Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 202024 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Í síðustu grein minni fjallaði ég um óhóflegar framúrkeyrslur vegna hönnunar á lóðum sem fóru langt fram úr öllum þekktum fram- úrkeyrslu stærðum í hinu fræga Braggamáli í Reykjavík. eftir að hafa fengið ábendingar um það þá finn ég mig knúinn til þess að leiðrétta þá rangfærslu hjá mér í þeirri grein að á Kleppjárnsreykjum hefði verið um að ræða hönnun lóðar fyrir bæði leik- og grunnskólann, en ekki ein- göngu leikskólann, eins og ég skrif- aði. Þetta kemur fram í minnisblaði um kostnað við hönnun lóða sem lagt var fram á 540. fundi byggðar- ráðs. Ég biðst forláts á þessu. Nú er hins vegar komið svo að ekki verður lengur setið hjá án þess að reifa annað mál sem er ennþá stærra í upphæðum. er þetta mál enn frekari staðfesting þess efnis að meirihlutinn í Borgarbyggð ræð- ur engan veginn við verkefni sitt. Framúrkeyrslur á framúrkeyrslur ofan allt á kostnað íbúa sveitar- félagsins. Grundvallaratriðið er það að meirihlutann skortir yfirsýn yfir þau verkefni sem hann er að fram- kvæma. Hærra og hærra og hærra Málið sem farið verður ofan í hér á eftir snýr að óhóflegum framúr- keyrslum við viðbyggingu og end- urbætur við Grunnskólann í Borg- arnesi. Tekið skal fram að það var fyrir löngu síðan orðið nauðsynlegt að fara í þær framkvæmdir sem farið var í við Grunnskólann í Borgarnesi. Gagnrýnin snýr ekki að verkefninu sjálfu heldur að stjórnun meirihlut- ans. Til þess að rekja málið örlítið, þá fór verkefnið af stað árið 2014, en það var síðan samþykkt á fjár- hagsáætlun haustið 2017 að fara af stað í að byggja við skólann og gera endurbætur á eldra húsnæði eftir að kostnaðaráætlun vegna verkefnisins lá fyrir. Í framkvæmdaáætlun sem samþykkt var fyrir árið 2018 kom fram að fjárframlög til verkefnisins væru samtals 560.000.000 kr. á ára- bilinu 2018-2021. Inni í þessu var viðbygging, endurbætur og hönn- un. Tekið skal fram að þessar töl- ur liggja fyrir eftir að kostnaðar- mat verkefnisins var unnið af fag- aðilum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var samþykkt og er staðan nú sú að kostnaðurinn er 1.242.676.193 kr. Munurinn á þeim tölum sem lagt var af stað með eru litlar 682.676.193 kr. Þetta segir okkur að kostnaðurinn sem er kominn umfram upphaflegt kostnaðarmat er hærri heldur en upphaflega áætl- unin. ef skoðað væri prósentuhlut- fall frá upphaflegri áætlun er um að ræða 222% hærri upphæð en í upp- haflegri áætlun. Til samanburð- ar þá má geta þess að heildar fast- eignagjöld greidd til Borgarbyggð- ar árið 2019 voru 521.931.000. Þegar verkið hafði verið boðið út var verktakakostnaður 754.431.023 kr. Sú tala er komin í 920.051.502 kr. Þar af eru rúmar 40 milljónir til- komnar vegna meiri rakaskemmda en gert var ráð fyrir. Síðan þá hef- ur bæst við verkið 107.590.605 kr. í auka- og viðbótarverk sem tengj- ast þá ekki rakaskemmdunum og 163.523.351 kr. í hönnun, eftirlit og annan kostnað. Alls eins og áður hefur komið fram er verkið komið í 1.242.676.193 kr. með verðbótum samkvæmt upplýsingum frá bygg- ingarnefnd grunnskólans. Þetta er fyrir utan