Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 20208 Um fjölda viðskiptavina í verslunum LANDIÐ: Nú er heimilt að hafa allt að 50 viðskiptavini í einu inni í lyfja- og matvöru- verslunum og allt að 10 við- skiptavini samtímis í öðrum verslunum, að því gefnu að hægt sé að hafa a.m.k. tvo metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Um starfs- menn í þessum verslunum gild- ir að þeir mega ekki vera fleiri en tíu í sama rými og samgang- ur á milli rýma starfsmanna er óheimill. Öllum er skylt að bera andlitsgrímu í verslunum. Heil- brigðisráðherra hefur samþykkt breytingu á reglugerð um tak- markanir á samkomum þar sem fjöldatakmörk í verslunum eru skýrð. Með reglugerð ráð- herra eru tekin af tvímæli um að fjöldatakmarkanir í verslun- um séu bundnar við fjölda við- skiptavina, óháð fjölda starfs- fólks. Að öðru leyti gilda ákvæði um fjöldatakmarkanir hvað varðar aðra starfsemi óbreytt, samkvæmt reglugerð um tak- mörkun á samkomum vegna farsóttar. -mm Samið um rekstur laugar HVALFJ.SV: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 27. október að semja við Aldísi Ýr ólafsdótt- ur um rekstur sundlaugarinn- ar að Hlöðum næstu þrjú árin, frá 2021 til 2023. Hún hefur rekið laugina undanfarin tvö ár og hafði sóst eftir því halda því áfram næstu þrjú árin. Sveit- arstjórn lýsti yfir ánægju sinni með það; „enda hefur samstarf- ið og reksturinn verið til fyrir- myndar undanfarin tvö ár,“ seg- ir í fundargerð. -kgk Meiri umferð en í fyrstu bylgju RVK: Örlítill umferðarkipp- ur varð á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, þeirri 43. á árinu, eða 3,1% meiri en í vikunni á undan. Aftur á móti reynd- ist umferðin í borginni 19,5% minni en í sömu viku í fyrra. Vegagerðin birtir nú vikuleg- ar umferðartölur af höfuð- borgarsvæðinu, sem vísibend- ing um áhrif sóttvarnarreglna og mismunandi samkomutak- markana vegna kórónuveirunn- ar. „Áberandi er að umferðin dregst minna saman í yfirstand- andi bylgju faraldursins miðað við fyrstu bylgjuna í vor,“ seg- ir í frétt á vef Vegagerðarinnar. -kgk Stærsti úflutn- ingsmánuður fiskeldisafurða FISKELDI: Útflutningsverð- mæti eldisafurða í fiski nam tæp- um fjórum milljörðum króna í september. er hér um stærsta mánuð í útflutningi á eldisaf- urðum frá upphafi að ræða á alla mælikvarða. Það er verð- mæta í krónum talið, verðmæta í erlendri mynt og í tonnum. Í krónum talið er um að ræða 182% aukningu frá septem- ber í fyrra. Aukningin er nokk- uð minni í erlendri mynt út af veikingu á gengi krónunnar, en engu að síður hressileg, eða sem nemur 144%. Í tonnum talið er aukningin um 138%. Útflutn- ingsverðmæti eldisafurða var 6,4% af verðmæti vöruútflutn- ings alls í september og hefur sú hlutdeild aldrei áður mælst hærri. -mm Sektað fyrir að greiða undir lág- markskjörum LANDIÐ: Miðflokkurinn hef- ur lagt fram á Alþingi frum- varp um breytingar á lögum um starfskjör launafólks og skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda. Birgir Þórarinsson þingmaður er fyrsti flutningsmaður, en aðrir flutn- ingsmenn eru hinir átta þing- menn Miðflokksins. Í breyt- ingartillögunni felst að Vinnu- málastofnun verði veitt heim- ild til að leggja stjórnvaldssekt á atvinnurekanda sem vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi greið- ir launamanni laun eða önn- ur starfskjör sem eru lakari en umsamin lágmarkskjör á vinnu- markaði. Sömuleiðis er lagt til að atvinnurekendur verði skyld- aðir til að veita stéttarfélögum og trúnaðarmönnum aðgang að gögnum sem upplýsa um kjör launamanna. „Lögum sem þessum hafa bæði atvinnurek- endur og fulltrúar launamanna kallað eftir [og] hér er brugðist við því kalli,“ segir í tilkynningu frá Miðflokknum. -kgk Sá ekki vinnuvél- ina fyrir sólinni AKRANES: Síðastliðinn mið- vikudag var bifreið ekið á vinnuvél á Akranesi. Ökumað- ur hafði blindast af sól og ekki séð vinnuvélina. Hann fann fyr- ir eymslum og fór á slysadeild. Bíllinn var óökuhæfur eftir at- vikið. -frg Flugeldar á safnasvæði AKRANES: Um kl. 22.00 á fimmtudagskvöld barst Neyð- arlínu tilkynning um að verið væri að sprengja flugelda á safn- asvæðinu á Akranesi. Lögregla fór á staðinn og benti sprengi- fólkinu á að slíkt athæfi væri stranglega bannað. Að sögn lög- reglu verður talsvert vart við að fólk sé að rífa í sundur og breyta flugeldum. Slíkt er stórhættu- legt því það breytir eiginleikum flugeldanna og gerir þá stór- hættulega. Lögregla benti jafn- framt á að slíkt hefði haft mörg alvarleg slys í för með sér. -frg Sveitarstjórnir Húnaþings vestra, Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps hafa sent frá sér sameiginlega ályktun vegna áhyggja af lágu afurðaverði til sauð- fjárbænda. Hefur hún verið send til sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, þingmanna Norðvest- urkjördæmis, atvinnumálanefnd- ar Alþingis, Bændasamtaka Íslands, Landssamtaka