Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 2020 13 Kennsluaðferðir FSN eru verkefnamiðaðar og námsmatið er leiðsagnarmiðað. Samskipti á milli kennara og nemenda eru persónuleg og hvatt er til sjálfstæðra vinnu- bragða. Vinnuumhverfið er nútímalegt og kennsla fer fram á TEAMS og í MOODLE. Allar frekari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa agnes@fsn.is og aðstoðarskólameistara solrun@fsn.is og í síma 430-8400. Við hlökkum til að hitta ykkur Starfsfólk Fjölbrautaskóla Snæfellinga Dagskóli Innritun fyrir nám í dagskóla á vorönn 2021 fer fram rafrænt á menntagatt.is eða á skrifstofu skólans dagana 1.-30. nóvember. Fjarnám Opið er fyrir umsóknir í fjarnám. Umsækjendur um fjarnám geta skráð sig í nám á heimasíðu skólans undir flipanum „Fjarnám“ Námsbrautir í boði Stúdentsbrautir: Félags- og hugvísindabraut• Náttúru- og raunvísindabraut• Opin braut til stúdentsprófs• Íþróttabraut• Framhaldsskólabrautir Framhaldsskólabraut 1• Framhaldsskólabraut 2• Starfsbraut Innritun á vorönn 2021 SK ES SU H O R N 2 01 9 Heilbrigðisráðherra hefur fram- lengt til 31. desember næstkom- andi reglugerð um greiðslur fyrir þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkra- þjálfara sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. einnig er gerð sú breyting frá gildandi reglu- gerð að greiðsluþátttaka sjúkra- trygginga vegna meðferðar verð- ur alfarið bundin því að fyrir liggi skrifleg beiðni frá lækni eða sjúkra- þjálfara starfandi í heilsugæslu þar sem fram kemur sjúkdómsgrein- ing. Samningur milli Sjúkratrygg- inga Íslands og sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara rann út 12. janúar 2019. Til að tryggja sjúklingum áframhaldandi greiðsluþátttöku sjúkratrygginga, meðan unnið væri að nýjum samningi, setti heilbrigð- isráðherra reglugerð nr. 1364/2019 sem kveður á um endurgreiðslu kostnaðar fyrir sjúkraþjálfun á grundvelli gjaldskrár Sjúkratrygg- inga Íslands. Samkvæmt gildandi reglugerð hefur forsenda fyrir endurgreiðslu sjúkratrygginga verið bundin því að fyrir liggi skrifleg beiðni frá lækni þar sem fram kemur sjúkdóms- greining. Þó hefur verið heimilt að víkja frá þessu skilyrði vegna bráðameðferðar sem nemur allt að sex skiptum á 12 mánaða tímabili. Með nýrri reglugerð sem tók gildi 1. nóvember og gildir til loka þessa árs er sú breyting gerð að heim- ildarákvæði um bráðameðferðir án formlegrar beiðni gildir eingöngu þegar í hlut eiga sjúkraþjálfarar sem starfa samkvæmt samningi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra segist binda vonir við að samningar náist sem fyrst milli Sjúkratrygginga Íslands og sjúkra- þjálfara. „Sjúkraþjálfun er mikil- væg heilbrigðisþjónusta sem þarf að tryggja með samningi sem er til þess fallinn að tryggja þeim sem á þurfa að halda jafnan aðgang að öruggri og góðri þjónustu sjúkra- þjálfara í samræmi við markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030,“ segir Svandís. mm Guðfinna Rúnarsdóttir opnar á næstu vikum nýja fótaaðgerðastofu í Stykkishólmi. Guðfinna hefur ný- lega lokið námi í fótaaðgerðafræði og bíður eftir leyfi landlæknis til að hefja störf. „Um leið og ég fæ leyf- ið mun ég byrja að vinna á