allan kostnað við lóða- framkvæmdir. Sem verður betur farið í síðar. Mölbrotið verklag ekki hefur farið mikið fyrir þess- um kostnaðarhækkunum í um- ræðunni enda gerist þetta hægt og hljótt með viðaukum og hækkun- um á kostnaðaráætlunum sem lít- ið fer fyrir en fíllinn í herberginu er verklagið og utan um haldið sem er ekki fullnægjandi. Þegar kostn- aður hækkar svona þarf meirihlut- inn að axla ábyrgð í málinu. eftir alla viðaukana og allar hækkanirn- ar sem gerðar hafa verið jafnt og þétt í gegnum ferlið, vegna þess að enginn verkþáttur stóðst áætlun átti heildarkostnaður að viðbættum verðbótum að vera 1.073.470.540 kr. en endaði í 1.242.676.193 kr. Sem eftir alla viðaukana og hækk- anirnar er framúrkeyrsla upp á 169.205.653 kr. Hvað kostar þetta bíó þína fjölskyldu? Þegar þessi framúrkeyrslu kostnað- ur er skoðaður á íbúa kemur margt áhugavert fram. ef miðað er við íbúafjölda 1. janúar 2020 þá hef- ur framúrkeyrslan frá upphaflegri fjárhagsáætlun ársins 2018 kostað hvern íbúa 177.226 kr. og ef skoð- að er hvað framúrkeyrslan frá síð- ustu uppreiknuðu áætlun verks- ins, eftir alla viðaukana og hækk- anir áætlana, þá kostar hún hvern íbúa 43.927 kr. Þetta hefur semsagt kostað mína fjölskyldu sem telur fimm manns 886.132 kr. miðað við fyrstu áætlun en 219.634 kr. miðað við seinustu áætlun. Þetta eru dýr- ir bitar. Sérstaklega ef við bætum við 35.045 kr. sem lóðahönnunar- bíóið sem ég fjallaði um í síðustu grein minni hefur kostað fjölskyldu mína. Þessar tölur er til marks um það að meirihlutinn í Borgarbyggð er ekki fær um að framkvæma og væri best að þau myndi láta vera að fara í fleiri framkvæmdir svo íbú- arnir muni ekki lenda í skattaánauð næstu áratugina. Þetta er falleink- un fyrir stjórnun Borgarbyggðar og það sem er dapurlegt er að þetta er ekki fyrsta falleinkunin sem meiri- hlutinn fær en ekkert breytist. eng- inn tekur ábyrgð á málum og eng- inn kjörinn fulltrúi virðist ætla að axla ábyrgð á klúðrinu. Davíð Sigurðsson Höf. er sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. Bruninn í Fjöliðjunni á Akranesi í maí á síðasta ári varð öllum íbúum bæjarins mikið áfall ekki síst þeim er þangað sóttu sína vinnu. Þar sem skemmdir af völdum brunans urðu miklar varð strax ljóst að grípa yrði skjótt til bráðabirgðaráðstaf- ana svo tryggja mætti hið gefandi starf er þar fer fram. Það tókst þegar samningar náðust um leigu á öðru húsnæði til starf- seminnar. Þar með tókst einnig að skapa bæjarstjórn nauðsynlegt andrými til þess að ákveða hvernig haga skyldi uppbygg- ingunni. Þrátt fyrir að hús Fjöliðjunnar hafi á sínum tíma verið sérhannað til starfsem- innar sem hófst 1989, hafa þarfir og að- stæður breyst umtalsvert á þeim 30 árum sem síðan eru liðin. Að auki hafði kom- ið upp mygluvandamál í húsnæðinu sem ekki hafði verið komist fyrir. eldsvoðinn og önnur ógn við þennan vinnu- og hæf- ingarstað skapaði hins vegar tækifæri til þess að rýna alla þætti starfseminnar og móta uppbygginguna að þörfum nú- tímans og lengri framtíðar. Fyrsta skref bæjarstjórnar var loks- ins tekið í upphafi árs 2020, þegar hún tók einróma ákvörðun um að starfsem- in yrði áfram á lóðinni