sauðfjárbænda, af- urðastöðva landsins og á fjölmiðla. „Sveitarstjórnir Húnaþings vestra, Dalabyggðar, Strand- abyggðar og Reykhólahrepps lýsa yfir þungum áhyggjum af lágu af- urðaverði til sauðfjárbænda og seinagang við birtingu afurða- stöðvaverðs haustið 2020. Sauðfjár- rækt er mikilvæg búgrein þessara sveitarfélaga og ein af forsendum búsetu í dreifbýli. Í þessum sveitar- félögum var rúmlega 21% af fram- leiðslu kindakjöts árið 2019. Á undanförnum árum hafa orð- ið ábúendaskipti á þónokkrum bújörðum í sveitarfélögunum og yngra fólk með fjölskyldur tekið við. Þessar fjölskyldur efla samfé- lagið, styðja við þjónustu ásamt því að halda uppi atvinnustigi. Líkt og í öðrum rekstri er mik- ilvægt að sauðfjárbændur fái við- unandi verð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku. Því er skorað á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð 2021 fyrir komandi áramót. Samkvæmt samantekt Landssam- taka sauðfjárbænda var afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda á síð- asta ár það lægsta sem finnst í evr- ópu og miðað við nýbirtar verðskr- ár 2020 er vegið meðalverð 502 kr./kg. Hefði afurðaverð fylgt al- mennri verðlagsþróun frá 2014 ætti það að vera 690 kr./kg. Því vantar enn tæpar 200 kr/kg. upp á afurða- stöðvaverð fylgir verðlagsþróun. Í heimsfaraldri vegna COVID-19 fengu Íslendingar áminningu um mikilvægi innlendrar matvælafram- leiðsu. Skapa þarf greininni stöð- ugleika í rekstri til lengri tíma og styðja á öflugan hátt við innlenda matvælaframleiðslu.“ Þá segir að öll viðbrögð við erindinu og sú að- stoð sem viðtakendur geta lagt mál- inu, sé þegin með þökkum. mm Þórólfur Guðnason, sóttvarnar- læknir sagði á upplýsingafundi á mánudag að dreifing kórónuveir- unnar væri stöðug, eins og hann orðaði það, og heldur vera á leið- inni niður undanfarna daga. Hert- ar reglur tóku gildi fyrir helgi og í gær tóku gildi hertari reglur um skólahald. Sagðist Þórólfur vona að hægt verði að byrja að aflétta tak- mörkunum eftir tvær vikur en tekur þó fram að það þurfi að fara hægt í þær aðgerðir. Þá segir hann ekkert benda til þess að faraldurinn stefni í veldisvöxt eins og er að gerast í mörgum löndum í kringum okkur. Þórólfur ítrekaði mikilvægi þess- ara aðgerða sem farið hefur verið í og að þó farsóttarþreyta sé kom- in í okkur öll sé mikilægt að hafa augun á tilgangi aðgerðanna og að halda þetta út. ef allir geri sitt besta verði vonandi hægt að slaka á takmkörkununm fljótlega og þá verði hægt að halda aðventu og jól með minni takmörkunum. Að lok- um sagði hann ekkert nýtt vera að frétta af bóluefnum en komin er af stað undirbúningsvinna svo allt verði tilbúið til að bólusetja hratt og örugglega þegar bóluefni kem- ur, sem hann vonar að verði fljót- lega á næsta ári. Mikilvægt að sækja sér heilbrigðisþjónustu Alma D. Möller, landlæknir, sagði stöðuna í heilbrigðiskerf- inu vera þunga og enn að þyngj- ast fyrir norðan og er Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættuástand. Sýkingavarnarteymi var sett sam- an um helgina og er því ætlað að bregðast við kalli hjúkrunarheim- ila um allt land komi þar upp smit, leiðbeina varðandi sýkinga- varnir, aðstoða við smitrakningu og fleira. Hvatti Alma stjórnend- ur og starfsmenn hjúkrunarheim- ila til að vera í viðbragðsstöðu. Alma fór yfir stöðuna almennt í heilbrigðiskerfinu og hvatti fólk til að sækja sér þá þjónustu sem það þyrfti á að halda. Hún sagði mikið áhyggjuefni að fólk væri kannski ekki að leita heilbrigð- isþjónustu, hvort sem er vegna líkamlegra eða geðrænna vanda- mála. Þá minnti hún á að upp- lýsingar um bjargráð vegna kvíða eða andlegra vandamála er að finna á Covid.is og Hjálparsím- inn 1717 og netspjallið þar og á Heilsuveru er opið. arg/ Ljósm. James Einar Becker. MMR birti í síðustu viku frétt um nýja könnun á fylgi stjórnmála- flokka. Samkvæmt henni mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 21,9%, tæplega fjórum prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var í september. Fylgi Samfylkingarinnar eykst um rúmlega tvö prósentustig og mælist nú 15,2% en fylgi Pírata minnk- aði um eitt og hálft prósentustig og mældist nú 13,5%. Fylgi Fram- sóknarflokksins eykst um tæplega tvö prósentustig frá síðustu mæl- ingu og mælist nú 10,2%. Mið- flokkurinn mælist nú með 11,6% sem sömuleiðis er hækkun frá síð- ustu könnun. Fylgi Vinstri grænna dalar enn, mælist nú 8,3% en var 8,5% í síðustu könnun. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 50,3% og minnkaði um tæpt prósentustig frá síðustu könn- un, þar sem stuðningur mældist 51,0%. mm Meðfylgjandi mynd var tekin í Ljárskógarétt í Dölum fyrir níu árum. Ljósm. úr safni. Lýsa yfir áhyggjum af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda Stefnir ekki í veldisvöxt Talsverð hreyfing á fylgi flokka

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.