Skessuhorn - 19.08.2020, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 19. áGúSt 202020
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Pennagrein
Fyrir stuttu birtist hér grein eftir
bæjarfulltrúann Einar Brandsson
sem bar heitið „Skipulagsslysfarir
í Skógahverfi“.
Í greininni er fullyrt að byggð
eigi að koma svo gott sem upp að
Garðalundi sem um leið myndi
útiloka þann möguleika að tengja
Garðalund saman við skógræktar-
svæðið í Klapparholti. Meðfylgj-
andi eru myndir til skýringar þar
sem sjá má drög að nýju skipulagi
eins og það hefur verið auglýst.
Möguleiki á stækkun og tenging-
ar þarna á milli eru svo sannar-
lega til staðar eins og sjá má.
Skipulag er í eðli sínu lifandi
og þarf að geta tekið breytingum
í takt við tíðaranda, á sama tíma
þurfa íbúar að búa við ákveðna
vissu. Í því skipulagi sem hér um
ræðir var áður ýmislegt teiknað
upp sem ekki á við í dag og þar
af leiðandi þarf að vinna með
skipulagið og sníða það að þróun
byggðar. áform um hótelbygg-
ingu, nýtt æfingasvæði, tjaldsvæði
– sem síðar var sett niður við Kal-
mansvík, eða nýjan kirkjugarð
- sem ekki er lengur þörf á þar
sem núverandi garður var stækk-
aður. Allt var þetta á einhverjum
tímapunkti hluti af svokölluðu
Garðalundar skipulagi sem nú
er verið að falla frá. Þess í stað
koma meðal annars inn í skipu-
lagið aukin skógrækt, opin svæði
og matjurtagarðar. Þetta er dæmi
um lifandi skipulag í takt við tíð-
aranda.
Í grein bæjarfulltrúa
Einars Brandssonar
segir:
„Nú má meirihlutinn eiga það
að hann gerir þetta með óbragð í
munni og til þess að friða samvisku
sína er ráðgert að dreifa grænum
bleðlum hér og þar á milli húsa.
Slíkir bleðlar eru og verða eng-
um til gagns en eru bæjarfélög-
um stór fjárhagslegur baggi. Póli-
tískir samherjar meirihlutans í ná-
grannasveitarfélagi einu hafa ný-
lega leyst slíkt mál með því að
fylla slíkt svæði með sjávarmöl.“
Það sem bæjarfulltrúi Einar
kallar „græna bleðla hér og þar“
í grein sinni, er einmitt ein af
megináherslum skipulagsbreyt-
inganna. Göngu- og hjólastígar
sem þvera hverfið og tengja sam-
an við aðra hluta Skógahverfisins.
Stígur sem gerir leik- og grunn-
skólabörnum kleift að fara beint
af skólalóð og upp í Garðalund án
þess að þurfa að ganga í umferð.
Blágrænar ofanvatnslausnir sem
flytja regnvatn til sjávar og verða
vonandi uppspretta ótal veiði- og
vísindaferða, svo ekki sé nú talað
um leikvöllur stíflusmiða framtíð-
arinnar. Þessi framtíðarsýn á ekk-
ert skylt við þær umferðareyjar
sem vísað er til eða bleðla hér og
þar sem verða engum til gagns.
Hvað snýr að eftirsjá bæjarfull-
trúa Einars eftir hóteluppbygg-
ingu á svæðinu sem hann lýsir
jafnframt í grein sinni, þá skýt-
ur það skökku við að gagnrýna á
sama tíma færslu íbúðabyggðar að
hans mati of nærri Garðalundi.
Hótelreiturinn á fyrra skipulagi
er, eins og sjá má á mynd, þétt
við inngang Garðalundar. Þá má
á það benda að þó virðulegur bæj-
arfulltrúi viti ekki til þess að menn
hafi óskað eftir þessari breytingu,
þá hefur undirritaður að sama
skapi ekki vitneskju um það að
óskað hafi verið eftir þessari lóð
á mesta hótel-uppbyggingar-
skeiði lýðveldisins. Við getum þó
kannski verið sammála um það að
okkur Skagamenn sárvantar hótel
en við eigum nú þegar frábæran
reit niður við sjó, sem er hluti af
nýju skipulagi Sementsreits.
