Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 20202 Töluverðar takmarkanir tóku gildi í samfélaginu fyrir helgi. Förum eft- ir reglum, munum eftir grímunum og sprittinu og reynum t.d. að fækka ferðum í búðir. Á morgun, fimmtudag, gengur í suð- vestan hvassviðri eða storm þegar líður á daginn. Rigning, einkum fyr- ir sunnan, en úrkomulítið um landið norðaustantil. Hiti 7-12 stig. Á föstu- dag er útlit fyrir suðvestan 5-13 m/s og skúri eða él, en léttskýjað aust- anlands. Kólnandi veður. Á laugar- dag er spáð sunnan- og suðvestan 8-15 m/s og rigningu, en þurrt verð- ur norðaustanlands. Hiti 2-7 stig, en vægt frost í innsveitum norðaust- antil á landinu. Á sunnudag er útlit fyrir suðlæga átt og stöku skúri, en víða bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið. Á mánudag er spáð suðaustlægri átt með rigningu, eink- um sunnanlands. Hlýnandi veður. Í síðustu viku voru lesendur á vef Skessuhorns spurðir hvenær þeim þætti í lagi að byrja að spila jóla- lögin. Nokkuð afgerandi niðurstaða fékkst í málið og voru 67% svarenda þeirrar skoðunar að ekki mætti byrja að spila jólalög fyrr en í desemb- er. 21% sögðu það í lagi að byrja í nóvember, 7% eru þeirrar skoðun- ar að fólk megi spila jólalög hvenær sem er, allt árið þessvegna. 3% vilja ekki að spiluð séu jólalög fyrr en í október og 2% höfðu ekki skoðun á málinu. Í næstu viku er spurt: Hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á kauphegðun þína? Margir Borgfirðingar hafa nú tekið höndum saman og stofnað Facebo- ok hópinn Samhugur í Borgarbyggð, í þeim tilgangi að aðstoða þá sem þurfa nú á þessum erfiðu tímum þegar jólin nálgast. Allir þeir sem vilja leggja sitt að mörkum til að allir geti átt gleðileg jól eru Vestlendingar vikunnar Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Gengið hefur verið frá samningi um kaup þýska stórfyrirtækisins Baa- der á meirihluta hlutafjár í Skagan- um 3X sem m.a. hefur starfsstöðvar sínar á Akranesi og Ísafirði. Kaupin hafa átt sér talsverðan aðdraganda. Í tilkynningu frá Ingólfi Árnasyni for- stjóra til starfsmanna sinna síðastlið- inn fimmtudag kemur fram að upp- haflega megi rekja söluna til þeirrar ákvörðunar stjórnar Skagans 3X að leita eftir öflugu samstarfsfyrirtæki sem stutt gæti við frekari vöxt með það að markmiði að koma lausn- um Skagans 3X betur á framfæri í mun öflugra markaðs- og dreifi- kerfi. ekkert kemur því fram um að til standi að draga úr starfsemi fyrir- tækisins hér á landi, heldur þvert á móti. „eins og við öll vitum liggur ástríða okkar að stórum hluta í þró- un nýrra lausna. Samkomulag þetta opnar okkur aðgang að stærsta sölu- kerfi í sjávarútvegi og fagna ég því mjög,“ sagði Ingólfur í tilkynningu til starfsmanna. Samanlagt munu starfsmenn Baader og Skagans 3X við kaupin verða um 1.500 í upp- hafi, sem hafa starfsstöðvar víðs veg- ar um heiminn. Í sameiginlegri tilkynningu frá fyrirtækjum kom fram að kaupin eru háð venjubundnum fyrirvörum um samþykki opinberra aðila, en ráð- gert er að þeim fyrirvörum verði af- létt í ársbyrjun 2021. „Samstarf þetta er okkur mikið gleðiefni og ánægju- legt að geta í sameiningu boðið við- skiptavinum okkar heildstætt vöru- framboð af framúrskarandi lausnum við vinnslu sjávarafurða,“ sagði í til- kynningu frá Baader. Ingólfur for- stjóri Skagans 3X sagði að sú aðgerð að samtvinna áratuga sköpun, þekk- ingu og reynslu Baader við sérþekk- ingu Skagans 3X yrði þróun og ný- sköpun efld til muna. Þá kom fram í tilkynningu að Ingólfur Árnason mun áfram gegna starfi forstjóra Skagans 3X og njóta liðsinnis núverandi stjórnenda- teymis fyrirtækisins. Að uppfylltum fyrirvörum samningsins mun sölu- og markaðsstarf Skagans 3X verða samþætt hinu öfluga og víðfeðma sölukerfi Baader. „Þar til fyrirvörum samnings