Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 02.09.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 20206 Svikapóstar í nafni Póstsins LANDIÐ: Íslandspóstur var- ar viðskiptavini sína við svika- póstum sem undanfarið hafa verið sendir út þar sem reynt er að komast yfir greiðslukorta- upplýsingar fólks. Í tilkynn- ingu á vef Íslandspósts kemur fram að póstarnir séu ekki frá fyrirtækinu. Þau sem eigi von á sendingu geti greitt fyrir hana á öruggri síðu á vef fyrirtækis- ins. „pósturinn varar eindregið við því að smella á hlekki sem fylgja þessum póstum og undir engum kringumstæðum ætti að gefa upp kortaupplýsingar eða aðrar persónulegar upplýsing- ar,“ segir í tilkynningunni. -mm Aðalfundur kjör- dæmisráðs NV-KJÖRD: „Kjördæmis- ráð Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi boðar til aðal- fundar sunnudaginn 13. sept- ember kl. 12-16 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Guð- jón Brjánsson, þingmaður kjör- dæmisins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum,“ segir í tilkynningu. „Þeir félagsmenn sem hafa hug á að bjóða sig fram eða til- nefna aðila í stjórn, eða til ann- arra embætta sem kosið verður um, hafi samband við Ólaf Inga Guðmundsson, formann upp- stillingarnefndar fyrir 10. sept- ember nk. í netfangið olafuringi- gudmundsson@hotmail.com eða í síma 847-7700. tillög- ur að lagabreytingum þurfa að berast undirritaðri fyrir 4. sept- ember n.k. í netfangið isabrynd- is@gmail.com. Stjórn kjördæm- isráðs hvetur alla félagsmenn til að mæta á aðalfundinn, ræða stöðuna í stjórnmálunum í dag og taka þátt í undirbúningi og umræðum vegna alþingiskosn- inga á næsta ári,“ segir í tilkynn- ingu frá Bryndísi Friðgeirsdótt- ur formanni kjördæmisráðs. -fréttatilk. Íslendingur vann tæpar 96 milljónir LOTTÓ: Íslendingur hafði heldur betur heppnina með sér á föstudag þegar dregið var í EuroJackpot lottóinu. Um 2. vinning var að ræða og fá vinn- ingshafarnir rúmar 95,6 millj- ónir króna hver. Miðinn var keyptur hjá N1 á Ísafirði en sjö miðahafar skiptu vinning- inum með sér, hinir miðarn- ir voru keyptir í Litháen, tveir í Finnlandi og þrír í Þýskalandi. Þetta er í fjórða sinn á innan við tveimur árum sem annar vinn- ingur í EuroJackpot kemur til Íslands. Fyrsti vinningur gekk einnig út en það var stálheppinn Finni sem hlaut hann, fær tæp- lega 5,7 milljarða króna í sinn hlut. -mm Sluppu vel frá bílveltu SNÆFELLSNES: Bílvelta varð aðfararnótt laugardags skammt frá Dritvík á Snæ- fellsnesi. Viðbragðsaðilar voru kallaðir til sem og þyrla Land- helgisgæslunnar sem flutti tvo slasaða úr bílnum á Landspít- alann í Reykjavík. Lögregla segir meiðsli þeirra ekki hafa reynst jafn alvarleg og talið var í fyrstu og eru báðir útskrifað- ir af spítala. tildrög slyssins eru til rannsóknar. -kgk/ Ljósm. af Sviðsstjóri segir upp BORGARBYGGÐ: Ragn- ar Frank Kristjánsson hefur sagt upp starfi sínu sem sviðs- stjóri umhverfis- og skipu- lagssviðs Borgarbyggðar. til- kynnti hann um uppsögn sína mánudaginn 24. ágúst síðast- liðinn. Þetta staðfesti Þór- dís Sif Sigurðardóttir, sveitar- stjóri Borgarbyggðar, í samtali við Skessuhorn, á fimmtudag. Hún sagði að ákvörðun Ragn- ars hefði verið kynnt formlega á fundi byggðarráðs á fimmtu- dagsmorgun, þar sem honum voru þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar. tíma- setning starfsloka hafði ekki verið ákveðin, að sögn Þórdís- ar. -kgk Síðdegis á sunnudaginn var boð- að til athafnar við Biskupsbrekku á Uxahryggjum. tilefnið var að þann dag voru rétt 300 ár liðin frá því Jón Vídalín Skálholtsbisk- up lést þar á ferðalagi. Hann var þá ásamt fylgdarliði á leið til jarðarfar- ar mágs síns, séra Þórðar Jónssonar á Staðastað. Nýjum rammgerðum sex metra háum krossi úr málm- furu hefur nú verið komið upp við brekkuna en auk þess minnisvarða um Jón Vídalín sem páll Guð- mundsson listamaður á Húsafelli hjón í stein af Kaldadal. Forgöngu um gerð verksins hafði Skálholts- félagið með fjárstuðningi Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum og fleiri aðila. Fram kom að Jón Ví- dalín hafði verið á nokkrum vetr- arvertíðum í Eyjum á sínum tíma og lengi átti Vinnslustöðin togara sem bar nafn hans og var fyrrum skipstjóri á skipinu viðstaddur sem fulltrúi styrktaraðilans. Það var séra Kristján Björns- son, vígslubiskup í Skálholti, sem stýrði athöfninni, en í henni tóku auk hans þátt kórfólk, fleiri prest- ar auk Agnesar M Sigurðardóttur biskups. páll á Húsafelli hafði með- ferðis litla sérsmíðaða steinhörpu og flutti hann af þessu tilefni frum- samið tónverk við hendingu sem sagnir herma að sé eftir Vídalín og ort í hans hinstu ferð og er meitlað á skjöld á minnismerkinu: Herra Guð í himnasal, haltu mér við trúna. Kvíði ég fyrir Kaldadal, kvelda tekur núna. Nýr kross var að endingu blessað- ur og minningarsteinn um meistara Jón biskup afhjúpaður en að lokið sungið við rætur Biskupsbrekku. mm Páll við listaverkið af Jóni Vídalín. Minnisvarði og kross í Biskupsbrekku Krossinn blessaður og listaverkið vígt. Páll Guðmundsson lét sig ekki muna um að frumflytja nýtt tónverk við hendingu úr kvæði Jóns Vídalíns á steinhörpu sem sér- staklega var gerð fyrir þetta tilefni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.