Skessuhorn - 19.08.2020, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 202012
Flestir sem stunda nám við Háskól-
ann á Bifröst eru í fjarnámi og er
skólinn í fararbroddi þegar kemur
að slíku námsfyrirkomulagi. Skól-
inn hefur lagt mikið upp úr því síð-
ustu ár að kynna sig einmitt þannig
að það sé skólinn sem kemur til þín
og mætir þínum þörfum. „Stefnan
hefur vissulega verið fjarnám. En
við viljum líka undirstrika að hægt
er að stunda fjarnámið hér á Bif-
röst,“ segir Vignir Már Sigurjóns-
son, umsjónarmaður húsnæðis hjá
skólanum, við blaðamann Skessu-
horns sem heimsótti háskólaþorpið
í liðinni viku. „Hugmyndafræðin er
að fólk geti komið á Bifröst, búið á
Bifröst, sinnt námi á Bifröst og not-
ið lærdómssamfélagsins sem hérna
er,“ bætir Guðjón Ragnar Jónasson,
forstöðumaður háskólagáttar og sí-
menntunar skólans. Blaðamaður
ræddi við Guðjón um framtíðarsýn
skólans, við Vigni Má og Jóhönnu
konu hans sem hafa búið á Bifröst í
fimm ár, auk þess sem blaðamaður
ræddi við nýflutt par frá Reykjavík
sem er fullt tilhlökkunar fyrir nám-
inu og nýja staðnum, Bifröst.
Flott að búa á Bifröst
„Við tölum um nám en ekki endi-
lega fjarnám eða staðnám heldur
einfaldlega, nám. Þú getur skráð
þig í fjarnám hjá skólanum, búið
hér á staðnum og fengið aðstöðu
hjá skólanum til að vinna að nám-
inu þínu á meðan því stendur,“ seg-
ir Guðjón. „Hugmyndafræði náms,
þessi fyrirlestrahugmynd, er sold-
ið að klárast. Í dag eru nemendur
að sinna náminu sínu hvar sem er
og við höfum góða vinnuaðstöðu
til þess. Bifröst er námssamfélag og
námssamfélag byggir upp á því að
hér geta nemendur verið hluti af
samfélagi, lært og fengið aðstöðu til
að sinna náminu í skólanum,“ bæt-
ir hann við.
Mikill kostur fylgir því að búa
á Bifröst. Þar er hægt að fá góð-
ar íbúðir í fallegu umhverfi gegn
lágu leiguverði. Innifalið í leigu er
rafmagn og hiti, internetið er frítt
auk þess sem nemendur fá afnot
af líkamsræktarstöðinni án endur-
gjalds. Bifröst er einnig fjölskyldu-
vænn staður. Leikskólinn Hraun-
borg hefur notið vaxandi virðing-
ar og velgengni undanfarin ár og
leikskólinn er í göngufæri frá öll-
um íbúðum í þorpinu. Grunnskóli
Borgarfjarðar á Varmalandi er ein-
ungis í tíu mínútna akstursfjarlægð
frá Bifröst og Borgarnes innan seil-
ingar.
„Fólk veit kannski ekki hversu
magnaður staðurinn er og við ætl-
um nú að kynna hann betur. Við
viljum kynna hversu gott er að búa
á Bifröst. Við stefnum því á að laða
fleira fólk að staðnum. Það er það
sem við ætlum að gera, efla staðinn
og gera gott samfélag enn betra.
Það er mikill hugur og kraftur í
fólki hér á Bifröst,“ segir Guðjón.
Aldrei hafa verið jafnmargir nýir
innritaðir á haustönn hjá skólan-
um og eru aðstandendur skólans
himinlifandi með aðsóknina. Við-
skiptabrautin hefur verið vinsælust
síðustu ár og engar breytingar þar
á. Nokkrar nýjar námsleiðir eru að
fara á flug í fyrsta skipti hjá skól-
anum, þar á meðal skapandi grein-
ar og segir Guðjón brautina koma
sterka inn og bætir jafnframt við að
með tilkomu nýrrar brautar kemur
meiri fjölbreytni í nemendahóp-
inn.
Sælureitur
Egill Örn Rafnsson og Bryn-
dís Inga Reynis, ásamt hundinum
Katli, fluttu nýverið upp á Bifröst
og hafa þau nýtt vel síðustu vikuna
í að taka upp úr kössum og koma
sér fyrir í íbúð sinni á Bifröst og
leynir sér ekki spenningurinn fyr-
ir nýja staðnum. „Þetta er búið
að vera æði. Maður getur rétt úr
sér hérna,“ segir Egill en hann og
Bryndís bjuggu áður í 40 fermetra
kjallaraíbúð í miðborg Reykjavík-
ur og segja þau viðbrigðin mikil að
vera komin í 85 fermetra raðhús
fyrir mun lægri leigu. „Það var ekki
einu sinni pláss fyrir eldhúsborð.