hjúkr- unarheimilinu hér í Stykkishólmi og svo vonandi í lok mánaðarins get ég opnað stofu sem ég er að setja upp í bílskúrnum heima hjá mér. Nú stendur til að færa hjúkrunar- heimilið í Stykkishólmi undir sama þak og Heilbrigðisstofnun Vestur- lands og vonast ég til að fá aðstöðu þar. Ég vann áður hjá HVe í Stykk- ishólmi sem er dásamlegur vinnu- staður,“ segir Guðfinna í samtali við Skessuhorn. „Mig langar mik- ið að geta sinnt öllu Snæfellsnesi en það er mikil vöntun á fótaaðgerða- fræðingi hér á svæðinu. Það eru margir sem þurfa nefnilega að fara í meðferð hjá fótaaðgerðafræðingi reglulega. Það væri í raun eðlileg- ast við við myndum öll fara í eftirlit reglulega bara eins og við förum til tannlæknis,“ segir Guðfinna. Hlutverk fótaaðgerðafræðinga Spurð af hverju það sé svo mikil- vægt að fara í reglulegt eftirlit til fótaaðgerðafræðings segir hún það vera vegna þess að umhirða fóta er mikilvæg og hægt er að fyrir- byggja fótamein og afmyndanir á fótum með slíku eftirliti. „Það sem mér sjálfri þótti hvað áhugaverðast þegar ég byrjaði í náminu var hvað fótaaðgerðafræðingar gera í raun margt. Þetta er heilbrigðisstétt en fótaaðgerðafræðingar eru eigin- lega smá fyrir utan kerfið ef svo má segja, og fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því hvað við gerum í raun og veru,“ segir Guðfinna. „Hlutverk fótaaðgerðafræðings er að meðhöndla fætur og fótamein á heildrænan hátt. Við viljum helst fyrirbyggja vandamálin og leið- rétta áður en fólk er orðið mjög verkjað og kannski með varanleg- ar afmyndanir eða slíkt. Svo sjáum við auðvitað líka um að sinna inn- grónum nöglum, vörtumeðferðum, líkþornum og almennri umhirðu fóta,“ útskýrir Guðfinna. Vanrækjum gjarnan fæturnar Aðspurð segir Guðfinna fólk oft hundsa verki í fótum of lengi og ekki koma til fótaaðgerðafræðings fyrr en það er orðið mjög verkjað. „Þetta er held ég sá hluti líkam- ans sem við vanrækjum mest,“ seg- ir hún og bætir við að ýmsir sjúk- dómar geti orsakað vandamál í fót- um, eins og til dæmis sykursýki. „Í náminu vorum við með kennara frá Skotlandi sem er eiginlega bara gúrú í fótaaðgerðafræði, en hann vinnur á sykursýkideild Landspít- alans. Hann lagði mikla áherslu á það við okkur hvað sykursýki get- ur haft mikil áhrif á fætur, til dæm- is valdið skynskerðingu sem getur haft slæmar afleiðingar. en þetta er bara eitt af svo ótrúlega mörgu sem getur haft áhrif á fæturnar okkar og því er svo mikilvægt að við látum fylgjast vel með þeim,“ segir Guð- finna. Spurð hvort hún sé búin að finna nafn á nýju stofuna sína hlær hún og svarar: „Ég hef farið í marga hringi með það en ég enda alltaf á nafninu „Skref í rétta átt,“ svo ætli stofan heiti ekki bara það,“ segir hún og hlær. arg Skref í rétta átt í Stykkishólmi Fótaaðgerðafræðingur tekur til starfa Guðfinna Rúnarsdóttir fótaaðgerða- fræðingur opnar fótaaðgerðastofu í Stykkishólmi. Ljósm. aðsend. Gifs sett um fót. Ljósm. Stjórnarráðið. Breyttar reglur um greiðslur fyrir þjónustu sjúkraþjálfara Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 10 -18 Laugardaga kl. 11-15 Fákafeni 9 - 108 Reykjavík Sími 511-3388 Jólaútsaumurinn kominn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.