Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2020, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 02.09.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 2020 11 SK ES SU H O R N 2 02 0 Auglýsing um skipulagsmál á Akranesi Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkti 20. júlí s.l að auglýsa eftirtaldar skipulagstillögur í samræmi við 31. og 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.: Breyting á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 Breytingin felst m.a. í stækkun Skógarhverfis, þannig að íbúðar- svæði stækkar til norðurs. Íþróttasvæði við Skógarhverfi er breytt í útivistarsvæði. Tjaldsvæði við Garðalund verður útivistarsvæði. Garðalundur er minnkaður og miðast við gömlu skógræktar- mörkin. Gert er ráð fyrir nýrri tengingu við Akrafjallsveg (þjóðveg) norðan Skógarhverfis. Svæði fyrir verslun og þjónustu (hótelreitur) er fellt út og verður útivistarsvæði. Stígakerfi er lagað að breyttum mörkum Skógarhverfis. Deiliskipulag Skógarhverfis, áfangi 3A Skipulagið markast af stofnanalóð (skólalóð) að Asparskógum 25 til vesturs, raðhúsalóðum við Álfalund, Fjólulund og Akralund til suðurs og óbyggðu svæði (framtíðarbyggð) til norðurs. Deiliskipu- lagstillagan gerir m.a. ráð fyrir þéttri byggð einbýlis- og raðhúsa á einni til tveim hæðum. Gert er ráð fyrir svæði með vatnsfarvegi sem er liður í ofanvatnslausnum og nýtist sem útivistarsvæði. Deiliskipulag Garðalundar - Lækjarbotna Deiliskipulagssvæðið tekur yfir Garðalund, skógræktarsvæði Skóg- ræktarfélags Akraness (Þverkelda og Lækjarbotnar) ásamt skóg- ræktarsvæði í Klapparholti og liggur að mörkum Skógahverfis. Í skipulaginu er m.a. gerð grein fyrir afmörkun skógræktar og op- inna svæða, aðkomu ökutækja, bílastæðum, stígakerfi, tengslum við aðliggjandi svæði, leiksvæðum, matjurtargörðum, núverandi og fyrirhuguðum byggingum. Við gildistöku nýs deiliskipulags verður deiliskipulag Garðalundar frá 2010 fellt úr gildi. Tillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi, og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is frá og með 4. september til og með 20. október 2020. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til 20. október 2020. Skila skal skriflegum athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið skipulag@ akranes.is. Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Skógar- hverfis áfangi 3A sem birtist í Skessuhorni 26. ágúst og Póstinum 27. ágúst 2020 fellur úr gildi. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar Skipulagsstofnun óskaði á liðnu sumri eftir umsögn Hvalfjarðar- sveitar vegna stækkunar eggjabús Stjörnueggja hf. að Vallá á Kjalar- nesi. til stendur að fjölga fuglum á búinu úr 50 þúsund í 95 þúsund fugla. Vel að merkja er eggjabúið og öll mannvirki sem framleiðsl- una hýsa utan Hvalfjarðarsveitar. Ástæða þess að leitað er umsagnar sveitarfélagsins er sú að fyrirtækið hyggst dreifa hænsnaskít sem fell- ur til á búinu í landi Geldingaár í Leirársveit. Áformað er að dreifa þar 3.500 tonnum á ári, eða tæp- um tíu tonnum af hænsnaskít á dag, að því er fram kemur í umfjöllun umhverfis-, skipulags- og náttúru- verndarnefndar Hvalfjarðarsveitar um málið 18. ágúst síðastliðinn. Nefndin gerði athugasemdir við tillögu að matsáætlun vegna stækk- unar eggjabúsins, sem sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfesti á fundi sínum þriðjudaginn 25. ágúst. Í umfjöllun nefndarinnar er bent á að í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveit- ar séu merkt inn þónokkur vatns- ból