Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2020, Qupperneq 31

Skessuhorn - 02.09.2020, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 2020 31 Víkingur Ó. og ÍBV skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var í Ólafsvík. Ólafsvíkingar voru líflegir í upp- hafi leiks en það voru gestirnir frá Vestmannaeyjum sem skoruðu á undan. Á 9. mínútu leiksins átti Felix Örn Friðriksson góða fyrir- gjöf frá vinstri, beint á kollinn á Gary Martin sem var einn og óvald- aður í teignum og skallaði boltann í netið. Heimamenn fengu sín færi til að jafna í fyrri hálfleiknum. Á 12. mín- útu átti Indriði Áki Þorláksson gott skot að marki eftir stungu sendingu frá Gonzalo Zamorano, en Halldór páll Geirsson varði vel frá honum. Á 19. mínútu átti Gonzalo síðan hörkuskot að marki sem Halldór varði stórglæsilega. Heimamenn voru sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og náðu að jafna metin á 37. mínútu. Þorleifur Úlfarsson sendi boltann á Gonzalo, sem var við vítateigsj- aðarinn, aðeins til vinstri. Gonzalo setti boltann yfir á hægri og smurði honum með fallegu innanfótarskoti í markvinkilinn fjær. Stórglæsilegt mark hjá Gonzalo. tíðindi fyrri hálfleiks voru ekki öll ósögð, því aðeins mínútu eftir að heimamenn jöfnuðu fékk Vign- ir Snær Stefánsson sitt annað gula spjald fyrir tæklingu rétt utan víta- teigs. Máttu Ólafsvíkingar því leika manni færri allan síðari hálfleikinn og rúmlega það. Eyjamenn hugsuðu sér gott til glóðarinnar og sóttu í síðari hálf- leik, en það voru engu að síður Ólafsvíkingar sem fengu bestu fær- in og hefðu getað stolið sigrinum, manni færri. Besta færi seinni hálf- leiksins kom á 67. mínútu þegar Þorleifur sendi boltann beint fyrir fætur Gonzalo sem átti skot á nær- stöng sem Halldór varði vel. Rétt fyrir leikslok fór um Ólafsvíkinga þegar Jonathan Glenn komst einn í gegnum vörnina, en Ívar Reynir Antonsson átti frábæra tæklingu á hárréttum tíma og kom boltanum í hornspyrnu. Ekkert varð úr henni og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Víkingur Ó. situr í 9. sæti deild- arinnar með ellefu stig eftir tólf leiki, stigi á eftir Aftureldingu en stigi á undan Leikni F. Næsti leik- ur Ólafsvíkinga er útileikur gegn toppliði Fram í kvöld, miðvikudag- inn 2. september. kgk Káramenn máttu sætta sig við jafnt- efli, 2-2, þegar þeir mættu KF í 2. deild karla í knattspyrnu á laugar- daginn. Leikið var í Akraneshöll- inni og þar komust heimamenn tveimur mörkum yfir, áður en gest- irnir jöfnuðu. Allt gerðist þetta áður en flautað var til hálfleiks. Það var Hilmar Halldórsson sem kom Kára yfir á 13. mínútu leiksins, þegar hann fylgdi eftir með skalla skoti sem hafði verið varið út að markteigshorni. Á 28. mínútu fékk Hilmar laglega sendingu inn fyrir vörnina hægra megin. Hann sendi fyrir á Guðfinn Þór Leósson sem hitti boltann ekki alveg nógu vel, en nægilega til að skila honum í fjær- hornið og koma Kára í 2-0. Á 41. mínútu leiksins minnkaði KF muninn. Þeir náðu góðri send- ingu í gegn og komust í dauðafæri sem Dino Hodzic varði vel, en bolt- inn barst þaðan á Ljubomir Delic sem skilaði honum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar náðu gest- irnir snarpri sókn upp hægri kant- inn. Boltinn barst á fjærstöngina á Oumar Diouck sem fór framhjá einum varnarmanni, sendi boltann fyrir markið á Sachem Wilson sem átti ekki í vandræðum með að skora af stuttu færi. Gestirnir voru þar með búnir að jafna á örskömmum kafla undir lok fyrri hálfleiks. Engin mörk voru skoruð í síðari hálfleiknum og lykt- ir leiksins því 2-2 jafntefli. Kári situr í 8. sæti deildarinn- ar með 15 stig eftir tólf leiki og er fjórum stigum á eftir KF, en með þriggja stiga forskot á Víði. Kári lék gegn toppliði Kórdrengja í gær- kvöldi, þriðjudaginn 1. september, en sá leikur var ekki hafinn þegar blaðið fór í prentun. kgk ÍA fékk skell gegn Haukum, 1-4, þegar liðin mættust í 12. umferð 1. deildar kvenna á Akranesi í síðustu viku. Skagastúlkur hafa ekki fund- ið taktinn á leiktíðinni og einungis unnið einn leik í sumar. Hafnarfjarðarliðið mætti einbeitt til leiks í Akraneshöllinni, þar sem leikurinn fór fram. Strax á upphafs- mínútunum slógu Haukastúlkur tóninn þegar Sæunn Björnsdóttir skoraði. Vienna Behnke tvöfaldaði forystuna á 35. mínútu og leiddu gestirnir 2-0 þegar gengið var til