Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 2020 19 SK ES SU H O R N 2 02 0 Bæjarstjórnarfundur 1321. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn þriðjudaginn 10. nóvember kl. 17:00. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað og því útvarpsútsending ekki fyrir hendi. Bæjarbúar eru hvattir til þess að fylgjast með beinni útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar. Bæjarmálafundir flokkanna falla niður þessa vikuna. SK ES SU HO RN 2 02 0 Viðbrögð hjá Akraneskaupstað í tengslum við strangari reglum um samkomuhald Eftirfarandi ráðstafanir hafa verið gerðar í tengslum við strangari reglum um samkomuhald: Þjónustuveri Akraneskaupstaðar hefur verið lokað. • Aðalnúmer 433 1000 er opið samkvæmt opnunartíma Íþróttamannvirkjum (sundlaug, Akraneshöll o.s.frv.) • hefur verið lokað. Bókasafni hefur verið lokað en hægt er að panta bækur • símleiðis, í tölvupósti eða í gegnum leitir.is Byggðasafni og Akranesvita hefur verið lokað.• Lokunin tók gildi þann 31. október sl. og gildir þar til samkomubann verður rýmkað eða aflétt. Akraneskaupstaður heldur úti upplýsingasíðu um viðbrögð stofnanna bæjarins hvað varðar COVID-19 og samkomubann. Upplýsingar er að finna hér www.akranes.is/covid-19 Um síðustu helgi tóku íbúar í Borgarbyggð sig saman og bjuggu til samstöðuhóp á Facebook und- ir nafninu „Samhugur í Borgar- byggð“. Tilgangur hópsins er að aðstoða þá sem á þurfa að halda nú á þessum erfiðu tímum þegar jólin fara að nálgast. Í gegnum hópinn er ætlunin að safna jólagjöfum, gjafa- bréfum og matarpökkum fyrir þá sem þurfa auk þess að aðstoða jóla- sveinana svo öll börn sveitarfélags- ins fái örugglega gjafir um jólin. óhætt er að segja að margir Borg- firðingar vilja standa saman á þess- um tíma en 624 höfðu bæst í hóp- inn í gær og fór sú tala hratt vax- andi. Þeir sem vilja aðstoða um jól- in geta fundið hópinn Samhugur í Borgarbyggð á Facebook og lagt sitt að mörkum. arg Vörubílstjórafélagið Þjótur var stofnað á Akranesi 6. desemb- er 1944 og var starfrækt allt fram yfir aldamótin. einn af stofnend- um félagsins var Árni Breiðfjörð Gíslason vörubílstjóri og sat hann í stjórn félagsins meira og minna frá stofnun og þar til hann hætti akstri fyrir aldurs sakir. Þegar starf félags- ins lagðist af enduðu gögn, funda- gerðir, bókhaldsgögn og fleira í fór- um Árna og hélt hann vel utanum þau alla tíð. Árni féll frá árið 2002 og enduðu gögnin þá hjá Gísla B. Árnasyni syni hans og hafa verið þar síðan. Á fimmtudaginn síðast- liðinn ákvað Gísli að afhenda Hér- aðsskjalasafni Akraness gögnin til varðveislu en um er að ræða fjór- ar fundargerðarbækur sem spanna þann tíma sem félagið var virkt, auk annarra pappíra. Mikið um vegavinnu „Vörubílstjórafélagið var nokk- uð öflugt og merkilegt félag en í félaginu voru vörubílstjórar hér á Akranesi sem sinntu allskonar vinnu og gátu sumir túrarnir teygt sig víða um landið. Þeir voru að fara í ferðir hingað og þangað ef á þurfti að halda,“ segir Gísli og bætir því við að félagið hafi rekið Vörubíla- stöðina á Akranesi á sínum tíma. „Til að útskýra hvernig starfsem- inni var háttað þá virkaði þetta eig- inlega eins og leigubílastöð. For- svarsmenn fyrirtækja og einnig ein- staklingar hringdu inn þegar vant- aði vörubíl og tók stöðvarstjóri vörubílastöðvarinnar við beiðninni og kom henni til þess bílstjóra sem var efstur á standi eins og