Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2020, Qupperneq 20

Skessuhorn - 02.09.2020, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 202020 Í byrjun árs 2019 ákvað Katarína Stefánsdóttir frá Akranesi að breyta til og flytja til fjölskyldu sinnar sem var þá nýflutt til Svíþjóðar þar sem að bróðir hennar Oliver fór í at- vinnumennsku í fótbolta. Hana hafði lengi langað að flyta til baka þangað, en fjölskyldan átti heima í Svíþjóð þegar Katarína var lítil. Hún fór að vinna á kaffihúsi þegar hún kom til Svíþjóðar en fann fljótt að hún saknaði þess að vinna með höndunum. Vildi vinna eitthvað höndunum „Á þessum tíma var ég á fullu að koma mér upp andlega eftir að haf- að klárað mig algerlega og hugsaði í raun bara um að gera hluti sem létu mér líða betur og byggðu mig upp. Mig langaði alltaf að verða arkitekt eða innanhússarkitekt eins og ég talaði um þarna í viðtalinu við mig í Skessuhorni 2018. En eftir nokkra mánuði af því að vinna á kaffihúsi og vinna í sjálfri mér fann ég hvað ég saknaði tilfinningarinnar að hafa eitthvað í höndunum sem ég gerði sjálf frá grunni, og ferlisins frá því að fá hugmynd, í að smíða hana sjálf og að sjá þannig hvernig hugmynd- in verður að veruleika,“ segir Kat- arína. „Ég fór því að skoða allskon- ar nám hérna í Svíþjóð sem tengd- ist einhvers konar handavinnu og rakst þá á þetta nám í silfursmíði í Leksand.“ Húsgagnasmíðin hjálpar En Katarína var ein af sex sem kom- ust inn í námið og hóf hún nám í silfursmíði í lýðháskóla í Dölunum í Svíþjóð haustið 2019. „Skólinn er staðsettur aðeins fyrir utan Leks- and, úti í skógi við vatn, og um leið og ég kom þangað féll ég alveg fyr- ir umhverfinu og skólanum,“ seg- ir Katarína og brosir. „Um leið og námið byrjaði svo fann ég strax að þetta væri það sem ég vildi gera og vinna við. Á vissan hátt er þetta al- veg líkt húsgangasmíðinni nema ég er bara búin að skala aðeins niður stærðina,“ segir Katarína og hlær. „Ég finn alveg hvað það hjálpar mér mikið að hafa lært húsgagna- smíði fyrst, það er svo margt sem ég lærði þar sem nýtist mér hérna,“ segir hún. Skartið í sölu á Akranesi Katarína hefur nú stofnað fyrirtæki undir nafninu Katarína Stefáns- dóttir Silfursmíði, og er hún farin að selja silfurskart í gegnum netið og í tveimur verslunum í Svíþjóð. Þá ætlar Dýrfinna torfadóttir gull- smiður að taka skartið hennar í sölu í versluninni hjá sér við Merkigerði 18 á Akranesi frá og með morgun- deginum, 3. september. Hægt er að finna Katarínu á Instagram undir nafninu katarinastefansjewelry þar sem hægt er að skoða þá skartgripi sem hún gerir og panta. „Eins og er tek ég bara pantanir í skilaboðum á Instagram og Facebook. Á meðan ég er ekki gersamlega að drukkna í pöntunum finnst mér skemmtilegra að hafa þetta í gegnum skilaboð þar sem að þá eru samskiptin öll pers- ónulegri. Kannski ef ég fer að selja mikið meira verð ég að færa mig yfir á sölusíðu,“ segir Katarína. Að elska líkamann sinn Eitt af því sem hún hefur gert tölu- vert af eru falleg hálsmen með kvenlíkamann, en hvaðan kemur sú hugmynd? „Sko, ég gerði fyrst háls- men með líkama af óléttri konu. Sú hugmynd kom frá svona gifs- formum sem konur gera stundum af bumbunni sinni þegar þær verða óléttar því mér þykir það svo fallegt og ég vildi því gera mína útgáfu af því. Svo fór ég að fá fyrirspurnir frá konum sem spurðu hvort ég væri líka að gera konu kroppa sem væru ekki óléttir. Þá datt mér í hug að gera línu