Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 202014 Veðurfar á Íslandi hefur í gegnum aldirnar mótað hugsunarhátt þjóð- arinnar og haft mikil áhrif á búsetu, efnahag og lífsgæði. óhætt er að fullyrða að það líði varla sá dagur að fullorðinn Íslendingur minnist ekki á veðrið og veðurhorfur með einhverjum hætti. Veðrið og veður- spár eru því stór þáttur í lífi okkar allra og hefur áhrif á margt í okk- ar daglega lífi. Veðurfræðingurinn og Skagamaðurinn Theodór Freyr Hervarsson hefur starfað hjá Veð- urstofu Íslands frá árinu 2001, eft- ir að hann kom frá námi í Noregi. Hann er því einn úr hópi veður- fræðinga og sérfræðinga sem kem- ur að því að færa okkur veðurspárn- ar daglega. Vöktun náttúruvár „Það hefur orðið mikil framþró- un tæknilega á þessum tíma frá því ég hóf störf hjá Veðurstofunni fyr- ir tæpum tveimur áratugum. Má þar nefna að spálíkön eru nú orð- in miklu betri og áreiðanlegri, en einnig er tilkoma litamerktra við- varana jákvæð,“ segir hann í samtali við Skessuhorn. „Á fyrstu þrem- ur árum mínum á Veðurstofunni vann ég á vöktum við gerð veð- urspáa, en frá árinu 2004 fór starf mitt að snúast æ meir um ýmis sér- verkefni og þá sem verkefnisstjóri. Vaktavinnan vék þá smátt og smátt fyrir hefðbundinni dagvinnu. Árið 2009 tók ég svo við stöðu fram- kvæmdastjóra og leiddi þá starf- semi sem snýr að veðurþjónustu og vöktun náttúruvár. Undir þeim hatti voru þá og eru veðurþjónust- an, en hún innifelur spár og viðvar- anir fyrir landið, sjóinn og svo flug- ið sem er gríðarstór partur af starf- semi Veðurstofunnar. Vöktun nátt- úruvár felur að mestu í sér vökt- un eldfjalla, jarðskjálfta, vatns- og ofanflóða. Gegndi ég starfi fram- kvæmdastjóra til ársins 2017 og var það skemmtilegt tímabil, en jafn- framt gríðarlega krefjandi, ekki síst þegar horft er til þeirra stóru verk- efna sem komu upp, eins og gosin í eyjafjallajökli, Grímsvötnum og svo stóra Skaftárhlaupið 2015.“ Frá árinu 2017 hefur Theo- dór svo sinnt meðal annars við- skiptaþróun og erlendum sam- starfsverkefnum fyrir hönd Veður- stofu Íslands. „Um þessar mundir er ég að vinna að verkefnastjórn í tveimur stórum verkefnum þar sem annað þeirra snýr að nýrri ofur- tölvu sem fjórar veðurstofur ætla að fjárfesta í og reka í húsnæði Veður- stofu Íslands. Hitt verkefnið snýr svo aftur á móti að veðurþjónustu við flugstarfsemi á Norðurlöndun- um og eystrasaltslöndunum.“ Stefnan sett á rafeinda- virkjun í fyrstu Upphaflega stefndi hugur Theo- dórs Freys ekki í veðurfræði. „eftir dálitla óvissu um framtíðina á fyrstu árunum í Fjölbrautaskóla Vestur- lands tókum við Tryggvi Grétar fé- lagi minn þá ákvörðun að fara í raf- eindavirkjun. Kláruðum grunndeild rafiðna í FVA, með glans viljum við meina, og fórum svo í Iðnskólann, en komumst tiltölulega fljótt að því að rafeindavirkjun væri sennilega ekki málið. Og hættum eftir eina önn. Og þar kom veðurfræðin inn hjá mér, því sá áhugi hafði blundað í mér í dágóðan tíma. eftir að hafa hætt í Iðnskólanum fékk ég vinnu við byggingu á nýju vallarhúsi á Jað- arsbökkum og það stendur sterkt í mínu minni að hafa hringt í einu hádegishléinu í Veðurstofuna til að kynna mér bæði námið og líkur á starfi. Náði þar tali af einari Svein- björnssyni veðurfræðingi og sagði honum frá áhuga mínum. einar var afar hjálplegur og hvatti mig til þess að fara í þetta nám. Vandinn var hins vegar sá að ég hafði ekki klár- að stúdentsprófið og átti tvö ár eftir til að ná því stigi. Því lá leiðin aftur í FVA þar sem ég kláraði stúdent- inn á tveimur árum og útskrifaðist 24 ára með mörgum af jafnöldrum bróðir míns, sem er jú fjórum árum yngri en ég. Þegar stúdentinn var í höfn var ekkert annað að gera en að hoppa beint yfir í veðurfræðinámið. ekki var þó hægt að nema veður- fræði á Íslandi á þeim tíma og sótti ég því um inngöngu í háskólum í Kaupmannahöfn, Osló og Bergen. Mitt fyrsta val var að fara til Kaup- mannahafnar, en ég komst ekki inn þar sem voru ákveðin vonbrigði á þeim tíma, því Kaupmannahöfn var í miklum metum hjá mér og hafði ég séð fyrir mér lauflétta tíma í Kö- ben. Ég fékk hins vegar inngöngu bæði í Osló og Bergen.