Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 04.11.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 2020 15 ÚTHLUTUN ÚR MINNINGARSJÓÐI HEIMIS KLEMENZSONAR Úthlutað verður úr Minningarsjóði Heimis Klemenzsonar í fyrsta skipti nú fyrir áramót. Af því tilefni óskar stjórn sjóðsins eftir tilnefningum um ungt og efnilegt tónlistarfólk úr Borgarfirði. Gert er ráð fyrir að tónlistar- mennirnir séu komnir í framhaldsnám eða sambærilegt nám/tón- sköpun. Tilnefningar ásamt sem gleggstum upplýsingum um viðkomandi tónlistarmann sendist á netfangið jomundur@gmail.com fyrir 10. nóvember. Stjórn Minningarsjóðsins skipar jafnframt valnefnd og er áskilinn réttur til að velja hvaða nafn sem er eða hafna öllum. Þeim sem vilja styrkja sjóðinn er bent á söfnunarreikning sjóðsins. Reikn: 326-22-1916 kt: 500119-0980 Minningarsjóður Heimis Klemenzsonar var stofnaður 2018. Hlutverk Minningarsjóðsins er að standa við bakið á ungu og efnilegu tónlistar- fólki í Borgarfirði og heiðra á þann hátt minningu Heimis Klemenzsonar. S K E S S U H O R N 2 02 0 Breyting á deiliskipulagi á iðnaðar- og hafnar- svæðis á Grundartanga vestursvæði Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 13. október að auglýsa breytingu á deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu á iðnaðar- og hafnarsvæðis á Grundartanga samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sú breyting á deiliskipulagi iðnaðar- og hafnarsvæði sem hér um ræðir tekur til útvíkkuna á losunarsvæði á núverandi flæðigryfju á vestursvæði, suðaustan (neðan) Grundartangavegar og einnig leiðréttingar á lóðarstærðum. Kynning verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar föstudaginn 6. nóvember á milli 10:00–12:00. Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða á netfangið skipulag@ hvalfjardarsveit.is merkt ”Grundartangi”. fyrir 18. desember 2020. Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar skipulag@hvalfjardarsveit.is Vélsmiðja Grundarfjarðar á sér stutta sögu í Grundarfirði en hún var stofnuð árið 2016 þegar hún festi kaup á Vélsmiðjunni Berg sem hafði verið starfrækt þar und- anfarna áratugi. Ákveðið var að breyta nafninu í Vélsmiðju Grund- arfjarðar þar sem vélsmiðja með því nafni hafði verið rekin í Grundar- firði á síðustu öld við góðan orðstír. Þórður Magnússon annar eiganda vélsmiðjunnar settist aðeins niður með fréttaritara Skessuhorns í lið- inni viku. Síðastliðinn mánudag var nýjasti hluti vélsmiðjunnar tekinn í notk- un, en nú er lokið við að byggja við húsið þar sem bifreiðaverkstæði verður rekið. „Við höfum verið með bifreiðaverkstæði frá árinu 2016 en fyrstu árin var sá hluti svona 10% af veltunni á meðan Vélsmiðjan var 90%,“ segir Þórður. „Verkstæðis- hlutinn er alltaf að stækka og í dag er þetta orðið 50%,“ bætir hann við. Remeg Bilevicius á helminginn í Vélsmiðju Grundarfjarðar á móti Þórði og í byrjun sá hann alfarið um verkstæðishlutann en hann er menntaður bifvélarafvirki. Nú í dag eru þeir með fullmenntaðan bifvéla- virkja í vinnu og eru að fara að ráða annan bifvélavirkja á næstu miss- erum. Gamla verkstæðinu verður breytt í varahlutaverslun og verður opnað eftir nokkra daga. „Við erum komnir í samstarf við AB Varahluti og verðum með helstu bílavörur í samvinnu við þá“. Mánudaginn 2. nóvember var nýi hlutinn svo tekinn í notkun og verkstæðisstarfsemi komin al- farið þangað. „Viðbyggingin er al- veg sér og það er ekki innangengt inn í vélsmiðjuna frá verkstæðinu,“ segir Þórður. Þessi viðbót verður mikil búbót fyrir Grundarfjörð en þetta er eina verkstæðið á svæðinu. Vélsmiðja Grundarfjarðar er með þrjá starfsmenn í vinnu og eru tveir væntanlegir til viðbótar. einn á verkstæðið og annar í vélsmiðjuna. Ætlunin var að hafa opið hús síðast- liðinn mánudag, en vegna aðstæðna í samfélaginu var fallið frá því. Allir eru þó velkomnir að skoða en verða bara að passa upp á sóttvarnir sam- kvæmt kúnstarinnar reglum. tfk Viðbyggingin sem hýsa mun verk- stæðið. Viðbygging Vélsmiðju Grundarfjarðar tekin í notkun F.v. Jan Ryczkowski vélsmiður, Remeg Bilevicius eigandi og bifvélavirki, Þórður Magnússon eigandi og Adam K. Oleszuk bifvélavirki. Starfsmenn Vélsmiðju Grundarfjarðar eru hér að koma bílalyftu fyrir í nýja hlutanum. Eigendurnir ásamt Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.