Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 2020 17 Starf innheimtufulltrúa/gjaldkera Stjórnsýslu- og fjármálasvið Akraneskaupstaðar auglýsir laust til umsóknar starf innheimtufulltrúa/ gjaldkera. Um er að ræða 100% framtíðarstarf. Helstu verkefni og ábyrgð Álagning og upplýsingagjöf vegna • fasteignagjalda Samskipti við innheimtuþjónustu vegna • innheimtumála Eftirfylgni innheimtumála• Samningagerð við skuldunauta• Reikningagerð og bókun innborgana• Almenn gjaldkerastörf og uppgjör sjóða• Samskipti við forstöðumenn og • viðskiptavini Menntunar- og hæfniskröfur Stúdentspróf auk viðbótarmenntunar • (diplómanám á háskólastigi) og/eða mjög mikil reynsla í starfi Hæfni í mannlegum • samskiptum, rík þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð Skipulagshæfni • og nákvæmni í vinnubrögðum Frumkvæði og metnaður • til að ná árangri í starfi Þekking og reynsla • af bókhaldskerfinu Microsoft Dynamics NAVISION er kostur Færni í upplýsingatækni • er kostur Þekking og reynsla á • opinberri stjórnsýslu er kostur Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublaði má finna á www.akranes.is/lausstorf. Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember nk. Akraneskaupstaður er ört vaxandi bæjarfélag með rúmlega 7500 íbúa. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð í stjórnsýsl- unni. Einkunnarorð sveitarfélagsins eru jákvæði, metnaður og víðsýni. SK ES SU H O R N 2 02 0 Þau Sindri Leví Ingason og Ame- lija Prizginaite eru tvítug að aldri og koma frá Akranesi. Þau hafa frá því í maí á síðasta ári verið að hanna í sameiningu skemmtilegt borðspil sem heitir Reckless Sloths, eða gá- lausu letidýrin. „Ég hef alltaf haft gaman af spilum og mig hefur allt- af langað að hanna og búa til spil. Ég var alltaf að búa til einhver spil þegar ég var krakki en svo fór ég að spila körfubolta og þetta gleymdist eiginlega bara. Þegar ég svo kynnt- ist Ameliju fyrir þremur árum sagði ég henni frá þessum draumi mín- um. eftir að hafa talað um þetta við hana frekar mikið í svona ár sagði hún að ég þyrfti bara að gera þetta núna því annars myndi ég aldrei koma því í verk,“ segir Sindri í sam- tali við Skessuhorn. „Við ákváðum eiginlega strax að við vildum hafa spilið um letidýr, við elskum þau því þau eru svo krúttleg,“ segir hann. „Í maí í fyrra fórum við bara á fullt að plana þetta. Ég var svo í vinnunni þegar hugmyndin kviknaði um að láta spilið snú- ast um að bjarga letidýrum í hættu. Þá fórum við að finna upp allar hætturn- ar sem við gætum notað, eins og að láta dýrin vera föst undir risa pönnuköku, kramin af núðlu eða vera umkringd maís og ýmislegt svona skemmtilegt,“ segir Sindri. Bjarga letidýrum „Við ákváðum að þar sem þetta er fyrsta spilið okkar að hafa það frekar einfalt,“ seg- ir Sindri. Spilið geta tveir til fimm spilað saman og tekur um 20-25 mínútur að komast í gegnum það. Spilið samanstendur af þrenns konar spilabunkum, einum bunka með ýmsum gerðum af le t idýr- um, öðrum bunka með allskonar hættum sem letidýrin gætu lent í og svo er þriðji bunkinn spilin sjálf sem leikmenn hafa á hendi en í þeim bunka eru ýmsar leiðir til að bjarga letidýrunum, gera andstæðing- unum erfitt fyrir eða spil sem veita spil- aranum smá auka aðstoð. Spilunum með leitdýrunum er raðað á svokall- að hættusvæði og er hvert leti- dýr parað við ákveðna hættu úr bunkanum með hættu- spilunum. Spilin sem leikmenn halda á eru svo notuð til að bjarga letidýrunum og sá vinnur sem er fyrstur að bjarga fimm letidýrum. Fjáröflun fyrir útgáfu spilsins Nú stendur yfir fjáröflun fyrir prentun á spilinu á vefsíðunni kick- starter.com. „Það er mikil áhætta að áætla hversu mörg spil þarf að prenta án þess að vita neitt hversu margir vilja kaupa það. Þess vegna ákváðum við að setja þetta inn á Kickstarter, þá sjáum við nokkurn vegin hversu margir vilja kaupa spil- ið. Við þurfum að safna fyrir að lág- marki 10.000 dollurum til að spilið fari í prentun og við erum búin að því svo spilið mun koma út,“ seg- ir Sindri. Hægt er að fara á vefsíð- una kickstarter.com og styrkja þau Sindra og Ameliju í spilaútgáfunni með frjálsum framlögum. „Þeir sem styrkja um 18 dollara fá eintak af spilinu þegar það kemur út og svo er hægt að bæta við þá upphæð og fá þá aukahluti eins og bangsa, boli eða stækkanir á spilinu,“ seg- ir Sindri. Aðspurður segist hann vona að spilið komi í hendur þeirra sem styrkja þau í maí á næsta ári og fljótlega þar á eftir fari það í versl- anir á Íslandi. „Þeir sem styrkja okkur í gegnum Kickstarter fá spil- ið fyrst og líka ódýrara en aðrir,“ segir Sindri. arg/ Ljósm. aðsendar Ungt fólk af Skaganum framleiðir borðspil Í spilinu lenda letidýr í ýmsum hættum sem spilarar eiga að reyna að bjarga þeim frá en sem dæmi geta letidýrin lent í að vera kramin af núðlum. Sindri Leví Ingason og Amelija Prizginaite gefa út nýtt borðspil. Spilið hefur fengið nafnið Reckless Sloths, eða gálausu letidýrin. Letidýrunum er raðað á hættusvæði og þau pöruð við hættur en spilarar fá spil sem hjálpa þeim að bjarga dýrunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.