að Dalbraut 10. Í kjölfarið var settur á fót starfshópur er skila myndi mögulegum sviðsmyndum um uppbyggingu á svæðinu. Segja má að mikill hvalreki hafi rekið á fjörur starfs- hópsins í vinnuferlinu þegar samningar náðust á milli Akraneskaupstaðar og N1 um framtíðarlóð undir starfsemi fyrirtæk- isins. Um leið losnuðu lóðir fyrirtækisins við Dalbraut og Þjóðbraut. Starfshópur- inn hafði því í raun úr mun stærra svæði að spila en í upphafi starfs síns. Skyndi- lega skapaðist rými til þess að hýsa ýmsa tengda starfsemi Fjöliðjunnar eins og dó- samóttöku og Búkollu nytjamarkaðs. Þegar starfshópurinn skilaði sviðs- myndum sínum á dögunum urðu það okkur Sjálfstæðisfólki talsverð vonbrigði hversu lítt hópurinn virðist hafa farið yfir þessar breyttu forsendur á svæðinu. ef það hefur ekki verið hlutverk þessa starfs- hóps þá klárlega verkefni kjörinna full- trúa. Helsta tillaga hópsins var sú að rúst- ir fyrra húss yrðu endurbyggðar og við það skeytt nýbyggingu samkvæmt teikn- ingu frá árinu 2007 og að opnað yrði á þann möguleika að flytja starfsemi Bú- kollu í hjólbarðaverkstæðið við Dalbraut. Hugmyndir starfshópsins voru lagðar fyrir nýskipað notendaráð um málefni fatlaðra á Akranesi sem hefur það hlutverk að vera bæjarstjórn til ráðgjafar í málum sem þessum. Notendaráðið var einróma í þeirri umsögn sinni að mæla eindregið með því að starfshópurinn skoðaði betur þau tækifæri sem fólgin væru í breyting- um á byggingarreit Fjöliðjunnar og sam- eina þá starfsemi sem áður er nefnd í nýju húsnæði fjöliðjunnar. Það kom okkur því satt best að segja verulega á óvart að fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar með frjálsum í bæjarráði skyldu þrátt fyrir þessa skoðun notenda- ráðs ekki vera tilbúnir til þess að vinna málið betur. Lögðu bæjarfulltrúarnir til að brunarústirnar yrðu endurbyggð- ar og við þær skeytt húsi samkvæmt 14 ára gömlum teikningum. Rök bæjarfull- trúa Samfylkingar og Framsóknar með frjálsum eru helst þau að aðstaða Fjöl- iðjunnar í dag sé óviðunandi og því skuli velja þá tillögu sem skemmstan tíma taki að vinna úr. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru ósammála þessari skammsýni bæjar- fulltrúa meirihlutans líkt og bókað var í bæjarráði. Við viljum rífa hið brunna hús sem er barn síns tíma og uppræta þann- ig mygluvandamál sem dæmin sanna að örðugt er að losna við. Við óttumst að með þessum fyrirhugaða bútasaumi sé meirihlutinn að kasta krónunni fyrir aur- inn þegar upp verður staðið. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja horfa til framtíðar. Það felur í sér að hanna og byggja nýja Fjöliðju í hús- næði sem mætir öllum nútímakröfum sem gerðar eru til starfseminnar, mæt- ir þörfum starfsmanna og væntingum skjólstæðinga nú og til lengri framtíðar. Þar má hvorki ímyndaður þröngur tíma- rammi né skammtímahugsun fá að ráða för. Tækifærið er til staðar. Vilji er allt sem þarf. Hann verður bæjarstjórn að hafa. Rakel Óskarsdóttir Sandra Margrét Sigurjónsdóttir Einar Brandsson Ólafur Adolfsson Pennagrein Stjórnleysi í framkvæmdum Gullið tækifæri mætir viljaleysi meirihlutans

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.