af hálsmenum með mis- munandi ófullkomnum konukropp- um sem myndu þá verða áminn- ing fyrir þann sem ber hálsmenið að elska líkamann sinn alveg eins og hann er. Að horfa í spegilinn og telja upp allt sem er fallegt við lík- amann sinn. Að sjá alla gallana sína og elska þá því að það eru þeir sem gera mann öðruvísi og áhugaverð- an. Að elska líkamann sinn því að hann segir þína sögu hvort sem að það er að koma barni í heiminn, koma þér í gegnum vanlíðan eða erfiði eða hvað sem það er. Að þeg- ar þú getur horft á þetta hálsmen og hugsað; „vá hvað þetta háls- men er fallegt“ þá getur þú horft á þig og líkamann þinn og hugsað: „Vá hvað þessi líkami er fallegur.“ Ég gerði þrjá mismunandi líkama þannig að allir gætu séð einhvern hluta af sjálfri sér í einhverjum af þeim,“ segir Katarína. Draumur að vera með búð og verkstæði Skartgripirnir hennar Katarínu eru allir úr silfri og lausir við nikkel. En ætlar hún að vinna með gull- ið í framtíðinni? „Mig langar að halda áfram í námi og verða gull- smiður. Ég er að fara sem lærlingur í nokkurs konar starfsnám til gull- smiða í haust, fer fyrst til Stokk- hólms og verð hjá einum gull- smið í allavega tvær vikur. Svo er ég að fara að tala við tvo gullsmiði í Norrköping í næstu viku sem eru vonandi tilbúnir að taka á móti mér seinna í haust. Við fáum stundum gestakennara í skólann og er þetta í rauninni bara eins og að fá gesta- kennara nema að ég sæki um að fá að fara til ákveðinna gullsmiða sem ég vil fara til. Þar sem ég verð þá eini nemandinn læri ég miklu meira en ef þau myndu koma og kenna öllum bekknum,“ segir Kat- arína og bætir við að hún stefni á að læra gullsmíðina sem lærlingur. „Eins og staðan er í dag hallast ég meira að því að læra gullsmíðina í gegnum að vera lærlingur hjá ein- hverjum gullsmiði frekar en að fara í háskólanám, en þú gætir spurt mig á morgun og ég búin að breyta um svar,“ segir Katarína og hlær. „Ef ég fer í skóla snýst námið meira um að leika á línunni milli lista- verks og skartgrips, að gera lista- verk sem er hægt er að bera. Akkúr- at núna langar mig mikið meira að gera svona hversdagslegra skart og ef ég verð lærlingur hjá gullsmiði myndi ég gera það,“ útskýrir hún. „Draumurinn minn er að vera með búð og verkstæði þar sem ég get gert og selt skartið mitt og einn- ig verið með gallerí þar sem ég get sýnt verk eftir mig eins og málverk og önnur listaverk,“ bætir hún við. En er hún alveg hætt að smíða hús- gögn? „Nei, ekki alveg. Kærastinn minn á heima hér nálægt skólanum og fjölskyldan hans er með tréverk- stæði þangað sem ég fer stundum til að leika mér. Við framleiddum til dæmis nokkur húsgögn í sumar. Það er svo gaman að komast í við- inn líka, sérstaklega þegar maður er búinn að vinna lengi með málma. Bæði efnin eru svo skemmtileg að vinna með og langar mig mikið að gera skart í framtíðinni þar sem að ég nota báða þessa efniviði,“ segir Katarína Stefánsdóttir að endingu. arg/ Ljósm. úr einkasafni Katarína framleiðir og selur fallegt og sérstakt silfurskart Skartgripirnir frá Katarínu verða til sölu hjá Dýrfinnu við Merkigerði á Akranesi frá og með morgundeginum. Katarína á verkstæðinu. Katarína gerir falleg silfurhálsmen með ólíkum konukroppum. Skemmtilegir eyrnalokkar sem Katarína gerir. Hringur. Katarína í folkdräkt, sem er sænskur búningur fyrir bæinn Rättviks, þaðan sem kærastinn hennar kemur. Hálsmen með bókstaf.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.