Skessuhorn - 19.08.2020, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 2020 13
Menntun skapar
tækifæri
Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins
á landsbyggðinni
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar.
Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is
Ríkismennt
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • rikismennt@rikismennt.is
Landsmennt
Styrkur þinn
til náms
Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins
og verkafólks á landsbyggðinni.
Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar.
Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is
Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is
af búið í Reykjavík, ættingjar mín-
ir eru bara í Reykjavík svo þetta
er glænýtt fyrir mér að flytja út á
land,“ segir Bryndís ánægð með
að þessi hugmynd, að flytja á Bif-
röst, hafi komið til sín. „Við erum
duglegri að elda saman. Við nýtum
tímann til þess að fara í göngutúra,
tíma sem væri annars varið í umferð
í Reykjavík,“ bætir hún við.
„Það er einmitt aldrei umferð
hérna. Bara að búa niðri í bæ, það
tekur allt klukkutíma í bíl nánast
sama hvað þú ert að gera. Einmitt
þessi klukkutími nýtist okkur núna
í göngutúr,“ bætir Egill samstundis
við. „Ég var einmitt á rölti um dag-
inn með Ketil og ég bara skil ekki
af hverju það eru ekki allar íbúðir
fullar. Ég bara skil það ekki! Sér-
staklega eins og ástandið er á leigu-
markaðinum í Reykjavík í dag,
hann hefur verið sturlaður,“ segir
Egill ennfremur. „Hér erum við í
miklu stærra og ódýrara húsnæði.
Við getum bæði verið á námslánum
og samt átt rólegar nætur þar sem
við þurfum ekki að hafa áhyggjur
af leigupeningum ásamt því að geta
leyft okkur eitthvað smá. Þetta snýst
soldið um hvaða upplifun þú ætlar
að gera fyrir þig úr þessu. Við vor-
um ekki að koma hingað til að finna
partí í hverju húsi. Við vildum finna
rólegt og þægilegt námsumhverfi og
njóta þess að vera saman. Allt annað
er plús,“ segir Bryndís. „Við höfum
allt sem við þurfum hér. Ef maður
þarf virkilega að komast til Reykja-
víkur þá bara skutlast maður.“
„Ég held einmitt að það sé auð-
velt að selja þessa hugmynd að búa
hérna þegar fólk er komið á stað-
inn. Eina sem ég hef áhyggjur af er
að þegar við flytjum héðan að ekk-
ert verði nógu gott fyrir okkur. Ég
held við segjum á hverjum einasta
degi, ég elska hér,“ segir Egill kím-
inn að lokum.
Hafa það gott
Vignir Már Sigurjónsson og Jó-
hanna Marín Óskarsdóttir fluttu á
Bifröst árið 2015. Vignir er í 50%
starfi hjá skólanum sem umsjónar-
maður húsnæðis ásamt því að vera
í meistaranámi við háskólann á
Bifröst. Jóhanna hefur starfað sem
prófstjóri frá því í byrjun árs í fyrra.
„Okkur þykir rosalega gott að búa
hérna, virkilega þægilegt og stutt
að sækja í náttúruna,“ segir Vign-
ir en hann þurfti að sannfæra Jó-
hönnu á sínum tíma um kosti þess
að flytja á Bifröst. „Ég var eigin-
lega bara í sjokki þegar hann kom
með þessa hugmynd,“ segir Jó-
hanna hlæjandi og rifjar upp þegar
Vignir viðraði Bifrastarhugmynd-
ina við sig. á þeim tíma bjó fjöl-
skyldan á Sauðárkróki í Skagafirði.
„Ég var í fínni stöðu á Króknum
og við áttum einbýlishús þar. Svo
kemur hann allt í einu og segir;
heyrðu flytjum á Bifröst. Við, með
pínulítil börn, að rífa okkur upp
og flytja á Bifröst. Ég var ekki al-
veg til í það, en hann náði að sann-
færa mig.“
Blaðamaður spyr í kjölfarið
hvernig hann hafi náð að sannfæra
hana og Vignir svarar um leið. „Ég
bara stoppaði ekki!“ Þau hlæja
bæði. „Við fengum ársleyfi frá
vinnunum okkur, leigðum húsið
og komum hingað og prófuðum.
