Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2020, Page 15

Skessuhorn - 02.09.2020, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 2020 15 ið. „Ég held að fólk hætti ekkert að ferðast. Það kemur bóluefni og fólk fær áfram inflú- ensur. Ef til vill mun taka smá tíma að að- lagast en ég held að Ísland sé alveg í sérstöðu hvað það varðar að hingað kemur fólk fyrst og fremst til að njóta sín í okkar dásamlegu náttúru, allavega gestir okkar hér á lands- byggðinni. Ég held að það komi ekki til með að breytast,“ segir Unnur. „Mögulega setur þetta okkur einhver ár aftur í tímann en svo þarf bara að vanda sig með markaðsefni og hvernig við viljum kynna landið að nýju. Við vorum alveg komin á kortið og ég held að við náum alveg fótfestu í þessum geira á nýjan leik. Ég hef fulla trú á ferðamennsku til fram- tíðar, ég fer ekkert ofan af því,“ segir Unnur Steinsson að endingu. Hótel Húsafell í Borgarfirði Reyna að vera eins sveigjanleg og hægt er Hótelrekstur gekk með ágætum á Hótel Húsafelli á liðnu sumri, að sögn Bergþórs Kristleifssonar, eins eigenda Ferðaþjónust- unnar á Húsafelli. Hins vegar hefur tekið að halla skart undan fæti núna með haustinu og erfið staða sem blasir við, eftir að ágústmán- uður skall á. „Sumarið var heilt yfir bara mjög gott. Frá því við opnuðum í vor eftir fyrstu tilslakanir þá var bara gott að gera og góð- ur gangur þangað til svo aftur núna í byrjun ágúst, þegar aftur var hert á takmörkunum. Þá fóru að detta út bókanir sem voru komn- ar inn til okkar fyrir haustið. Bókunarstaðan fyrir haustið var góð áður en aftur var hert á, en hún hrundi mikið niður og þá bæði meðal Íslendinga og útlendinga,“ segir Bergþór. Alltaf stefnan að hafa opið Hann segir að núna bíði rekstraraðilar á Húsa- felli eftir næstu tilslökunum á sóttvarnaráð- stöfunum, áður en næstu skref verði ákveðin. „Það er allt óákveðið þangað til kemur í ljós hvað verður gert næst,“ segir hann. „Stefn- an er alltaf að hafa opið eins og hægt er, en mér þykir ansi líklegt að við komum til með að loka eitthvað,“ segir Bergþór en bætir því við að útfærslan á því sé ekki ljós eins og stað- an er í dag. „Það verður bara að koma í ljós hvernig því verður háttað,“ segir hann. Óljós staða Sú óvissa sem við greininni blasir er vitaskuld erfið. Það gildir um ferðaþjónustuna á Húsa- felli sem annars staðar. Varla hefur nokk- ur tækifæri til að skipuleggja sig að ráði til næstu mánaða. „Við horfum ekki langt fram í tímann og það er svolítið erfið staða. Ekki nóg með að vita ekki hvað verður gert hér þá sveiflumst við náttúrulega með allri veröld- inni. Það er ekki bara það sem gerist hérna á Íslandi sem hefur áhrif á okkur, heldur líka hvað er að gerast í öðrum löndum heimsins,“ segir hann, en aðgerðir mismunandi landa eru mjög mismunandi eftir gangi mála á hverjum stað. „Þannig að svona er staðan óljós og við verðum bara að reyna að vera eins sveigjanleg og mögulegt er,“ segir Bergþór Kristleifsson að endingu. kgk ÚTSALA HEFST 3. SEPTEMBER REYKJAVÍK LYNGHÁLSI 3 SÍMI: 540 1125 LÍFLAND SÖLUDEILD BRÚARVOGI 1-3 SÍMI: 540 1100 lifland@lifland.is AKUREYRI ÓSEYRI 1 SÍMI: 540 1150 BORGARNESI BORGARBRAUT 55 SÍMI: 540 1154 BLÖNDUÓSI EFSTUBRAUT 1 SÍMI: 540 1155 HVOLSVELLI ORMSVELLI 5 SÍMI: 487 8888 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2019 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Miðvikudaginn 9. september Fimmtudaginn 10. september Föstudaginn 11. september Allar stærðir ökutækja skoðaðar Tímapantanir í síma 438–1385 Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 S K E S S U H O R N 2 02 0 Lagnaþjònusta Vesturlands ehf. Alhliða þjónustufyrirtæki á sviði pípulagna Sendu okkur verkbeiðni à lagnavest@gmail.com eða hafðu samband við okkur í síma 787-2999 Hótel Húsafell. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.