verður aflétt mun núver- andi starfsemi fyrirtækjanna haldast óbreytt,“ sagði í tilkynningu frá fyr- irtækjunum. Þekktasta vörumerkið Fyrirtækin Baader og Skaginn 3X eiga bæði djúpar rætur í þró- un tæknibúnaðar fyrir sjávarút- veginn. „Reynsla og þekking okk- ar ásamt nálægð við öflugan sjáv- arútveg er lykill að sköpun nýrra lausna í matvælaiðnaði. Markmið okkar er að nýta tækifærin er skap- ast í þessu samstarfi til þess að efla okkur á öllum sviðum starfsem- innar innanlands og utan,“ sagði Ingólfur. Baader er eitt þekktasta vöru- merki í heimi í framleiðslu vinnslulausna í matvælaiðnaði og byggir á yfir 100 ára sögu, stofn- að árið 1919. Baader er markaðs- leiðandi við þróun og framleiðslu heildstæðra lausna sem tryggja nákvæmni og skilvirkni á öllum stigum framleiðslu allt frá með- höndlun hráefnis til fullbúinnar matvöru. „Með sérfræðiþekkingu starfsmanna fyrirtækisins og öfl- ugri gagnavinnslu er vöru fylgt í gegnum virðiskeðjuna. Með nánu samstarfi okkar við viðskiptavini og aðra samstarfsaðila hefur okk- ur tekist að stíga stór skref í átt að aukinni skilvirkni, rekjanleika, gagnsæi, arðsemi og sjálfbærni,“ segir í kynningu frá fyrirtækinu. Baader er fjölskyldufyrirtæki og er forstjóri þess og eini eigandi Petra Baader. Frekari upplýsingar um Baader má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins www.baader.com. Skaginn 3X eins og lesendur þekkja þróar og framleiðir Skaginn 3X hátækni- búnað fyrir matvælaiðnað víðs vegar um heiminn með áherslu á heildstæðar lausnir til lands og sjávar. Starfsstöðvar fyrirtækisins hér á landi eru m.a. á Akranesi og Ísafirði. Fyrirtækið leggur áherslu á tækni sem viðheldur gæðum af- urða og hefur til þess þróað og einkaleyfavarið einstakar kæli- og frystilausnir. Lausnir sem byggja á sjálfvirkum lausnum með skil- virkni og sjálfbærni að leiðarljósi. Höfuðstöðvar Skagans 3X eru á Íslandi en dótturfélög og sam- starfaðilar fyrirtækisins eru stað- settir víðsvegar um heiminn. mm eftir að tilkynnt hafði verið í fjöl- miðlum á fimmtudagsmorgun um kaup þýska stórfyrirtækisins Baader á ráðandi hlut í Skaganum 3X sendu bæjarstjórnir Akraneskaupstaðar og Ísafjarðarbæjar frá sér sameiginlega yfirlýsingu: „Um afar ánægjulegar fréttir er að ræða, ekki síst á þeim sérstöku tímum sem nú blasa við í íslensku samfélagi og heimsbyggð- inni allri.“ Skaginn 3X er með starfsstöðvar bæði á Akranesi og Ísafirði. Á sam- eiginlegum fundi bæjarstjórnanna á miðvikudagskvöldið fengu bæjar- fulltrúar sérstaka kynningu á þess- um áformum frá Ingólfi Árnasyni forstjóra Skaginn 3X og nokkrum lykilstarfsmönnum. „Ljóst er að í samrekstri Skagans 3X og Baa- der felast mikil tækifæri til að vaxt- ar með aukinni framleiðslu afurða fyrirtækisins og sölu þeirra. Þá er ljóst að einnig felast í þessu tækifæri til að stórefla rannsókna- og þró- unarstarf til hagsbóta fyrir starfs- fólk og íslenskt samfélag. einhugur er meðal bæjarfulltrúa um að fylgja fyrirtækjunum í þessari vegferð enda er fyrirtækið Skaginn 3X með sterkar rætur í báðum bæjarfélög- um. Ástæða er til að fagna þessum tímamótum og óska fyrirtækinu og bæjarbúum til hamingju með áfang- ann og þessi merku tíðindi,“ segir í yfirlýsingu bæjarstjórnanna .mm Baader kaupir meirihluta í Skaganum 3X Fiskur að renna í gegnum Baader vél.Úr uppsjávarfiskvinnslu Eskju á Eskifirði sem Skaginn 3X setti upp fyrir nokkrum árum. Ljósm. úr safni. Segja kaup Baader á Skaganum 3X fela í sér mikil tækifæri Viðbrögð hjá Akraneskaupstað í tengslum við Covid-19 og samkomubann SK ES SU H O R N 2 02 0 Akraneskaupstaður heldur úti upplýsingasíðu um viðbrögð stofnanna bæjarins hvað varðar Covid-19 og samkomubann. Upplýsingar má finna hér Við erum öll almannavarnir!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.