Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 202026 Ert þú byrjuð/aður að versla jólagjafir? Spurning vikunnar (Vestlendingar spurðir í síma) Lísa Ásgeirsdóttir „Nei, alls ekki byrjuð og geri það pottþétt á síðustu stundu eins og alltaf.“ Anna María Þráinsdóttir „Nei, ekki byrjuð.“ Viðar Pétursson „Örlítið byrjaður.“ Jóhanna Erla Jónsdóttir „Já, maður grípur þegar maður sér eitthvað.“ Jaclyn Poucel Árnason er banda- rísk listakona, fædd og uppalin í Lancaster í Pennsylvaníu. Hún býr nú á Akranesi með eiginmanni sín- um, Benedikt Val Árnasyni. Bene- dikt er Skagamaður en þau kynnt- ust árið 2016 en Jaclyn lék þá og leikur í dag knattspyrnu með ÍA. Hún er sjálfmenntuð listakona og með gráðu í listasögu frá háskólan- um í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Jaclyn opnaði málverkasýningu í Galleríi Bjarna Þórs að Kirkju- braut 1 síðastliðinn fimmtudag. Sýningin nefnist Strand og er hluti af Vökudögum á Akranesi. Áhersla hennar eru abstrakt verk sem inn- blásin eru af tengingu hennar við hafið, ferðalög og náttúruna. Á Facebook síðu sýningarinnar seg- ir m.a: Ég hef alltaf verið heilluð af þessum stöðum þar sem sjór- inn mætir landinu, þar sem sjáv- arföll breyta og afhjúpa hluta sem einu sinni hafa verið faldir, þessir þræðir. Ég fann mig knúna til að fanga þessa staði, sérstaklega eftir að hafa lært meira um tungumál- ið sem leitast við að skilgreina þá. Ég trúi því að þessir staðir, þessir þræðir, séu hlaðnir náttúrulegum krafti sem verði alltaf ráðgáta, rétt eins og hafið og lífið sjálft. Á þessari sýningu leitaðist ég við að búa til málverk sem tákna á óhlutbundinn hátt þessa staði við strendur Íslands, Írlands og Skot- lands og skilgreina túlkun mína á orðinu „strand“ og óáþreifanlegar og djúpar tilfinningar sem kallaðar eru fram með því að verða vitni að þeim.” Gestir á sýningunni eru beðn- ir um að virða sóttvarnarreglur í hvívetna, nota grímu og virða tveggja metra regluna. Fjórir gestir geta verið inni í rýminu auk þeirra hjóna og eigenda gallerísins. Sýn- ingin verður opin að minnsta kosti til 8. nóvember. frg Hin árlega lista- og menningarhá- tíð Vökudagar stendur nú yfir á Akranesi. Hátíðin hófst 29. októ- ber og stendur til sunnudagsins 8. nóvember. Bæjaryfirvöld á Akra- nesi bjóða til hátíðarinnar en til- gangur hennar er ekki síst að efla menningarlífið í bænum og lífga um leið upp á skammdegið. Um- fang hátíðarinnar hefur fram til þessa aukist meðal bæjarbúa og hefur hróður hennar borist út fyr- ir bæjarmörkin. Sækir fólk úr ná- grannasveitarfélögum og jafnvel víðar að þessa skemmtilegu hátíð. Í ljósi Covid er hátíðin í ár töluvert með öðru sniði en venjulega og lögð áhersla á sýningar sem hægt er að skoða úr fjarlægð. Flestir viðburðir hátíðarinnar voru því settir upp með hliðsjón af faraldrinum. Þá hefur þurft að aflýsa nokkrum viðburðum vegna hertra sóttvarnarreglna um síð- ustu helgi. Meðal viðburða sem hefur þurft að fresta má nefna Baskagöngu 31. október, tónleik- um Jazzkvartetts Halla Guðmunds í Vinaminni, fjölskyldusöngstund Skólakórs Grundaskóla miðviku- dagskvöldið 4. nóvember og kvöl- dopnun Byggðasafnsins á fimmtu- dagskvöld. Stjórnendur Vökudaga benda á að uppfærðar upplýsing- ar um viðburði hátíðarinnar er að finna á vefsíðunni www.skagalif.is. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af viðburðum hátíðarinnar síðustu daga. frg Jaclyn og Benedikt ásamt Týru í Galleríi Bjarna Þórs. Ljósm. frg Málverkasýningin Strand í Galleríi Bjarna Þórs Vökudögum lýkur um næstu helgi Opnunaratriði menningarhátíðarinnar í ár var ljósmyndasýning Helgu Ólafar Oliversdóttur í gluggum Tónbergs. Nokkur fjöldi mætti við opnunina en þar voru á ferð göngufélagar Helgu. Skáluðu þeir í kaffi og kakói fyrir Helgu sem sjálf gat ekki verið viðstödd opnunina. Silja Sif sýnir málverk í gluggum Bílvers. Zentangle, listsýning Borghildar Jósúadóttur og Steinunnar Guðmundsdóttur á Bókasafni Akraness. Tískuhönnuðurinn Kristín Ósk sýnir á Bókasafni Akraness. Leikur með form og mynstur, sýning leikskólabarna á Teigaseli í gluggum leik- skólans. Ljósmyndasýning starfsbrautar FVA í gluggum Bókasafns Akraness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.