góða fólki í Borgarfirði og að kynn-
ast nýju fólki líka,“ segir hann. Að-
spurður segir Hlöðver ekki búið að
festa nákvæmlega hvenær hann hef-
ur störf hjá Borgarbyggð, en hann
geri fastlega ráð fyrir að það verði
núna í haust.
Dásamlegur tími
í Dölum
En hvað kom til að hann ákvað að
sækjast eftir starfi sviðsstjóra fjöl-
skyldusviðs? „Það er nú bara fyrst
og fremst áhugi fyrir starfinu. Ég
hef reynslu af því að stýra skólum
með fjölda deilda og það er áhuga-
mál hjá mér að sjá svona stofn-
anir og svið fúnkera saman. Svo
hafa flottir hlutir verið að gerast
í Borgarfirði, svo sem Heilsuefl-
andi samfélag og Barnvænt sam-
félag. Það eru flott og áhuga-
verð verkefni sem eru undir fjöl-
skyldusviði sem ég er spenntur að
fara að vinna með,“ segir hann.
„Það var ekki þannig að mér þætti
vera kominn tími á mig í Dölun-
um, engin þreyta eða neitt þann-
ig. Ég sá bara annað tækifæri sem
mig langaði að prófa að takast á
við þegar ég sá starf sviðsstjóra
auglýst og ákvað að prófa að sækja
um. Þetta var ekki meira planað en
svo,“ segir Hlöðver, sem lítur til
undanfarinna ára sem skólastjóri
Auðarskóla með miklum hlýhug.
„tíminn í Dölunum er búinn að
vera dásamlegur. Ég kom hérna
einstæður karl og fer með fjöl-
skyldu. Ég get ekkert verið nema
glaður,“ segir hann ánægður „Mér
þykir vænt um Dalina og fer þaðan
stoltur og ánægður og vil Auðar-
skóla allt hið besta,“ segir Hlöðver
Ingi Gunnarsson að endingu.
kgk
Garðyrkjuskóli Íslands stofnaður
Hlöðver Ingi Gunnarsson. Ljósm. úr safni/ kgk.
Hlöðver Ingi ráðinn
sviðsstjóri hjá Borgarbyggð
Mun stýra fjölskyldusviði sveitarfélagsins