hálfleiks. Haukar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og bættu við þriðja markinu strax á 48. mínútu. Þar var á ferðinni Ásta Sól Stefánsdótt- ir fyrir þær rauðklæddu. Vienna Behnke jók svo forystuna í fjögur mörk þegar um stundarfjórðungur lifði af leiknum. Þær gulklæddu fengu víti á 83. mínútu og tækifæri til að minnka muninn sem þær nýttu sér. Erna Björt Elíasdóttir fór á punktinn og skilaði knettinum örugglega í netið. Ekki komust Skagastúlkur nær og lokaniðurstaðan 4-1 Haukum í vil. Eftir tapið situr ÍA sem fastast í 7. sæti deildarinnar með níu stig. Aft- ur á móti eru Haukastúlkur á blúss- andi siglingu upp töfluna. Er þetta fjórði sigur Hafnarfjarðarliðsins í röð og eru þær rétt á eftir efstu lið- um í þriðja sæti með 20 stig, einu stigi á eftir Keflavík og tveimur stigum á eftir toppliði tindastóls. Næsti leikur ÍA í deildinni er gegn Keflavík á Akranesvelli sunnu- daginn 6. september næstkomandi. Fyrir þann tíma leikur liðið hins vegar gegn Breiðabliki í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Bikar- leikurinn fer fram á Akranesvelli á morgun, fimmtudaginn 3. septem- ber. glh/ Ljósm. úr safni/ gbh. Lið ÍA í knattspyrnu karla fékk skell gegn Íslandsmeisturunum í KR þegar liðin mættust í 13. um- ferð pepsi Max deildar karla í Vest- urbænum á sunnudaginn. KR vann fyrri leik liðanna í sumar, 2-1, sem fram fór á Akranesi svo Skagamenn áttu harma að hefna gegn Vestur- bæjarliðinu. Fyrsta mark leiksins kom strax á 4. mínútu. Þar var að verki Atli Sigurjónsson sem náði boltanum af Aroni Kristófer Lárussyni hjá ÍA og smurði boltanum með vinstri fæt- inum upp í fjærhornið. KR-ingar voru með yfirhönd- ina að mestu eftir að þeir komust yfir og sóttu hart að marki Skaga- manna í kjölfarið. Annað mark KR kom svo á 39. mínútu. Skagamenn rétt misstu af marki þegar Ísak Snær Þorvaldsson skallaði boltann í þverslána. Í kjölfarið fengu KR- ingar skyndisókn þar sem Krist- inn Jónsson átti fantagóða fyrirgjöf yfir á Atla Sigursjónsson sem skall- aði boltann í stöngina og inn og KR 2-0 yfir í hálfleik. Skagamenn komu ákveðnir inn í seinni hlutann. Strax á 48. mín- útu náði Stefán teitur Þórðar- son að minnka muninn fyrir ÍA í 2-1. töluvert fjör færðist í leik- inn og á 68. mínútu fengu heima- menn skyndisókn. Kristinn Jónsson var þar aftur á ferðinni þegar hann skallaði boltann á pablo punyed sem náði að skrúfa knöttinn í netið af löngu færi og jók forskot sinna manna í 3-1. pablo var svo aftur á ferðinni á 89. mínútu og klár- aði leikinn endanlega þegar hann negldi knettinum í fyrstu snertingu utan teigs neðst í hornið. Lokastað- an 4-1 fyrir Íslandsmeisturunum. ÍA dettur niður um eitt sæti og er nú í því 8. með 14 stig, jafn mörg stig og Víkingur R. í sætinu fyrir ofan og HK í sætinu fyrir neðan. KR fer upp um sæti og eru nú í því 5. með 20 stig. Efstir í deildinni eru hins vegar Valsmenn frá Hlíðar- enda með 28 stig. Næsti leikur Skagamanna er gegn HK og fer fram í Kópavogi sunnu- daginn 13. september. glh Snæfellingar máttu sætta sig við eins marks tap gegn Stokkseyri þegar liðin mættust í 13. umferð 4. deildar karla í knattspyrnu. Spilað var í Stykkishólmi á sunnudag. Engin mörk litu dagsins ljós í fyrri hálfleik og var hann frekar tíðindalítill. Milos Janicijevic í liði Snæfells nældi sér í rautt spjald á 40. mínútu og neyddust Hólmarar til að spila leikmanni færri það sem eftir lifði leiks. Svipað var upp á teningnum í síð- ari hálfleik sem var líka heldur tíð- indalaus. Fyrsta og eina mark leiks- ins kom á 66. mínútu. Arilíus Ósk- arsson skoraði fyrir Stokkseyri og kom þeim félögum í 1-0 og tryggði sínu liði stigin þrjú. Snæfellingar sitja í kjallarasætinu í B-riðli 4. deildar með einungis eitt stig eftir tíu leiki í mótinu. Stokks- eyri er aftur á móti í 4. sæti riðilsins með 14 stig. Efst er lið Kormáks/ Hvatar með 25 stig. Næsti leikur Snæfells er gegn Álafossi sunnudaginn 6. sepember á tungubakkavelli í Mosfellsbæ. glh/ Ljósm. úr safni/ sá. Tap hjá Hólmurum Misstu niður tveggja marka forystu Frá leik Kára og KF í Akraneshöllinni. Ljósm. Knattspyrnufélagið Kári.å Skellur á heimavelli Svipmynd úr viðureign ÍA og KR fyrr í sumar. Ljósm. úr safni/ gbh. Tap gegn meisturunum Ólafsvíkingar sækja að marki Eyjamanna í leiknum á laugardag. Ljósm. af. Manni færri en hættulegri

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.