Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 2020 9                                                        ­       €       ‚                                                                                                                             ­€                   ‚                                                                                                                     ƒ      „… † ­       €     ‚                                      ‡    ˆ  ‰    Š  €     € „ ‹  †                                        ­ €              eins og hjá öllum framhaldsskóla- nemum á landinu eru núverandi að- stæður afar krefjandi þegar nánast allt bóknám fer fram í fjarkennslu- umhverfi og reynir því meira en nokkru sinni á einbeitingu og sjálfsstjórn nemenda. Þegar smit- um fjölgaði hratt í samfélaginu í byrjun október, og hertar sóttvarn- araðgerðir tóku gildi, var bóknám nemenda í Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi flutt að nýju í fjar- kennsluumhverfið með svipuðum hætti og var á síðustu vorönn. Þó er verknám enn í staðkennslu. Til að grennslast fyrir um nám á þess- um fordæmalausu tímum heyrðum við hljóðið í Helenu Valtýsdótt- ur enskukennara í FVA og í Kötlu Kristínu ófeigsdóttur væntanleg- um útskriftarnema. Spurt er hvern- ig það hefur reynst að nota stafræna miðla við kennsluna og námið. Vantar nálægðina Helena Valtýsdóttir enskukenn- ari segir að það sé sérkennilegt að kenna og sjá ekki nemend- urna. „Það er mjög mikilvægt að halda sig við ákveðna og fastmót- aða dagskrá við kennsluna. Að öðr- um kosti getur það orðið erfitt fyrir nemendur að halda utan um nám- ið. Það er mjög krefjandi fyrir þau að vera við tölvuna allan daginn og einbeita sér að námsefninu,“ segir hún. „Það er sömuleiðis mjög sér- kennilegt að kenna og sjá ekki nem- endurna. Þó að tæknin bjóði upp á það þá er það ekki heimilt. Þetta er svo allt öðruvísi en við erum vön og það vantar nálægðina. Það að geta ekki átt samskipti á staðnum er mjög hamlandi.“ Helena segir að það sé mjög mikilvægt fyrir kennara að vera vel undirbúnir fyrir kennsluna í fjar- náminu. Það þurfi m.a. að opna verkefnin sem á að vinna, vera með glærur og myndbönd. Auk þess sem stöðupróf eru reglulega tekin. Þá eru öll samskipti við nemendur í gegnum tölvupósta og þeir skipta mörgum tugum daglega. „Það er afskaplega lýjandi fyrir nemend- ur að sitja nánast stöðugt við tölv- una frá klukkan 8:30 að morgni til klukkan 16, það segir sig bara sjálft. Þó við kennararnir séum ekki eins lengi við tölvuna samfellt og nem- endurnir finnum við fyrir líkam- legum þreytueinkennum eins og stífleika í baki og öxlum. Ég er viss um að það er aukið álag á heimil- um nemenda við þessar aðstæður sem nú eru. Ég óttast að margir hafi ekki sama næði heima hjá sér og í skólanum til þess að einbeita sér að náminu. Það geta verið ýms- ar ástæður fyrir því.“ Óttast brottfall Helena óttast að einhverjir nem- endur geti flosnað úr námi við þess- ar aðstæður. „en við reynum eins og við getum að koma í veg fyr- ir það. Það er merkt við á hverjum morgni hverjir eru mættir við tölv- una og ef við verðum vör við það að einhverjir eru ekki að sinna náminu þá mun námsráðgjafi hafa samband við nemendurna og fara yfir stöð- una.“ Þá segir hún að öll samskipti á milli kennara eins og t.d. kenn- arafundir, séu nú rafrænir. „Von- andi lagast þetta ástand sem fyrst því þetta er orðið afskaplega þreyt- andi fyrir alla aðila,” segir Helena að endingu. Óvenjulegar aðstæður á óvenjulegum tímum Katla Kristín ófeigsdóttir er nem- andi í FVA og verðandi útskriftar- nemandi frá skólanum í desemb- er. „Þetta eru óvenjulegar aðstæð- ur miðað við fyrri annir hjá mér í skólanum og óvenjulegir tímar,” segir Katla Kristín. „Hjá mér pers- ónulega er þetta ekki svo mikið álag. Ég er bara í fjórum áföngum á þessarri önn og útskrifast á stúd- entsbraut af tungumálasviði. en vissulega er þetta öðruvísi að vera heima og taka námið í gegnum fjarkennslu. Svo sakna ég þess auð- vitað að félagslíf okkar nemenda er nánast ekkert vegna ástands- ins. einnig var fyrirhuguð ferð til Litháen hjá nemendum sem ekkert varð úr. einnig var önnur ferð ráð- gerð til Þýskalands með umhverf- isnefnd í skólanum og þá ferð varð einnig að blása af. en við verðum bara að taka þessu ástandi því það er ekkert annað í boði. Við vinirn- ir reynum að hittast utan skóla og erum í sambandi í gegnum tölv- urnar okkar og síma.” Katla Kristín segir að hún muni halda til Braunschweig í Þýska- landi strax eftir áramót og dvelja hjá bróður sínum og hans fjöl- skyldu sem þar býr. „Þau eru með lítið barn og mun ég hjálpa fjöl- skyldunni og fara samhliða í þýsku- nám. Ég hef mikinn áhuga á tungu- málum og mun byrja á þýskunni og annað er óráðið hjá mér í bili.“ Katla segir að það séu marg- ir jákvæðir hlutir sem fylgja því þrátt fyrir allt að vera í fjarnámi. „Ég er ekki eins bundin yfir dag- inn þar sem ég er ekki í það mörg- um áföngum. er því aðeins lausari við og hef t.d. getað nýtt tímann og sýnt góðri vinkonu minni bæ- inn minn, Akranes. Hún er íslensk og hefur búið alla tíð í Luxembo- urg en er núna í vetur á Íslandi í frönskunámi við Háskóla Íslands og hefur oft komið í heimsókn til okkar í fríum,“ segir Katla Kristín að endingu. se Krefjandi tímar hjá framhaldsskólanemum og kennurum Katla Kristín og vinkona hennar Marín Birta. Myndin er aðsend og var tekin í Berlín í fyrrahaust. Helena Valtýsdóttir kennari í FVA. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.