Skessuhorn - 02.09.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 20202
Óvissa einkennir líðandi stund, eins og
við vitum öll. Við eigum misauðvelt með
að fóta okkur í óvissunni og fylgjast með
nýjustu tilmælum, sem taka stöðugum
breytingum. Sýnum sjálfum okkur og
öðrum tillitsemi og þolinmæði.
Það verður norðan 10-18 m/s á morgun,
fimmtudag, hvassast á norðvesturhluta
landsins. Talsverð rigning fyrir norðaust-
an og austan, en úrkomulítið á suðvest-
urhorninu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst.
Norðvestan 8-15 m/s á föstudag en
hvassara fyrir norðan og austan fram á
kvöld. Rigning á Norður- og Austurlandi
og slydda til fjalla, en annars þurrt að
kalla. Dregur úr vindi og léttir til á Suð-
ur- og Vesturlandi seinni part dags. Hiti
2 til 9 stig, svalast fyrir norðan. Breytileg
átt, 3-8 m/s og bjartviðri á laugardag. Lít-
ilsháttar væta fyrir norðan og hlýnar í
veðri. Sunnan strekkingur eða allhvasst
og rigning á sunnudag. Hlýnandi veður.
Áfram allhvasst að sunnan á mánudag
en síðar vestanátt. Rigning, einkum á
vestanverðu landinu. Milt veður.
„Hvað finnst þér um tvöfalda skimun
og sóttkví allra sem koma til landsins?“
var spurt á vef Skessuhorns undanfarna
viku. Flestir, eða 76% eru þeirri ákvörðun
mjög sammála og næstflestir, 11% frekar
sammála. Jafn mörgum, 11% þykir það
of langt gengið en 2% hafa ekki skoð-
un á málinu.
Í næstu viku er spurt: Ferð þú í göng-
ur og réttir í haust?
Rollubóndinn, sjómaðurinn og steina-
pússarinn Páll Sigurvinsson á Hellissandi
deilir hlykkjóttri lífsleið sinni með les-
endum í blaðinu að þessu sinni. Páll er
Vestlendingur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Áhöfnin á netabátnum Bárði SH,
sem rær frá Arnarstapa, fékk 120
kíló hámeri í netin í liðinni viku.
Þorkell Símonarson vert í Langa-
holti keypti fiskinn. Keli sagði að-
spurður um hvernig hámeri væri
elduð að hann gerði steikur úr
henni, setti einfaldlega olíu á pönn-
una og hvítlauk. Þá væri sömuleiðis
ekkert mál að skella henni á grillið.
Hámerin er því elduð líkt og kjöt
enda er hún þéttari í sér en ann-
ar fiskur. Hann bætti við að hám-
erin væri eftirsóttur fiskur um all-
an heim, en alla jafnan hreyfðist
hún þó lítið á matseðlinum vegna
þess að fólk þekkti lítið svona fisk.
Engu að síður slær hámerin í gegn
á fiskihlaðborðum þar sem hún er
í boði.
af
Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki
fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 sem
hófst í gær, 1. september. Úthlutun-
in fer fram á grundvelli aflahlutdeilda
að teknu tilliti til 5,3% frádráttar fyr-
ir jöfnunaraðgerðir með sama hætti
og undanfarin ár. tekið skal fram að
enn eru fáein skip ófrágengin og get-
ur því úthlutun til skipa enn breyst
lítillega. Að þessu sinni er úthlut-
að 353 þúsund tonnum í þorskígild-
um talið samanborið við um 372 þús-
und þorskígildistonn í fyrra. Úthlut-
un í þorski er tæp 202 þúsund tonn
og dregst saman um 13 þúsund tonn
frá fyrra ári. Ýsukvótinn eykst um 3
þúsund tonn og fer í rúm 35 þús-
und tonn. „Vakin er athygli á að síð-
ar á árinu verður úthlutað aflamarki
í deilistofnum og ekki er óalgengt
að aukið sé við aflamark í uppsjávar-
fiski. Benda má sérstaklega á að engri
loðnu var úthlutað að þessu sinni.
Ætla má að heildaraflamark einstakra
skipa og hafna og innbyrðishlutfall
þeirra breytist í kjölfar frekari úthlut-
ana þegar líður á fiskveiðiárið,“ segir
í tilkynningu frá Fiskistofu.
Nú er það Guðmundur í Nesi sem
slær út Sólbergið sem það skip sem
fær mestu aflamarki úthlutað. Guð-
mundur í Nesi fær 13.714 þorskígild-
istonnum úthlutað en Sólber fær út-
hlutað 10.670 þorskígildistonnum
- það er um 300 tonnum meira en í
fyrra en dugar ekki til þegar Guð-
mundur í Nesi bætti við sig um 3.000
tonnum. Þessi tvö skip skera sig úr frá
öðrum skipum að þessu leyti.
Úthxlutun
eftir fyrirtækjum
Fimmtíu stærstu útgerðarfyrir-
tækin fá úthlutað sem nemur um
90,4% af því aflamarki sem út-
hlutað er og hækkar það hlutfall
lítillega frá í fyrra. Alls fá 326 fyr-
irtæki eða lögaðilar úthlutað nú
eða tíu færri en í fyrra. Sé litið til
þeirra sem eru með mesta úthlut-
un fær Brim (áður HB Grandi)
mestu úthlutað til sinna skipa
eða 9,6% af heildinni, næst kem-
ur Samherji með 6,9%, þá FISK
Seafood með 6,3% og Þorbjörn
hf. með 5,6%.
Bátar með krókaaflamark eru
nú 238 og fækkar um 47. Skipum
í aflamarkskerfinu fækkar um sex
á milli ára og eru nú 175. Bátar
undir 15 m og 30 tonnum fá út-
hlutað rúmlega 46 þúsund þorsk-
ígildistonnum en bátar yfir 15 og
30 tonnum fá úthlutað 306 þús-
und þorskígildistonnum.
Alls 1.852 þorskígildistonnum er
úthlutað nú í upphafi árs sem skel-
og rækjubótum en það er um heldur
minna en í fyrra og fara þau til 50
báta en þeir voru 51 á fyrra ári
.mm/ Ljósm. úr safni/tfk.
Úthlutun aflaheimilda fyrir nýhafið kvótaár
Fengu hámeri í netin
Hámerin komin á skurðarborðið í Langaholti. Ljósm. Rúna Björg Magnúsdóttir.
Frá löndun á hámerinni. Sjá má Pétur skipstjóra á Bárði taka mynd af fengnum.
Ljósm. af.
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
ÍSLENSK BARNALÍNA
Huggi