Jóhanna fór að kenna tónment í
Grunnskólanum í Borgarnesi og
fór síðar í meistaranám í menning-
arstjórnun. „Það er líka svo gott að
hafa stuðninginn hjá samnemend-
um sínum þó maður sé í fjarnámi.
Það er ekki eins að spjalla enda-
laust í gegnum tölvu. Námið snýst
líka um það að læra saman, spjalla
saman og kynnast hvert öðru. Það
er stór partur af náminu og Bifröst
er frábær staður til þess,“ segir Jó-
hanna um sína reynslu af náminu.
Það sem átti að vera eitt ár er því
orðið að fimm árum hjá fjölskyld-
unni. „Við höfum það mjög gott
og okkur liggur ekkert á að fara,“
segir Vignir hæstánægður.
Ómetanlegur
stuðningur
Vignir og Jóhanna búa ásamt
börnunum sínum þremur á Bifröst
sem nú eru öll komin í Grunnskól-
ann á Varmalandi. tveir strákar
og ein stelpa í miðjunni, sex, sjö
og níu ára. „Þeim hefur liðið rosa-
lega vel að alast upp hérna. Þetta
er yndislegt umhverfi og það er
ekkert áreiti. Þú ert ekki endalaust
að þessu skutli út og suður og svo-
leiðis. Við erum rosalega heppin
með leikskólann okkar, hann er al-
gjör demantur hérna. Starfsfólk-
ið á leikskólanum er yndislegt og
hefur reynst okkur ofboðslega vel á
alla kanta. Nú eru öll börnin okk-
ar komin í grunnskólann á Varma-
landi,“ segir Jóhanna. „Við eigum
tvö langveik börn sem eru með
genagalla og þau eru m.a. lögblind.
Þau greindust á meðan við vorum í
námi og þurfa að læra táknmál og
punktaletur vegna heyrnaskerð-
ingar. Leikskólinn hérna er geggj-
aður hvað þetta varðar og bæði
grunn- og leikskólinn hafa staðið
sig hreint út sagt frábærlega við að
koma til móts við þarfir barnanna
okkar. Þau hafa alveg tekið utan
um okkur og hjálpað okkur sem
er alls ekki sjálfgefið,“ bætir Vign-
ir við.
Háskólaþorpið
Þegar Vignir og Jóhanna fluttu
á Bifröst árið 2015 þá var búið í
flestum húsum í þorpinu og seg-
ir Vignir hæglega hægt að endur-
vekja þennan sjarma sem ríkti yfir
háskólaþorpinu á Bifröst fyrir ekki
svo löngu síðan. „Ég hugsa að eft-
ir tíu ár þá verður allt fullt af fólki
hérna og meira líf. Það er þannig
andi yfir fólkinu hérna og mikill
samhugur. Stefnan hefur vissulega
verið fjarnám en við megum ekki
gleyma að hægt er að stunda fjar-
námið hér á Bifröst, staðurinn hef-
ur kannski ekki verið nægjanlega
vel auglýstur og lítið verið talað
um staðinn sjálfan síðustu ár,“ út-
skýrir Vignir, en á Bifröst búa í dag
rúmlega 100 manns og segir hann
að það geti búið hátt í 350 á staðn-
um. „Við erum að fókusera á stað-
inn og vekja athygli á búsetu hér.
Það eru jákvæðir tímar framund-
an. Við mælum hiklaust með að
fólk búi hérna og sé með börnin
sín hérna. Hér er allt til alls,“ segir
Vignir að lokum.
glh
Háskólaþorpið er í fallegu umhverfi í Norðurárdal í Borgarfirði. Ljósm. James E. Becker.
Vignir Már og Jóhanna hafa búið á Bifröst í fimm ár og liggur ekkert á að fara.