Svo þurfti ég alltaf að beygja mig
til að komast inn á baðherbergi,“
segir Bryndís um kjallaraíbúðina í
Reykjavík. „Það er æðislegt hvað
er hátt til lofts hérna. Okkur líð-
ur strax rosalega vel og sofum bæði
eins og börn. Það er einmitt fínt að
koma hingað núna í byrjun ágúst,
koma okkur fyrir í rólegheitum og
kynnast umhverfinu áður en skól-
inn byrjar,“ bætir hún við. „Við tók-
um allt upp úr kössunum og settum
á sinn stað. Við nennum ekkert að
breyta um íbúð né neitt svoleiðis og
ætlum okkur að vera hér á meðan
náminu stendur,“ segir Egill. „Við
ákváðum að ef við ætlum að gera
þetta þá myndum við gera þetta af
alvöru.“ Bryndís segir einmitt mik-
inn kost að fá að hengja upp myndir
í íbúðinni til að búa til meiri heim-
ilisstemningu, en yfirleitt er það
ekki leyft í stúdentaíbúðum eins
og í Reykjavík. „Okkur áskotnaðist
þessi hundur í sumar. Ég hélt allt-
af að það mætti ekki vera með dýr
en það má hér svo við tókum hann
með sem er geggjað,“ segir Bryndís
um Ketil.
Egill rifjar upp í kjölfarið að hafa
heyrt frá nokkrum einstaklingum,
áður en þau Bryndís fluttu á stað-
inn, sem höfðu búið á Bifröst í ein-
hvern tíma, að það hefði verið bestu
ár lífs þeirra. „Ég hafði bara heyrt
jákvætt. Ég skil það alveg núna þó
þetta sé eiginlega ekki almennilega
byrjað. Ég er farinn að sjá hvað þau
meina.“ Bryndís tekur undir. „Það
er einhver góð orka hérna.“
Af hverju að koma
á Bifröst?
„Mér datt þetta einhvern veginn í
hug að koma á Bifröst og fara í nám
hér. Ég var að klára frumgreina-
deildina í HR í vor og var farin að
hugsa um næstu skref. Ég þurfti
heldur ekkert að sannfæra Egil um
að koma með mér því um leið og
hann sá skapandi greinar sem eina
af námsleiðunum, þá var þetta eig-
inlega borðleggjandi,“ segir Bryn-
dís um ákvörðunina.
Egill og Bryndís misstu bæði
vinnuna sína þegar Covid skall á.
Egill var að leiðsegja amerískum
ferðamönnum um landið og Bryn-
dís hefur verið að reka bar á hóteli.
„Það var ekkert annað í boði en að
koma í ódýrara húsnæði sem er eig-
inlega lán í óláni,“ segir Egill um
aðstæðurnar hjá þeim.
Bryndís skráði sig í viðskiptafræði
með áherslu á markaðssamskipti
og samfélagsmiðla. „Mér fannst
þessi námsbraut svo heillandi. Mig
langaði líka mikið til að njóta þess
að vera í námi. Ég kláraði ekki
menntaskólann á tilteknum tíma
heldur vann og vann og vann í stað-
inn. Ég hætti að vinna um síðustu
áramót með skólanum þegar ég var
að klára í HR. Mér finnst að maður
eiga að leyfa sér meira að vera bara
í skóla og ekki alltaf í endalausri
kvöldvinnu eða helgarvinnu sam-
hliða því. Maður hefur alltaf gert
þetta og það gleymist oft að skólinn
er 100% vinna út af fyrir sig,“ seg-
ir Bryndís staðráðin í að njóta þess
að vera í námi. „Ég vil skila af mér
góðum einkunnum og taka með
mér út í lífið það sem ég læri hér.
Ég er ótrúleg spennt fyrir þessu.“
Egill skráði sig í nýja námsleið,
skapandi greinar, hjá háskólanum.
„Ég þekki sjálfan mig það vel og
það er ekki séns að ég færi að læra á
kvöldin, ég er svo góður við sjálfan
mig,“ segir Egill og hlær. „Nei, nei,
þetta er eiginlega bara heppileg til-
viljun. Það er langt síðan ég hef ver-
ið í skóla vegna mikilla anna í vinnu
síðustu ár, þangað til núna. Ég var
að fara með Ameríkana í hringferð-
ir um landið og fimm daga ferðir
sömuleiðis. Það eru engir Amerík-
anar að koma til landsins núna og
hluti af mér er eiginlega bara feg-
inn. Planið var upphaflega að vinna
með náminu en í staðinn get ég
verið hér að læra í rólegheitunum,“
útskýrir Egill en ásamt því að hafa
verið að leiðsegja Ameríkönum þá
er hann tónlistarmaður og spilar á
trommur í þungarokkshljómsveit-
inni DIMMU.
Ég elska hér
Parið segir ekkert mál að aðlagast
sveitalífinu á Bifröst. „Við erum í
rauninni búin að lifa eins og síg-
aunar síðan 1. júní. Við sögðum
upp íbúðinni okkar í Reykjavík og
erum búin að búa í tösku og vera
mest megnis úti á landi í allt sum-
ar. Ég held við séum búin að keyra
10.000 kílómetra síðan í maí,“ segir
Egill um líf þeirra síðustu mánuði.
„Ég er sérstaklega spennt fyr-
ir því að fara út fyrir rammann og
temja mér aðrar venjur. Ég hef allt-
„Það er mikill hugur og kraftur í fólki hér á Bifröst“
Háskólinn á Bifröst blæs til sóknar og vill fjölga íbúum á staðnum
Á Bifröst búa rúmlega 100 manns en þar geta búið hátt í 350 manns á kosta kjörum. Ljósm. James E. Becker.
Guðjón Ragnar Jónasson, forstöðumaður háskólagáttar og símenntunar hjá
Háskólanum á Bifröst.
Egill Örn og Bryndís Inga eru nýflutt á Bifröst. Þau eru bæði að hefja nám og eru spennt að nýta sér Bifröst sem búsetukost á
meðan náminu stendum.