kallað var. Bílstjórarnir voru með litlar málm- plötur með bílnúmerinu á standi, sem var málmprjónn, og sá sem var efstur á standinum átti túrinn þeg- ar óskað var eftir vörubíl. Málm- plata hans var svo tekin af standin- um þegar hann var farinn í túrinn og var þá sá sem var á eftir honum, orðinn efstur og fékk þá næsta túr. Svona gekk þetta koll af kolli. Þeg- ar bílstjórinn var búinn með túrinn og tilbúinn í næsta verkefni, hafði hann samband við stöðvarstjórann og bað um að vera settur á og var þá málmplata hans sett neðst á stand- inn,“ útskýrir Gísli. Alltaf var nokk- uð að gera í sambandi við vegagerð í kringum Akranes og upp um allan Borgarfjörð. „eitt stærsta verkefnið sem bílstjórarnir hjá Þjóti tóku þátt í var að keyra fyllingu að Borgar- fjarðarbrúnni, en þá var búið að steypa brúna sjálfa upp og hafði það verið gert á prömmum. Vöru- bílstjórar frá Akranesi keyrðu fyll- ingu að brúnni frá Seleyri að sunn- anverðu og bílstjórar frá Borgar- nesi keyrðu fyllingu að norðurenda brúarinnar. Pabbi var með grjótpall á bílnum hjá sér og hann var mikið í því að keyra grjóti í sjóvarnargarða til dæmis niður við slippinn og í grjótgarðinn utan á stóru bryggj- una hér á Akranesi,“ segir Gísli. Líf á bryggjunni Gísli rifjar einnig upp þann tíma sem hann sat í bílnum með föður sínum á kvöldin þegar verið var að landa fiski úr vertíðarbátunum og aka honum inn í frystihús. „Mikið líf var í kringum þetta og mikið að gera hjá bílstjórunum þegar mikill afli var á vetrarvertíðinni. Fiskurinn var hífður upp úr bátunum í löndun- armálum og sturtað á pallinn og var svo ekið með fiskinn inn í fiskmó- töku frystihúsanna og öllu sturtað á gólfið. Faðir minn hafði mikið að gera í þessu þegar sem mest var og var alltaf mikið líf í kringum höfn- ina hér á Akranesi. Ég man líka eft- ir tímabilum þar sem var svo mikið af loðnu landað hér að verksmiðjan hafði ekki undan. Þá var loðnunni ekið upp í grjótnámu við Æðar- odda þar sem hún var geymd þar til verksmiðjan gat farið að bræða hana. Þegar verksmiðjan gat tek- ið við loðnunni vikum eða mánuð- um seinna var henni ekið til baka, vel úldinni og illa lyktandi,“ segir Gísli. „Í bernskuminningum mín- um þá snérist líf föður míns mikið um þetta félag og bar hann hag þess alltaf fyrir brjósti,“ bætir hann við. arg Borgfirðingar sýna samhug Gögn Þjóts komin á Bókasafn Akraness Volvobíll með skráningarnúmerinu E-71, sem Árni Breiðfjörð Gíslason ók til fjölda ára. Gísli Breiðfjörð Árnason afhendir hér Erlu Dís Sigurjónsdóttur, starfsmanni Héraðsskjalasafni Akraness, gögn frá Vörubílstjórafélaginu Þjóti. SK ES SU H O R N 2 02 0 Forkynning á skipulagsbreytingu Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum 21. september sl. að forkynna breytingu á deiliskipulagi Dal- brautarreits vegna Dalbrautar 6. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits á 3. og 4. hæð. Byggingareitur verði þannig á 3. hæð að hann nái yfir alla hæðina (alveg eins og 2. hæðin). Byggingarreitur á 4. hæð verði þannig að hann nái að hluta til inn á norðvestur-álmu, en verði inndregin um 2 metra (Dalbrautarmegin) í samræmi við suð- vestur-álmu í deiliskipulagi. Tillagan er til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is. Vinsamlega sendið inn fyrirspurnir og athugasemdir á net- fangið skipulag@akranes.is fyrir 13. nóvember 2020. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.