Skessuhorn - 19.08.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 202014
„Ég er fæddur í Hafnarfirði, en al-
inn upp í Vesturbænum og ættaður
úr Vestmannaeyjum. Það er ástæðan
fyrir því að ég er dálítið skrýtinn,“
segir Gísli Gíslason léttur í bragði
í samtali við Skessuhorn. Hann læt-
ur formlega af störfum sem hafnar-
stjóri Faxaflóahafna í lok ágústmán-
aðar, eftir að hafa gegnt þeirri stöðu
frá því í nóvember 2005. Þar áður
var hann bæjarstjóri á Akranesi um
18 ára skeið. Skessuhorn hitti Gísla
að máli í síðustu viku og ræddi við
hann um leik og störf undanfarinna
áratuga og hvað framtíðin kann að
bera í skauti sér.
Gísli segir að hann telji skyn-
samlegt að breyta um takt á þessum
tímapunkti í lífinu, en hann varð 65
ára í sumar. „Og þegar maður er bú-
inn að vera í svona daglegu ati í lið-
lega 35 ár tel ég skynsamlegt að snúa
sér að öðrum verkefnum. En ég er
ekkert að setjast í helgan stein, er í
alls konar verkefnum og það verður
enginn skortur á þeim,“ segir hann.
„Ég neita því ekki að viðveran á
Skaganum hefur verið tiltölulega lítil
undanfarin 15 ár. Ég hef áhuga á að
finna skemmtileg verkefni hérna á
staðnum þar sem maður getur orðið
að einhverju gagni. Ég tók til dæmis
að mér að vera í stjórn nýja þróunar-
félagsins á Breið. Það fellur ágætlega
að þessu og gæti orðið skemmtilegt
og gagnlegt verkefni, sjáum hvað
verður úr því. En ég vil gjarnan vera
heima,“ segir Gísli.
Tilviljunum háð
Hann er mikill Skagamaður þó hann
hafi slitið barnsskónum í höfuð-
borginni. til Akraness flutti hann
1982, eftir að hann kynntist eigin-
konunni Hallberu Jóhannesdóttur.
Þar hafa þau búið allar götur síð-
an. Gísli nam lögfræði og steig sín
fyrstu spor í greininni á stofu Ragn-
ars Aðalsteinssonar lögmanns. Eftir
að hann flutti á Akranes opnaði hann
sína eigin stofu áður en hann gerð-
ist bæjarritari 1985. „Ég hélt alltaf
að ég myndi bara vera í lögmennsku,
en svo veit maður aldrei hvert lífið
dregur mann,“ segir Gísli. „Eins og
hann sagði, vinur okkar hann Forrest
Gump; lífið er eins og konfektkassi,
maður veit aldrei hvaða mola maður
fær. Þannig að sumu leyti hefur það
verið tilviljunum háð hvaða brautir
maður hefur farið,“ segir Gísli. „Ég
hef eiginlega ekki ennþá ákveðið
hvað ég ætla að verða þegar ég verð
stór,“ bætir hann við og brosir.
En þó hann hafi ekki ákveðið sig
enn hefur hann engu að síður prófað
ýmislegt. árið 1987 lét Ingimundur
Sigurpálsson af störfum sem bæjar-
stjóri á Akranesi, eftir fimm ár í starfi,
og gerðist bæjarstjóri suður í Garða-
bæ. „Auglýst var eftir bæjarstjóra og
síðan komu menn að máli við mig
og hvöttu mig til að sækja um – þó
svo að ég væri „bara“ 32ja ára,“ segir
Gísli. „Eftir hverjar kosningar kom
síðan upp spurningin hvað maður
gerði næst. En það endaði með því
að maður var í starfi nánast út árið
2005,“ segir hann. Þá tók hann við
starfi hafnarstjóra Faxaflóahafna,
sem urðu til árið 2004 við samein-
ingu hafnanna á Akranesi, Grund-
artanga, Borgarnesi og Reykjavík.
„Það hefði hvort sem er verið hollt
að skipta um vettvang, þó maður
hefði setið út kjörtímabilið, enda þá
búinn að vera bæjarstjóri í 18 ár,“
segir Gísli.
Tímabil breytinga
á Skaga
Aðspurður segir Gísli að Akra-
nes hafi tekið miklum breytingum á
þeim tíma sem hann var bæjarstjóri.
„Framan af, frá 1987 til 1994 eða þar
um bil, þá var dálítið á brattann að
sækja bæði í efnahagslífi og atvinnu-
lífi á Skaganum. En eftir það, þegar
fer að hilla undir göng, þá fara hlut-
irnir að breytast. Þegar göngin koma
verða síðan veruleg kaflaskipti á
Skaganum, sem eiginlega standa yfir
enn,“ segir hann. „á sama tíma komu
grunnskólamálin yfir til sveitarfélag-
anna og seinna málefni fatlaðra.
