Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 2020 27 Hettupeysur fáð� verðtilboð fyrir þin� hóp www.smaprent.is • smaprent@smaprent.is • sími 666-5110 Ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira er enginn sendingarkostnaður! www.smaprent.is 900 kr/stk Verð áður 1.290 kr/stk 1.290 kr/stk 1.500 kr/stk Verð áður 2.990 kr/stk 990 kr/stk 400 kr/stk Verð áður 1.990 kr/stk 1.990 kr/stk 1.490 kr/stk Elís� w w w .s m ap re n t. is TI LB O Ð SH O R N Við sendum út um alLt LAND! Stjórn Knattspyrnusambands Ís- lands samþykkti á fundi sínum á föstudaginn að hætta keppni í Ís- landsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020. Sú ákvörðun er í samræmi við 5. grein í reglugerð um við- miðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi. Ís- lenska deildin er sú eina í evrópu sem hefur ákveðið að hætta keppni vegna Covid-19 faraldursins. KSÍ hefur fengið töluverða gagnrýni fyrir að enda tímabilið snemma og eru ýmis félög í efstu deildum sem íhuga að kæra ákvörðunina. Fjórar umferðir voru eftir í efstu deild karla og tvær í efstu deild kvenna. Samkvæmt þessu er Val- ur Íslandsmeistari karla og Breiða- blik er Íslandsmeistari kvenna. Val- ur, FH, Breiðablik og Stjarnan fara í evrópukeppni í karlaflokki en KR situr eftir. Breiðablik og Val- ur fara í evrópukeppni í kvenna- flokki en Ísland fær tvö sæti þar á næsta ári. Fjölnir og Grótta falla úr Pepsi Max-deild karla en FH og KR úr Pepsi Max-deild kvenna. Keflavík og Leiknir R. fara upp úr Lengjudeild karla en Fram situr eftir á markatölu. Magni og Leikn- ir F. fara niður. Þróttur R. endaði með einu marki betra en Magni í markatölu. Kórdrengir og Selfoss fara upp í Lengjudeildina en Víðir Garði og Dalvík/Reynir falla niður í 3. deild. KV og Reynir Sandgerði fara upp úr 3. deildinni en Vængir Júpíters og Álftanes falla niður í 4. deild. KFS og ÍH fara upp úr 4. deildinni, sem var lokið. Keflavík og Tindastóll fara upp í Pepsi Max-deild kvenna en Fjöln- ir og Völsungur falla niður í 2. deild. HK og Grindavík fara upp í Lengjudeild kvenna. Íslandsmót Í 5. grein reglugerðarinnar kem- ur fram að hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir sam- kvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, endan- legri niðurröðun. Telst Íslands- mótinu þar með lokið. Skulu þá Ís- landsmeistarar krýndir og lið fær- ast á milli deilda með sama hætti og ef allir leikir í öllum deildum á Ís- landsmóti hefðu verið leiknir. ekk- ert lið verður krýnt Mjólkurbikar- meistari 2020. Þátttaka í Evrópu- keppnum Í 6. grein reglugerðarinnar er fjallað um þátttöku í evrópukeppnum. Þar kemur fram að þátttaka liða í evr- ópukeppni ársins 2021 skuli ráðast af röð þeirra í efstu deild Íslands- mótsins. Jafnframt kemur fram að náist ekki að ljúka keppni í bikar- keppni karla, en Íslandsmóti lýkur samkvæmt grein 5.1.1. leikur liðið í 4. sæti efstu deildar Íslandsmóts í evrópukeppni. mm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín- um á föstudaginn tillögu Ásmund- ar einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, og Lilju D. Al- freðsdóttur, mennta- og menning- armálaráðherra, þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélög lands- ins vegna þeirrar röskunar sem Co- vid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. Þátttaka barna og ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi hefur fjöl- þætt gildi. Í ljósi þess þykir mikil- vægt að öll börn eigi þess kost að stunda íþróttir og að margar ólík- ar íþróttagreinar séu í boði svo öll börn geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Hið sama gildir um skipulagt íþróttastarf eldri hópa. Í aðgerðum stjórnvalda verður stefnt á að útvíkka úrræði Vinnu- málastofnunar þannig að tryggt verði að í þeim tilvikum sem íþróttafélagi eða samstarfsaðilum ÍSÍ er gert að láta af starfsemi sinni vegna sóttvarna geti félagið sótt um styrki vegna launagreiðslna til starfsmanna sem ekki geta sinnt starfi sínu á því tímabili sem sótt- varnaaðgerðir standa yfir. Gert er ráð fyrir að styrkirnir nemi sömu fjárhæðum og kveðið er á um í lög- um um sóttkvíagreiðslur. Þá verður íþrótta- og æskulýðs- félögum, ásamt sambandsaðilum ÍSÍ, gert kleift að sækja um sérstaka styrki vegna tekjufalls á tímabilinu 1. júní sl. til 1. október sl. einnig verður þessum aðilum gert kleift að sækja um styrki vegna verktaka- kostnaðar frá 1. október sl. og þar til starfsemi hreyfingarinnar kemst í eðlilegt horf. Orsakir þessa tekju- falls og verktakagreiðslna þurfa að hafa verið vegna sóttvarna á því tímabili sem sóttvarnaaðgerðir standa yfir. Íþrótta- og ólympíu- samband Íslands mun sjá um um- sýslu aðgerðarinnar. endanlegar útfærslur á tillög- unum verða unnar í samstarfi við íþróttahreyfinguna og gert er ráð fyrir að útfærslan liggi fyrir eigi síð- ar en 10. nóvember nk. mm Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf íþróttastjóra Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Tók hún við starfinu 1. nóvember. Hún mun annast þjálfun í barna-, unglinga- og afreksstarfi klúbbsins, ásamt því að sinna almennum félags- mönnum. Í tilkynningu á vef Leynis segir að hún hafi skýra framtíðarsýn á starfið og sé reiðubúin að vinna að því að gera gott starf enn betra, með það að markmiði að koma iðkendum klúbbsins í fremstu röð. Hjá Golfklúbbnum Leyni þekk- ir Valdís Þóra hvern krók og kima, enda hefur hún keppt undir merkj- um hans allan sinn feril. Hún er af- rekskylfingur til margra ára, marg- faldur Íslandsmeistari í golfi og sjö sinnum verið valin íþróttamaður Akraness, oftar en nokkur annar. kgkValdís Þóra Jónsdóttir. Ljósm. úr safni. Valdís Þóra ráðin íþróttastjóri Keppni hætt í fótboltanum Svipmynd frá síðustu æfingu Víkings Ólafsvík, sem nú eru farnir í frí eins og aðrir knattspyrnumenn. Ljósm. þa. Ráðherrarnir Lilja D Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason hafa fengið sam- þykktar stuðningsaðgerðir til íþrótta- og æskulýðsfélaga. Ljósm. Stjórnarráðið. Umfangsmiklar stuðnings- aðgerðir í bígerð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.