Bæjarfulltrúi Einar hefur ítrek-
að haldið því fram að skipulagið
sé keyrt áfram af meirihlutanum
og við lestur fyrrnefndrar grein-
ar mætti ætla að það væri gert í
andstöðu allra í minnihlutanum.
Sannleikurinn er sá að hann hef-
ur einn greitt atkvæði gegn skipu-
laginu á fyrri stigum þess. Mál-
flutningur hans til þess að hreinsa
hendur Sjálfstæðisflokksins af máli
þessu hefur verið svo einbeittur
að fulltrúi sama flokks í skipulags-
og umhverfisráði sá sig knúinn
til þess, á fundi bæjarstjórnar, að
leiðrétta hann og benda á þá stað-
reynd að í skipulags- og umhverf-
isráði sætu fulltrúar allra flokka,
sem sameiginlega hefðu unnið að
þessari breytingu.
Réttilega heimilaði bæjarráð að
auglýsa skipulagið með tveimur
atkvæðum meirihluta bæjarráðs
þegar fulltrúi minnihluta kaus
að sitja hjá við afgreiðslu máls-
ins. Það er þó ekki þar með sagt
að málið sé að fullu afgreitt því að
auglýsingartíma loknum kemur
málið aftur inn til bæjarstjórnar
til umræðu og ákvarðanatöku. Allt
tal um leyndarhyggju, illa ígrund-
uð vinnubrögð eða að hér sé ver-
ið að lauma einhverju í gegn er í
hæsta máta hlægileg.
Í grein sinni vísar bæjarfulltrúi
Einar til kynningarfundar um
málið. Það sætir furðu að sjá
bæjarfulltrúann fara niður á það
plan að leggja starfmönnum bæj-
arins og skipulagshöfundi orð
í munn og lýsa yfir takmörkuð-
um skilningi þeirra á möguleik-
um svæðisins. Þeirra hlutverk
er einfaldlega að kynna drög að
þeim skipulagsgögnum sem fyr-
ir liggja. Sömu
gögn hafa áður
farið í gegn um pólitíska umræðu
og ákvarðanatöku. Það var með-
vituð ákvörðun undirritaðs að
vera ekki viðstaddur fyrrnefndan
kynningarfund þar sem tilgang-
ur fundarins er að fara yfir stað-
reyndir máls og fyrirliggjandi
skipulagsgögn. Opinn kynning-
arfundur er ekki til þess ætlaður
að fara í pólitískt karp. Það hef-
ur hins vegar ekki staðið á því að
undirritaður hefur eftir fremsta
megni rætt við hagsmunaaðila
eða aðra áhugasama sem þess
hafa óskað.
Auðvitað er það svo að þegar
skipulagið er lagt fram er það
gert í þeirri trú að hér sé um
bestu niðurstöðu að ræða. Mik-
ilvægi skipulagsferlisins í heild
hefur í þessu máli sannað sig og
er þetta í annað sinn sem skipu-
lagið er kynnt. á auglýsingatíma
fyrri skipulagslýsingar bárust at-
hugasemdir og ábendingar sem
brugðist var við að miklu leyti,
þó að ljóst sé að í málum sem
þessum verði seint hægt að sætta
öll sjónarmið.
Ég er sannfærður um að sú
vinna og það samtal sem hefur
átt sér stað við útfærslu þessa
skipulags muni færa okkur gott,
spennandi og skemmtilegt svæði
til þess að búa á og njóta.
Ragnar Sæmundsson
Höf. er bæjarfulltrúi fyrir Fram-
sókn og frjálsa á Akranesi og formað-
ur skipulags- og umhverfisráðs.
Skýr framtíðarsýn í Skógahverfi
Áhersla verður lögð á tengsl íbúðabyggðar og aðliggjandi útivistar- og skógræktarsvæða. Örvar sýna helstu göngustíga-
tengingar byggðar og útivistarsvæða.