“ Nám og fyrsta barn væntanlegt „Bergen varð fyrir valinu, bæði sökum þess að skólinn var vel met- inn hvað varðar það veðurfræði- nám sem ég vildi fara í og svo hafði áhrif að konan mín, Kristrún Dögg Marteinsdóttir, hafði búið rétt fyr- ir utan Bergen með foreldrum sín- um þar sem faðir hennar var í námi. Kristrún hafði því ákveðin tengsl við Bergen sem var hentugt fyrir okkur,“ segir Theodór Freyr. Theodór hélt utan til veður- fræðináms í ágúst 1995 og fór einn út þar sem Kristrún var í námi í Kennaraháskóla Íslands og auk þess var þeirra fyrsta barn á leið- inni. Theodór Freyr kláraði fyrstu önnina og fór síðan aftur til Íslands að henni lokinni. „Ég ákvað að taka mér frí á vorönninni þar sem dóttir okkar átti að koma í heiminn í mars og því erfitt að vera erlendis þegar það átti að gerast. Við fjölskyldan fórum síðan öll út haustið 1996, ég hélt áfram mínu námi og lauk því í ágúst 2001 með BS og meistara- gráðu í veðurfræði.“ Úrkomusamt í Bergen Theódór Freyr segir að dvölin í Bergen hefði verið afar ánægju- leg og þau eignast þar marga góða vini. Borgin er reyndar á einhverju mesta rigningarsvæði í Noregi og þótt víða væri leitað. „Bergen er umlukin fjalllendi sem leiðir til þess að mikið rignir á svæðinu. Meðal- ársúrkoma í Bergen er aðeins yfir 2000 millimetra ef ég man rétt, sem er svipað þeirri hæstu meðalársúr- komu sem finnst á Íslandi, á Kví- skerjum í Öræfum. Til samanburð- ar má nefna að meðalársúrkoma í Reykjavík er um 850 millimetrar og mörgum finnst rigna alveg nóg í höfuðborginni. Sennilega er ársúr- koman eitthvað svipuð þá á Akra- nesi og í Reykjavík. en þótt það rigni mikið í Bergen er það einhver sá fallegasti staður sem við höfum dvalið á, sérstaklega þegar veður er gott.“ Þegar heim var komið hóf Theo- dór Freyr strax störf hjá Veðurstofu Íslands og hefur eins og áður hef- ur komið fram starfað þar óslitið síðan. Hann segir að í dag séu um 140 starfsmenn hjá Veðurstofunni og starfsemin er afar fjölbreytileg, allt frá vöktun veðurs og náttúruvár yfir í rekstur og viðhald mælakerfa um allt land. Var á kafi í fótboltanum Theodór Freyr var einnig liðtæk- ur knattspyrnumaður og lék með ÍA upp alla yngri flokka, svo með meistaraflokki Skagamanna á ár- unum 1991 til 1995. Hann varð Íslandsmeistari fjórum sinnum á þessum árum og lék nokkra leiki í evrópukeppni 1993 og 1994. Hann lauk svo ferli sínum á Íslandi með Breiðabliki undir stjórn Sigurðar Halldórssonar árið 1996. Á náms- árunum í Bergen lék hann þó með liði í 3. og 4. deildinni í Noregi. se Veðurstofa Íslands er stór og spennandi vinnustaður Rætt við Theodór Frey Hervarsson veðurfræðing og verkefnastjóra Theódór Freyr Hervarson veðurfræðingur og verkefnastjóri hjá Veðurstofu Íslands. Ljósm. úr safni/ jsb. Menningarverðlaun Akraneskaup- staðar eru veitt árlega í tengslum við Vökudaga og voru í gær veitt í fjórtánda sinn við heldur óhefð- bundnar aðstæður. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum eða félagasamtökum sem hafa skarað fram úr á einhverju sviði menning- ar í bæjarfélaginu. Menningarverð- laun Akraness 2020 hlýtur Árbók Akurnesinga sem hjónin Margrét Þorvaldsdóttir og Kristján Krist- jánsson gefa út. Árbók Akurnesinga hefur komið út óslitið frá 2001 og er seld í áskrift og lausasölu. Ritið samanstendur að greinum og viðtölum þar sem efnistök eru margvísleg, bæði frá liðnum tímum og nútíma, og tengj- ast Akranesi eða Akurnesingum með einum eða öðrum hætti. Ár hvert eru meðal efnisatriða frétta- annáll sem unninn er úr fréttasafni Skessuhorns, íþróttaannáll og ævi- ágrip látinna Akurnesinga. mm Árbók Akurnesinga hlýtur menningar- verðlaunin 2020 Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, aðstandendur Árbókar Akurnesinga Margrét Þorvaldsdóttir útgefandi og Kristján Kristjánsson ritstjóri ásamt Ólafi Páli Gunnarssyni formanni menningar- og safnanefndar Akraneskaupstaðar. Ljósm. Akraneskaupstaður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.