Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 02.09.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 2020 13 ins í sumar og við höfum notið góðs af því á Hamri,“ segir Guðveig. Þurftu að segja upp fólki Aftur á móti segir Guðveig að nú með haustinu sé komin upp afar erfið staða, þar sem útlitið sé ekki bjart fyrir komandi vet- ur. „Við þurftum að taka þá erfiðu ákvörð- un í morgun [þriðjudag; innsk. blms.] að segja upp stórum hluta starfsfólksins, eða um 20 manns. Við gerum ráð fyrir því í vetur að hafa opið fyrir fundi og ráðstefn- ur, árshátíðir, hópa og slíkt, ásamt því að reyna að hafa opið um helgar. En það er óljóst hvernig almennri opnun verður háttað á virkum dögum. Þess vegna þurft- um við að segja upp fólki. Það var í raun- inni varúðarráðstöfun hjá okkur, því það er mikil óvissa sem blasir við,“ segir Guðveig. „Það er alveg grátlegt að þurfa að sjá á eft- ir frábæru starfsfólki. Það er alltaf þyngra en tárum taki að þurfa að segja upp góðu fólki, en þetta var ákvörðun sem við neydd- umst til að taka núna, því miður,“ segir hún og bætir því við að ef staðan breytist muni þeir sem sagt var upp nú eiga forgang í sín störf. „Vonandi fer ástandið að breytast“ En hvað þarf að gerast til að ástandið breyt- ist? „Við vonum auðvitað að tveggja metra reglunni verði aflétt og fjöldatakmarkanir rýmkaðar. Eins og ég sagði áðan þá viljum við geta tekið á móti hópum í vetur, en við þurfum svolítið að aðlaga okkar rekstur því ástandi sem ríkir hverju sinni. Það er mik- il óvissa og maður getur eiginlega ekki tek- ið ákvarðanir langt fram í tímann. Það er nánast bara vika fyrir viku, það er ekki hægt að gera nein langtímaplön,“ segir Guðveig. „En vonandi fer ástandið að breytast svo við getum ráðið starfsfólkið aftur,“ segir Guðveig Lind Eyglóardóttir að endingu. Stay West á Akranesi og Borgarnesi Ágætt sumar en erfiður vetur framundan Hjónin Eggert Hjelm Herbertsson og Ingibjörg Valdimarsdóttir reka gistiþjónustu á Akranesi og í Borgarnesi undir merkjum Stay West. Eggert seg- ir í samtali við Skessuhorn að undangengið sumar hafi verið betra en þau þorðu að vona. Hins veg- ar blasi við erfiður vetur, en þrátt fyrir það stefna þau á að halda öllum sínum gististöðum opn- um á vetri komanda. „Sumarið var bara ágætt og mun betra en maður þorði að vona um mánaða- mót mars og apríl. Apríl og maí voru hræðilegir, lítið sem ekkert að gera, mikið um afbókanir og nánast einu verkefnin voru að svara afbókunar- póstum. En svo fór það að lagast þegar komið var fram í júní og í bæði júlí og ágúst var bara ágæt- is gangur og talsvert meira en maður átti von á,“ segir Eggert en bætir því við að þeim tíma sé um það bil að ljúka um þessar mundir. „Síðustu er- lendu ferðamennirnir eru á vappi um landið þessa dagana og þetta er að fasa út. Ef ekkert breytist í þessum faraldri þá verður veturinn erfiður, að lágmarki fram að áramótum. Á meðan verið er að beita jafn ströngum aðgerðum á landamærunum þá verður lítið sem ekkert að gera í gistiþjónustu. túristar munu ekki koma í neinum mæli miðað við þær aðgerðir sem nú eru í gangi, án þess að ég sé að hallmæla þeim sem slíkum. Það er bara eins og það er, en þær gera það að verkum að ferða- menn koma ekki svo neinu nemur,“ segir hann. Mismunandi staða Undir hatti Stay West er rekið hostel í Borg- arnesi og á Akranesi, sem og gistiheimili á Byggingarverkfræðingur / byggingartæknifræðingur Starfið felur í sér að sinna fjölbreyttum hönnunar- verkefnum á breiðu sviði mannvirkjagerðar, eftirliti með framkvæmdum, landmælingar o.fl. • Byggingarverkfræðingur /byggingartæknifræðingur • Reynsla af hönnun, fjölbreytileiki í hönnunarverkefnum mikill kostur • Öflugur liðsmaður í verkefnaöflun • Góð kunnátta í teikniforritum t.d. AutoCad, Revit eða Civil 3D • Reynsla af framkvæmdaeftirliti er æskileg • Þekking á BIM aðferðarfræðinni og notkun líkana við hönnun er æskileg Rafkerfahönnuður Starfið felur í sér hönnun rafkerfa fyrir ýmsar gerðir mannvirkja, ráðgjöf og aðstoð við viðhald og endurnýjun rafkerfa. • Rafmagnstæknifræðingur eða rafiðnfræðingur • Öflugur liðsmaður í verkefnaöflun • Góð kunnátta í AutoCad og Revit er kostur • Þekking á BIM aðferðarfræðinni og notkun líkana við hönnun er æskileg Verkis er öflugt og framsækið ráð- gjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Yfir 300 manns starfa hjá fyrirtækinu að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Unnið er með breiðum hópi viðskiptavina s.s. opinberum fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og einkaaðilum. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 13. september 2020. Sótt er um á umsokn.verkis.is Ofanleiti 2 I verkis@verkis.is I 422 8000 Nánari upplýsingar veita Anna María Þráinsdóttir útibússtjóri, anmt@verkis.is Elín Greta Stefánsdóttir mannauðsstjóri, egs@verkis.is Byggingarverkfræðingur/byggingartæknifræðingur og rafkerfahönnuður Vegna aukinna verkefna viljum við bæta við okkur öflugu starfsfólki á Vesturlandi. Við höfum áhuga á jákvæðum einstaklingum sem hafa metnað, sýna frumkvæði og sjálfstæði í starfi og eiga auðvelt með að vinna með öðrum. Mikilvægt er að umsækjendur hafi gott vald á íslensku og ensku. Starfsstöð getur verið á Akranesi eða í Borgarnesi. Guðveig Lind Eyglóar- dóttir, aðstoðarhótel- stjóri á Icelandair Hótel Hamri í Borgarnesi. Ljósm. úr safni/ glh. Hluti útisvæðisins á Icelandair Hótel Hamri. Ljósm. úr safni/ glh. Framhald á næstu opnu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.