Þannig að starfsemin hjá bænum
breyttist töluvert. Síðan náttúrulega
með göngunum þá verður sú breyt-
ing að fólk fer að sækja í miklu meira
mæli bæði vinnu og nám til Reykja-
víkur og getur gert það án þess að
flytja. Það er nú kannski rótin af því
að Skaginn hefur upp á góða kosti
að bjóða í þjónustu sinni við íbúa,
sem og í afþreyingu og útivist,“ segir
Gísli. „Það, ásamt í rauninni almennt
góðum bæjarmóral, skilar því meðal
annars að íbúum fjölgar. Því þarf að
fylgja á eftir með þjónustu, hún þarf
að vera í lagi. Íbúinn er stærsta auð-
lindin í hverju sveitarfélagi og sam-
félagið þarf að búa til góða umgjörð
um þá sem þar búa. Það finnst mér
bæjaryfirvöld á Akranesi alla jafnan
hafa gert mjög vel, bæði í minni tíð,
fyrr og síðar,“ segir Gísli. „á þessum
tíma sem bæjarstjóri fannst mér allt-
af vera samhugur um góð verkefni
í bæjarstjórn og hefur að mér sýn-
ist yfirleitt verið þannig síðan. Það
skiptir býsna miklu máli, því mað-
ur hefur séð á sveitarfélögum þegar
verða illvígar deilur að þær eru mjög
íþyngjandi. Við höfum sem betur
fer verið laus við slíkt að öllu leyti,
þótt auðvitað geti og hafi komið upp
ágreiningsmál,“ segir Gísli.
Göngin stærsta
einstaka verkefnið
Eftir að hann lét af starfi bæjarstjóra
kveðst Gísli einkum hafa merkt
breyttar áherslur í sveitarstjórnar-
málunum einkum er lýtur að skipu-
lags- og umhverfismálum. „Það á
ekki bara við um Akranes heldur sér
maður það í sveitarfélögum víða,
sérstaklega þó á suðvesturhorninu,
að áherslan er að færast mikið yfir
á skipulags- og umhverfismál, en í
gamla daga var hún fyrst og fremst
á atvinnumál,“ segir Gísli. „Það var
auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir
Akranes fyrir göng að vera sjálfbært
með atvinnu. Það hefur svo aftur
kannski breyst með öllu þessu flæði
fólks undir Hvalfjörðinn á hverjum
degi,“ bætir hann við. Er þá óhætt að
segja að tilkoma Hvalfjarðarganga
hafi verið stærsta breytingin í hans
bæjarstjóratíð? „Já, ég held að það
sé óhætt að segja. Það var ótrúlega
skemmtilegt verkefni að fá að taka
þátt í, með tiltölulega fáum góðum
mönnum,“ segir Gísli, en hann var
stjórnarmaður í Speli alla tíð og for-
maður rekstrarfélagsins sem átti og
rak göngin frá 1996 þar til félagið
var afhent Vegagerðinni en göng-
in voru afhent ríkinu í september-
lok 2018.
Skemmtilegast í
kringum íþróttirnar
Þó göngin hafi líklega verið stærsta
verkefnið sem hann tók þátt í sem
bæjarstjóri á Akranesi er ekki þar
með sagt að það hafi verið skemmti-
legast. Hvað þótti honum skemmti-
legast, persónulega? „Ég hef allt-
af verið mikið í kringum íþrótt-
ir, alla mína ævi og sit í stjórn KSÍ.
Ég neita því ekki að samskiptin og
þátttakan í knattspyrnulífinu hefur
verið mjög gefandi og skemmtileg
þó misjafnlega hafi gengið,“ segir
hann. „Þó verð ég að segja að það
var einstaklega ljúft á tímabilinu
1992 til 1996 þegar Skagaliðið var
yfirburðalið á landinu og vakti at-
hygli langt út fyrir landsteinana,
einmitt á tíma þegar var á brattann
að sækja á Akranesi og skipti miklu
máli fyrir bæjarímyndina og bæjar-
sálina að gengi vel í íþróttum,“ bæt-
ir hann við. „Það sama má segja um
sundið. Það var einstaklega glæsi-
legt þegar Ragnheiður Runólfsdótt-
„Hef eiginlega ekki ennþá ákveðið hvað
ég ætla að verða þegar ég verð stór“
- segir Gísli Gíslason, sem lætur formlega af störfum hafnarstjóra Faxaflóahafna í lok ágúst
Gísli Gíslason. Hér við höfnina á Akranesi. Ljósm. kgk.
Gísli, þá bæjarstjóri á Akranesi, við mynni Hvalfjarðarganga örfáum dögum fyrir
vígslu þeirra í júlí 1998. Göngin nefnir Gísli sem stærsta einstaka verkefnið sem
hann kom að sem bæjarstjóri. Ljósm. úr safni Skessuhorns/ Gísli Einarsson.
Með stjórn Faxaflóahafna haustið 2013, eftir fund í Borgarnesi og heimsókn í
Grímshúsið í Brákarey. Ljósm. úr safni Skessuhorns/ Heiðar Lind Hansson.
Gísli lét fara vel um sig þegar Hollvinasamtök HVE færðu stofnuninni tólf
sjúkrarúm að gjöf í október á síðasta ári. Ljósm. úr safni/ kgk.
Sem stjórnarmaður í KSÍ fékk Gísli það hlutverk að afhenda Káramönnum
bikarinn eftir að liðið sigraði í 3. deildinni í knattspyrnu keppnistímabilið 2017. Að
öðrum verkefnum ólöstuðum segir Gísli að sér hafi þótt hvað skemmtilegast að
taka þátt í verkefnum tengdum íþróttalífinu. Ljósm. úr safni/ gbh.