og brunnsvæði í landi Geld- ingaár, þar sem fyrirhugað er að dreifa hænsnaskítnum. Stór hluti svæðisins sé einnig skilgreindur sem vatnsverndarsvæði og nefndin minnir á að óheimilt sé að dreifa búfjáráburði á slíkum svæðum. Lagði nefndin til að fenginn yrði óháður aðili til að meta hvort hætta sé á að vatnsbólin í nágrenni dreif- ingarsvæðisins mengist. Þá væri mikilvægt að í umfjöllun um áhrif á yfirborðsvatn í frummatsskýrslu verði einnig fjallað um áhrif á þessi vatnsból og vatnsverndarsvæði. Nefndin segir mikilvægt að um- fjöllun um lyktarmengun í frum- matsskýrslu verði ekki aðeins fjallað aðstæður á Vallá, heldur einnig lykt- armengun við Geldingaá, þar sem til standi að dreifa 3.500 tonnum af hænsnaskít á ári. Þá veltir nefnd- in því fyrir sér hvort hænsnaskítur sem dreift verði í landi Geldinga- ár laði til sín fugla, sem kunni síðan að dreifa honum víðar um svæðið. Gera þurfi grein fyrir því og öðr- um mögulegum smitleiðum í frum- matsskýrslu. Enn fremur sé þess ekki getið í tillögu að matsáætlun yfir hve langt tímabil sé áformað að dreifa skítn- um í landi Geldingaár. 3.500 tonn af hænsnaskít séu tæp 10 tonn á dag og koma þurfi fram hvernig flutn- ingi á svo miklu magni verði háttað og mögulegum áhrifum flutninga á umferð og umferðaröryggi í Hval- fjarðarsveit. kgk Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI á Íslandi. Fyrst og fremst er um að ræða hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefj- andi og athyglisverð verkefni og ná góðum árangri. „Markmið verð- launanna er að verðlaunahafar hljóti hvatningu til frekari dáða og vekja athygli á verkum þeirra,“ seg- ir í tilkynningu frá JCI á Íslandi. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunna. tilnefnt er í tíu mis- munandi flokkum, en þeir eru: Störf á sviði viðskipta, frum- kvöðla og/eða hagfræði Störf á sviði stjórnmála, ríkismála og/eða lögfræði Leiðtogar/afrek á sviði mennta- mála Störf /afrek á sviði menningar Störf á sviði siðferðis og/eða um- hverfismála Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Störf á sviði mannúðar og/eða sjálfboðaliðamála Störf á sviði tækni og/eða vís- inda Einstaklingssigrar og/eða afrek Störf /uppgötvanir á sviði læknis- fræði Hægt er að tilnefna á heimasíðu verkefnisins, www.framurskarandi. is. Skilyrði fyrir tilnefningu er að einstaklingar hafi með sýnilegum hætti skarað fram úr, verið góðar fyrirmyndir og gefið af sér til sam- félagsins. Verðlaunin verða veitt í október af forseta Íslands, sem er verndari verkefnisins, en opið er fyrir tilnefningar til 13. september næstkomandi. kgk Hyggjast dreifa hænsnaskít í landi Geldingaár Hvalfjarðarsveit gerir athugasemdir vegna fyrirhugaðrar stækkunar eggjabús Hænur. Ljósm. Pexels.com. STARFSMAÐUR MEÐ VINNUVÉLARÉTTINDI Steypustöðin í Borgarnesi leitar að vönum starfsmanni á vinnuvélar fyrirtækisins. Óskað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn til að takast á við ölbreytt verkefni tengdum stjórnun lyftara og annarra vinnuvéla. Um er að ræða framtíðarstarf. Starð felst í stjórnun vinnuvéla og þjónustu við framleiðsludeildir fyrirtækisins í Borgarnesi. Umósknir sendist á atvinna@steypustodin.is - Frekari upplýsingar um starð veitir Reynir Magnússon í síma 860 9014. Steypustöðin ehf | Malarhöfða 10 | 110 Reykjavík | steypustodin.is | s: 4 400 400 • Vinnuvélaréttindi frá frá Vinnueftirliti ríkisins • Stundvísi • Reynsla af sambærilegum störfum kostur Hæfniskröfur Leita að framúrskarandi ungum Íslendingum Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.