Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2020, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 02.09.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 202026 Fyrir tveimur árum var reist 27 metra löng ný brú yfir Norðlinga- fljót á Arnarvatnsheiði. Frá náttúr- unnar hendi var brúarstæðið kjörið því syðri stöpull brúarinnar hvílir á hraunkanti en hærri stöpull steyptur að norðanverðu. Brú á þessum stað hafði lengi verið í undirbúningi en erfiðlega gekk um árabil að koma brúargerðinni á fjárlög. Þó voru ýmsir sem beittu sér fyrir því, en auk heimamanna má tvímælalaust nefna málafylgju Skúla Alexand- ersson, fv. alþingismann og ferða- frömuðar á Hellissandi, í því sam- bandi. Brúin gerir það kleift að nú er hægt að aka á jepplingum og vel búnum bílum yfir Arnarvatnsheiði, milli Borgarfjarðar og Miðfjarðar, á þokkalegum vegi. Oft hefur það gerst að ferðafólk og veiðimenn hafi verið hætt komnir í Norð- lingafljóti, bæði vegna krapa og íss, en ekki síst vegna þess að skyndi- lega getur vaxið hratt í fljótinu eft- ir heita daga. Nú hefur því orðið til kærkomin hringleið fyrir þá sem vilja kynnast landinu betur. Þá má sömuleiðis gera ráð fyrir að ásókn í fengsæl silungsveiðivötn á heiðinni muni aukast með öruggari veg- tengingu. Undirritaður fór akandi ásamt nokkrum úr fjölskyldunni yfir Arn- arvatnsheiði síðastliðinn fimmtu- dag. Veður var gott en fremur lágskýjað þannig að mikilfengleg fjallasýn naut sín ekki nema að tak- mörkuðu leyti. Ekið er sem leið liggur upp vegslóða sem bræðurn- ir Snorri og Jón Kristleifssynir frá Sturlu-Reykjum lögðu um Hall- mundarhraun fyrir um fjórum ára- tugum. Sá vegur liggur framhjá Surtshelli, sunnan við Norðlinga- fljót í landi Kalmanstungu. Í stað þess að áður þurfti að velja annað hvort Úlfsvatnsvað eða Helluvað til að komast yfir fljótið, er ekið yfir nýju brúna skammt ofan við Hellu- vað og þaðan áleiðis upp Arnar- vatnshæðir. Á því svæði er heið- in lítt gróin og landslagið fremur hrjóstrugt á köflum. Vegurinn er lagður yfir mela og urðhæðir, en er þó ágætlega fær nema fyrir minnstu bíla. Á hæðunum er víðsýnt til vest- urs yfir hinn mikla fjölda vatna, en í austur- og suðurátt blasir við norðurendi hins 70 kílómetra langa Langjökull en Eiríksjökull er í for- grunni. Austur við Arnarvatn stóra er ekið í gegnum hlið á merkjagirð- ingunni sem skilur að sýslurnar og afrétt Borgfirðinga og Húnvetn- inga. Ekið er meðfram Arnarvatni stóra og niður meðfram fjölmörg- um litlum vötnum og loks samhliða Austurá þaðan sem hluti Miðfjarð- arár á upptök sín. Komið er niður í Austurárdal og ekið þaðan um eyði- byggð stuttan spöl áður en komið er niður í Miðfjörð. Ekki var um formlega vígsluat- höfn að ræða þegar nýja brúin yfir Norðlingafljót var tekin í notk- un fyrir tæpum tveimur árum. Því hefur lítið farið fyrir umræðu um þá stórbrotnu leið sem þarna hefur opnast og tengir saman landshluta. Óhætt er að mæla með því fyr- ir áhugasama að gera sér ferð yfir Arnarvatnsheiði á björtum degi. Áhugavert er að upplifa hversu stutt er í raun milli sýslna, ekki síst nú þegar vegasamband hefur stór- lega batnað. mm/ Ljósm. mm & gó Fálkahjón tóku á móti ferðalöngum þegar komið var niður í Austurárdal. Ný hringleið hefur opnast yfir Arnarvatnsheiði Á Arnarvatnsheiði. Nýja brúin yfir Norðlingafljót er á hentugu brúarstæði frá náttúrunnar hendi í Hallmundarhrauni. Myndrænt rofabarð í Hæðarsporðinum. Tóftarbrot gamla skálans við Álftakrók sem var í notkun til 1955. Skilti á heiðinni við þann stað þar sem flugvöllur var lagður á Svartárhæð, melinn efst á Arnarvatnshæðum. Horft í átt að gangnamannaskálanum í Álftakrók.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.