Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2020, Page 18

Skessuhorn - 19.08.2020, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 202018 árlegur hittingur íslenskra eld- smiða fór fram um liðna helgi en félagar koma víða að og hittust á Byggðasafninu í Görðum á Akra- nesi frá föstudegi fram á sunnu- dag. Yfirleitt hefur verið mikið húll- umhæ í kringum hittinginn en í ljósi aðstæðna í samfélaginu þá þurfti að breyta fyrirkomulaginu í ár. „Þetta er alltaf mikil hátíð og gaman þegar við eldsmiðirnir kom- um saman og það var það vissulega einnig nú um helgina. Við höfum yfirleitt komið saman fjóra daga yfir sjómannadagshelgina. Það var allt lokað í vor svo við frestuðum þessu til haustsins,“ segir Guð- mundur Sigurðsson, eldsmiður frá Akranesi í samtali við Skessuhorn. Gestir á hátíðinni hafa yfirleitt fengið að spreyta sig í eldsmíðinni en í ár þurftu þeir að láta sér nægja að fylgjast með úr fjarlægð. „Það var einhver smá reitingur sem fylgdist með okkur og gátu þá kíkt inn um dyrnar. Það voru að vísu ókláraðar vegaframkvæmdir við Byggðasafn- ið svo það voru einhverjir sem röt- uðu ekki til okkar þar sem gleymst hafði að merkja hjáleiðina. Yfirleitt höfum við verið með örnámskeið þar sem gestir fá að læra hand- tökin. Gestir hafa einnig fengið að ganga á milli stöðva og tekið myndir í leiðinni. Í ár var það bara tveggja metra reglan og grímur en allt með afslappaðra móti svosem,“ bætir Guðmundur við. Íslandsmeistaramótið í eldsmíði fer ávallt fram þegar eldsmiðirnir koma saman en keppnin var slauf- uð svo Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Beate Stormo úr Eyjafirði, fær að halda titlinum í allavega eitt ár til viðbótar. Félag íslenskra eldsmiða var stofnað 2011 og eru 15 meðlimir í félaginu. Eldsmiðir hafa mikla ástríðu og unun af því að stunda fagið sitt en þó hefur enginn þeirra lifibrauð sitt af þessu eins og stað- an er í dag. „Þetta er áhugamál. Við tökum að okkur eitt og eitt verkefni en eins og ég segi, þá lifir enginn af þessu. Við smíðum sitt lítið af hverju, allt frá blómum og upp í pönnur. Við erum stöðugt að æfa okkur og bíðum tilbúnir eftir stóra verkefninu þegar það kem- ur,“ segir hann léttur að lokum. glh Ljósm/ki. Borgnesingarnir Hjalti Rósinkrans Benediktsson og Jón Arnar Sig- urþórsson voru meðal keppanda í 100 km hlaupi í Bretlandi síðastlið- inn laugardag. Þrátt fyrir óþarflega mikla rigningu gekk hlaupið eins og best verður á kosið og þeir félagar komu í mark vel framan við miðjan hóp á tímanum 12:40:07 klst. Hlaupið sem um ræðir nefnist SVP100 og fylgir gönguleiðinni Stour Valley Path sem byrjar í bæn- um Newmarket í Suffolk og endar í Cattawade í Essex, skammt norð- austur af London, eða nánar tiltek- ið suðvestan við Ipswich. Lengst af er hlaupið meðfram ánni Stour og reyndar liggur leiðin u.þ.b. 30 sinn- um yfir ána. Stór hluti leiðarinnar fer um sveitir og akra og á laugar- daginn var færið víða frekar þungt eins og gjarnan gerist þegar saman fara mikil úrkoma og leirblandaður jarðvegur. Leiðin sem um ræðir liggur m.a. fram hjá nokkrum kennileitum sem þekkt eru úr málverkum 18. aldar málaranna thomas Gainsborough og John Constable. Merki hlaups- ins er svartur hundur sem oftast gengur undir nafninu Shuck. Um- ræddur hundur er afturganga sem kemur víða fyrir í þjóðsögum frá þessu svæði. Hann er auðþekktur af illilegum logandi rauðum augum (einu eða tveimur) og heldur sig helst á fáförnum og skuggsælum göngustígum. Reyndar er kvikind- ið sagt frekar meinlaust og jafnvel hjálplegt ef fólk villist af leið. Ekk- ert sást til Shuck á laugardaginn svo vitað sé. Þátttaka Hjalta og Jóns Arnars í SVP100 var engin skyndihugdetta, enda krefst viðfangsefni af þessu tagi verulegs undirbúnings. Þeir skráðu sig í hlaupið í byrjun des- ember á síðasta ári og í mars hóf- ust markvissar æfingar undir fjar- leiðsögn ofurhlauparans Þorbergs Inga Jónssonar. Dagskipunin fyr- ir hlaupið sjálft var skýr, þ.e. að fara nógu hægt af stað, fylgjast að og ljúka hlaupinu á u.þ.b. 13 klst. Þessi áætlun gekk fullkomlega upp og tíminn varð enn betri en stefnt var að, 12:40:07 klst. eins og áður segir. Þetta skilaði þeim félögum sætum nr. 44 og 45 í hlaupinu, en samtals komust 107 hlauparar alla leið í mark. Upphaflega voru 165 manns skráðir til leiks en eitthvað um 140 lögðu af stað frá Newmar- ket á laugardagsmorgninum. Framkvæmd hlaupsins var eðli- lega með óhefðbundnum hætti vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig voru hlauparar ræstir í 1-6 manna hópum með u.þ.b. 3ja mín- útna millibili og þess vandlega gætt að aldrei væru fleiri en 30 saman- komnir í einu. Grímuskylda var á drykkjarstöðvum, auk margra ann- arra takmarkana. SVP100 var langlengsta keppn- ishlaup þeirra félaga til þessa, en áður höfðu þeir lengst hlaupið Laugaveginn (53 km) á síðasta ári. Með afreki sínu fá þeir inngöngu í Félag 100 km hlaupara á Íslandi, en þar eru fyrir tveir af félögum þeirra úr Hlaupahópnum Flandra í Borg- arnesi, þeir Jósep Magnússon og Gunnar Viðar Gunnarsson. SG Eldsmiðir komu saman Tveir Borgnesingar hlupu 100 km í Bretlandi Góðviljaði óvætturinn Shuck fyrir utan dómkirkjuna í Bury St Edmunds. (Ljósm. Hjalti). Jón Arnar og Hjalti í Newmarket rétt áður en þeir lögðu af stað í hlaupið. Ljósm. Margrét Katrín Guðnadóttir. Færið á ökrunum var sums staðar frekar þungt. Ljósm. Jón Arnar. Merki hlaupsins. (Af heimasíðu). Marksvæðið í Cattawade. (Af heimasíðu).

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.